Birtingur - 01.01.1964, Síða 49
a landi; sem hann hefur unnið að við frum-
steð skilyrði og erfiðar aðstæður.
Nú er listsköpun ekki neitt kapphlaup, og
starf Magnúsar hefur ekki gildi fyrir það eitt
að vera brautryðjandastarf á norðurhjara ver-
aldar; það hefur líka listrænt gildi, því Magn-
Us hefur leyst sum þau vandamál sem hann
hefur fengizt við á mjög persónulegan og
frumlegan hátt.
Verkum Magnúsar hefur verið veitt lítil at-
hygli hér á landi og honum ekki verið veittur
^einn stuðningur í starfi sínu. Verk hans hafa
jafnan mætt tómlæti og skilningsleysi, auk
Þess sem þau hafa orðið fyrir aðkasti frá því
vafasama fólki, sem kallast gagnrýnendur, þá
sjaldan sem þau hafa verið flutt. En Magnús
hefur átt erlendis meira skilningi að mæta,
hjá beztu mönnum. Þýzka tónskáldið Karl-
heinz Stockhausen hefur gert töluvert til þess
að koma verkum Magnúsar á framfæri, látið
fIytja verk eftir hann í Los Angeles, Bremen,
h-öln og Saarbrúcken.
hegar ég dvaldist í Köln haustið 1964 átti ég
tal við Stockhausen um Magnús. Stockhausen
sagði, að eftir því að dæma( sem hann hefði
heyrt eftir Magnús, virtist sér hann vera mjög
athygiisvert tónskáld. Magnús kompóneraði á
Pann hátt sem fæstum tónskáldum öðrurn
Væri tilætlandi. Menn veigruðu sér við að
Uota jafn einfaldar sjálfsagðar vinnuaðferðir
og jafn „útþvælt" efni sem Magnús, en ein-
mitt í því birtist frumleiki hans og þar með
kæmi hann öllum á óvart.
Hér hittir Stockhausen naglann á höfuðið.
Magnús notar gjarnan í verkum sínum efni-
við sem liggur fyrir hunda og manna fótum,
of algengur og augljós til þess að eftir honum
sé tekið — úrsérgengna hluti, sem hætt er að
nota. En það eru oft þessir hlutir sem hafa
hvað mesta sögu að segja, eins og sjá má á
myndum Kurt Schwitters og annarra.
Eg hef oft hugsað um uppbyggingu Punkta,
þar sem tónbandið og hljómsveitin heyrast
aldrei saman. Flest tónskáld önnur hefðu not-
að tækifærið, reynt að skapa spennu, kontra-
punkt milli hljómsveitarinnar og tónbandsins,
láta hvorttveggja heyrast samtímis, bræða
hljóminn saman, sundra honum o. s. frv. En
Magnúsi er í mun að gera slíkt ekki. Hann
velur ekki venjulegt einfalt form, heldur ann-
að form ennþá venjulegra (óvenjulegra?) og
einfaldara.
Einnig mætti nefna hin reglubundnu slög
taktmælisins í Samstirnum, sem virðast aldrei
ætla að taka enda. Hér er einfalt og venjulegt
efni sett í svo undarlegt og óvanalegt samhengi
að það líður manni ekki úr minni.
III
Seríutæknin, sem liggur til grundvallar flest-
a 1RT i n g u r
45