Birtingur - 01.01.1964, Side 71
um, eins og Kierkegaard og Dostoievsky, en
venjulegum húmanistum. Þetta kemur enn
einu sinni upp um trúhneigð í eðli hans. Ég
hef áður getið þess, að í bókinni La Nausée
leggi Sartre ríka áherzlu á öryggisleysi og ó-
vissu í veröld, þar sem lögmál náttúrunnar
eru ekki óskeikul. Á sama hátt má gagnrýna
seinni verk Sartres. Hann ýkir og dramatiserar
einmanaleik og afskiptaleysi manna í veröld,
þar sem enginn guð er til að leggja mönnum
h'fsreglurnar, til að segja þeim, hvað er rétt
og hvað er rangt.
Engu að síður álít ég, að Sartre bendi á nokk-
ur atriði í Les Mouhec, sem eru þýðingarmik-
h og sönn, enda þótt þau virðist ekki vera
það fljótt á litið. Það er ekki guð, sem setur
fram siðferðilegar grundvallarreglur, og það
á ekki að hefja þær upp í einhvern hularheim.
Mennirnir skapa sér sjálfir sín siðferðilegu
gddi. Kerfi siðferðishugmynda grundvallast á
ákvörðunum, en ekki háspekilegum, tilfinn-
mgalegum innblæstri. Enn fremur álít ég, að
Sartre hafi rétt fyrir sér, þegar hann skipar
mannlegt frelsi í þann öndvegissess, sem hann
gerir. Aðrir kennimenn mundu kalla þetta
»frjálsan vilja“, en Sartre hefur aldrei sætt
S1g við það orðalag. Að segja að mennirnir séu
hjálsir í þessum skilningi, felur í sér, að þeir
þjóni hvorki guði, fortíðinni, né neinu öðru
alli. Þeir eru frjálsir, sjálfstæðir, óháðir, ein-
angraðir; þeir verða að sjá um sig sjálíir. Fram-
tíðin er þeirra. Að vísu segir Sartre meira en
þetta; hann tengir þessa vitund mannsins um
frelsið við ótta, kvíða, viðbjóð. En þetta eru
aðeins tilfinningaleg viðbrögð manna við fyr-
irbærinu og í eðli sínu fullkomlega rökrétt.
Enn mætti benda á eitt atriði; Enda þótt heim-
spekistefna Sartres hafni algildum siðferðis-
mælikvarða, þá gerir hun ráð fyrir vissri aðferð
til að meta hegðun manna; miðast hún þá við
viss hugtök, eins og einlægni, heilindi og trú-
festu. Orðið „einlægni" kemur þó ekki oft fyr-
ir í ritum hans, en hins vegar sést þar oft orða-
samband, sem er algjör andstaða þess: „la
mauvasie foi“ eða sjálfsblekking. Sartre rök-
styður það þannig, að þar sem mennirnir eru
sjálfstæðar verur, sem skapa sér sjálfir gildi
eða siðareglur, þá er ekki hægt að fara fram
á minna en að þeir fylgi þeim eftir. Því ef þeir
breyta ekki eftir grundvallarreglum sínum í
athöfn, þá er naumast hægt að segja, að þeir
hafi neinar reglur. Þá eru grundvallarregl-
urnar aðeins innantóm orð. Einlægni er þess
vegna mjög þýðingarmikil.
Þetta atriði má setja í samband við afneitun
Sartre á „essentialisma". Essentialisti getur
talað um mann, sem er góður í eðli sínu, en
breytir illa. Það getur existensíalistinn ekki.
í augum hans er maðurinn summa gerða
sinna; hann sjálfur birtist í gerðum sínum.
bIRTingur
67