Birtingur - 01.01.1964, Síða 79
hitta Paolo og og Titsian#) í Tbilisi, varð Lap-
ín sem þrumu lostinn: „Hcfurðu ekki frétt
það heldur? Tabidze var tekinn fastur og
Jashvili skaut sig.“
Daginn eftir fór ég til stöðva ízvestiu. Þar var
niér vel tekið, en ég kom ekki auga á eitt
einasta kunnugt andlit. Ég saknaði sérstak-
lega Pavels Lapínskís, en með okkur hafði
tekizt náin vinátta á æskuárum mínum — í
París á Hótel Nice. Rajevskí var þar ekki
heldur. Þvert ofan í ráðleggingar Lapíns tók
óg að spyrja eftir hinum og þessum. Sumir
sögðu: „Hér kom sláttumaður,“ aðrir vísuðu
þessu frá sér með handahreyfingu; enn aðrir
höfðu sig sem bráðast í burtu.
Ég leit inn á PrövcLu til Koltsovs sem sat þar
í íburðarmikilli skrifstofu. Um leið og hann
sá mig urraði hann: „Hvað ert þú að gera
hér?“ Ég sagði, að ég þyrfti hvíld og væri
kominn hingað með Ljúbu til að sitja rithöf-
undaþingið. Það lá við að Koltsov öskraði:
>.Svo þú ert þá líka með Ljúbu í eftirdragi?“
Ég sagði honum tíðindi frá Teruel* *), og sagð-
lst hafa hitt konu hans Lísu og Maríu Osten,
áður en ég fór. Hann dró mig með sér inn
1 stórt baðherbergi sem var áfast skrifstofunni
°g þar lét hann gamminn geysa: „Hér færðu
*) l’aolo Jashvili og Titsian Tabidze, grúsísk skáld.
*) Spönsk borg.
nýjasta brandarann. Tveir Moskovítar hitt-
ast. Annar spyr: ,Hefurðu heyrt nýjasta
nýtt? Þeir hafa tekið Teruel“ Og hinn spyr:
„Jæja, og hvað um konuna hans?“ Koltsov
brosti: „Fyndið, finnst þér ekki?“ „Nei,“ sagði
ég. Ég var gjörsamlega ringlaður; ég var ráða-
laus, nei, það er ekki rétta orðið — ég var yfir-
þyrmdur.
Þetta sama kvöld lögðum við af stað til Tbilisi.
Ég tók með mér blöðin frá í desember. Innan-
um þurr staðreyndaskrif um vinnumál, um
sigra í framleiðslunni, mátti sumstaðar lesa
lof um Jezov, „þjóðfulltrúa Stalíns". Þarna
var mynd af honum: hversdagslegt andlit,
fremur viðkunnanlegt. Mér kom ekki dúr á
auga; ég hugsaði og hugsaði og reyndi að
skilja þetta sem Írína sagði, að enginn gæti
skilið.
Á aðalráðstefnunni fluttu menn ræður um
skáldskap Rústavelís. Einn ræðumanna var
spánski rithöfundurinn Pla-y-Beltran sem ég
hafði kynnzt í Valencia; honum var fagnað
innilega.
Við setningarathöfnina sat Bería í forsæti.
Sumir ræðumanna hlóðu á hann lofi, og þá
risu allir úr sætum sínum og klöppuðu. Bería
klappaði líka og brosti með velþóknun. Ég
var viðbúinn því, að menn klöppuðu í hvert
skipti sem nafn Stalíns var nefnt og vissi, að
ef það kom fyrir í ræðulok, risu allir upp og
® IRTIN G u R
75