Birtingur - 01.01.1964, Side 53
ílötum lófum á strengina yfirgnæfandi.)
Þannig er um vissa samsvörun að ræða milli
tónblæs og tónhæðar.
Hinn líðandi tími verksins (úrtími) er með-
höndlaður mjög sérkennilega.
1. Mældur í sekúndum eða með venjulegri
nótnaskrift.
2. Að mestu frjáls innan vissra takmarka.
3. Fer eftir hæfni og hreyfingarhraða flytj-
andans („eins hratt og unnt er“).
4. Fer eftir ásláttarstyrkleika flytjandans,
gerð eða eðli hljóðfærisins og hljómburði
í salnum (hljómar látnir deyja út).
Hér verður tíminn „lifandi" í höndum Magn-
úsar. Verkið verður til í tímanum, vex í hon-
um. Tíminn er upplifaður, ber í sér örlög.
Mörg tónskáld „drepa“ tímann, með því að
uieðhöndla hann líkt og absissu í kóordínata-
kerfi; allt sem skeður á meðan verkið er sam-
!ð eða flutt er ekki tekið til greina, atburðir
færðir inn líkt og tölur í höfuðbók. En tím-
lnn í Sonorities er breytilegur eftir flytjanda,
hljóðfæri, salarkynnum og kannske áheyrend-
um. Hann er afstæður og teygjanlegur, lagar
sig eftir aðstæðum.
Það er mikilvægt að flytjandinn sé skapandi
Þegar um slíkt verk er að ræða — að hann geri
örlög verksins að sinum. Hér er ekki krafizt
fiugrafimrar talningamaskínu eða síðhærðs
draumóramanns, heldur skapandi vinnufélaga
tónskáldsins, með hugmyndaflug, smekk og
ábyrgð, sem leggur seinustu hönd á sköpunar-
feril verksins. Tónlist verður fyrst til í huga
tónskáldsins, síðan sem tákn á pappírnum og
loks hljómandi í tímanum.
Kandinsky hefur sagt frá því að oft þegar
hann var að mála þá fundust honum litirnir
á litaspjaldinu fallegri en málverkið sem
hann var með. Svipuð hrifning á hráefninu
kemur greinilega fram í Sonorities. Þó verkið
sé ofið saman á slunginn og margræðan hátt,
kemur það manni fyrir sjónir eins og tilvilj-
anakennd samsetning hljómbrigða og virðist
mjög laust í reipum. Magnús gerir sér líka far
um að fela formið, tengslin, skyldleikann,
hina frjóu hugsun sem í verkinu býr. Þetta
er eina skýringin á því hvað nótnaskrift er
oft ónákvæm, órökrétt. Niðurskrift Sonorities
hindrar að miklu leyti að það verði skilgreint.
En þessi „feluleikur“ í Sonorities hefur sinn
tilgang og á sér allsstaðar hliðstæður. Náttúr-
an sýnist okkur fljótt á litið tilviljanakennd
og samhengislaus. En ef betur að er gáð, lýtur
hún ströngum lögmálum sem gefa henni gildi
og dýpt. Án þessarar dýptar — þá væri levnd-
ardómurinn ekki levndardómur — höfðaði
hún hvorki til tilfinninga okkar né skynsemi
— og sama er að segja um listina.
BiRTingur
49