Birtingur - 01.01.1964, Page 47
mínum dómi. Ekki veit ég, hvað Öræfingar
hafa fyrir sér í litavali sínu, en grunur minn
er sá, að kirkjan eigi að vera bikuð með hvíta
glugga, hurð og dyraumbúnað. Ég hef í fór-
um mínum gamla ljósmynd af Sandfells-
kirkju, sem reist er um líkt leyti og sjálf-
sagt af sama manni. Hún tekur af allan vafa
um, að þannig hefur verið gengið frá því
húsi, enda viðtekinn háttur að fornu. Ég hygg
því, ef Öræfingar geta ekki sannað sitt mál,
að þeir ættu að breyta litnum á Hofskirkju.
Fleira væri gaman að minnast á, til dæmis
mjög fallega samstæðu, skemmu, hjall og
smiðju á Vestur-hjáleigu í Hnappavallahverf-
inu, sem leiðinlegt væri að hyrfi með öllu,
fjósbaðstofuna í Lækjarhúsum, kvarnarhús-
tóftina að Svínafelli og margt fleira, en mál
er að linni.
Skarphéðinn Haraldsson tók ljósmyndir, ef annars er
ekki getið. Teikningar cftir Hörð Ágústsson.
BiRTINGUR
43