Birtingur - 01.01.1964, Síða 50
um verkum Magnúsar á rót sína að rekja til
tólftóna-aðferðarinnar. Nemandi Schönbergs,
Anton Webern átti mestan þátt í því að þróa
og útvíkka tólftóna-aðferðina og í síðari verk-
um hans má sjá fyrstu drögin að seríutækn-
inni. Á seinustu árum hefur seríutæknin þró-
azt ört, og þaðan eru upprunnar flestar þær
formgerðir sem rutt hafa sér til rúms á seinni
árum: punktaform, grúppuform, blandað
form, breytilegt form, margrætt form og móm-
entform. Þau tónskáld sem mestan þátt hafa
átt í þessari jjróun eru Stockhausen, Boulez,
Nono, Pousseur, Berio, Koenig, Ligeti, Kagel,
Cage o. fl.
Seríutæknin grundvallast á þeirri hugsun að
upphefja andstæður, tengja þær saman, mynda
skala á milli þeirra. Milli alls þess sem virð-
ist andstætt í náttúrunni, lífinu, listinni er
alltaf unnt að finna tvær eða fleiri gráður.
Hvítt og svart eru andstæður, en þar á milli
geta verið ótal afbrigði af gráu. Skali sem
tengir hvítt og svart getur litið þannig út:
hvítt, ljósgrátt, grátt, dökkgrátt, svart. Hvítt
og svart eru ekki eingöngu andstæður; það
mætti segja að svart sé ein gráða af hvítu, hvítt
ein gráða af svörtu. Tvíhyggjan hefur verið
yfirunnin, ný hugsun hefur leyst hana af
hólmi.
Tónn samanstendur af þremur frumeigind-
um: hæð lengd og styrkleika. Það er auðvelt
að mynda margvíslega skala milli djúpra
tóna og hárra, langra og stuttra, sterkra og
veikra. Einnig er mögulegt að mynda sams
konar skala milli ýmissa formhluta.
Skala er auðvelt að breyta í seríu með því að
láta gildi hans skipta um sæti, gera röð þeirra
óreglulega. Tökum tímaskala sem dæmi:
stytzta gildi er 1 sek., lengsta 7 sek. og þrjár
gráður á milli þessara andstæðna: 1,3 sek., 1,5
sek. og 2 sek.
Skalinn lítur þannig út:
I II III IV V sæti
1 1,3 1,5 2 7 sek.
6 : ca. 8 : 9 : 12 : 42 : hlutföll
Nú getum við breytt skalanum í seríu:
III V II IV I sæti
1,5 7 1,3 2 1 sek.
9 42 ca. 8 12 6 hlutföll
Sama er hægt að gera með styrkleika og tón-
hæð. Seríunni er hægt að breyta á ýmsan
hátt og permútera hana á ótal vegu. Hluföll
seríunnar er hægt að nota, til þess að tengja
smæstu og stærstu hluta formsins, gera verkið
að órjúfandi heild.
Þeir sem aðhyllast seríutækni halda því fram
að allar eigindir hljóðsins og formsins séu
jafn réttháar og beri að meðhöndla af jafn-
mikilli kostgæfni. Webern sagði að allt
væri aðalatriði. Áður fyrr hafði tónhæðin
forréttindi fram um aðrar eigindir tónsins;
46
BIRTINGUR