Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 80
klöppuðu. En nú kom ég einsog af fjöllum —
liver var þessi Bería? Ég spurði sessunaut minn
í hálfum hljóðum, og hann svaraði stuttara-
lega: „Mikill maður.“
Þá um kvöldið sagði Ljúba mér, að Nína —
kona Tabidzes — hefði sent okkur skilaboð
um að reyna ekki að hitta sig; hún vildi ekki
verða til þess, að grunsemd félli á okkur.
Ég hitti þarna marga rithöfunda sem ég
þekkti vel — Fedín, Tíkhonov, Antokolskí,
Leonidze, Vísjnévskí. Ég sá einnig Isaakian;
ég reyndi að ná tali af honum, en tókst það
ekki, og það var ekki fyrr en eftir stríðið,
þegar hann kom einu sinni til Moskvu, að
við gátum borið saman bækurnar. Þarna var
íslenzki rithöfundurinn Halldór Laxness. Ég
hafði þá ekki lesið bækur hans og vissi ekki,
hve mikla ánægju þær áttu eftir að veita mér.
Einsog ég hafði búizt við voru þarna veizlur
og mikið skálað, en þarflaust er að lýsa því,
hvernig mér var innan brjósts: mér var, enn
sem komið var, ómögulegt að átta mig. Á
gamlárskvöld vorum við heima hjá Leonidze.
Við reyndum eftir beztu getu að vera þess-
um góðu gestgjöfum okkar til ánægju, og þeir
reyndu eins að skemmta okkur, eða öllu held-
ur dreifa áhyggjum okkar. En allt kom fyrir
ekki: við klingdum glösum og drukkum
þegjandi. Ég varð nokkrum rithöfundum
samferða til Moskvu. Dsjambúl bauð okkur
inn í klefann til sín. Hann ferðaðist með
lærisveini sínum sem einnig var túlkur hans.
Dsjambúl sagði okkur frá því, hvernig hann
hefði sigrað öll önnur skáld í brúðkaupi eins
beyans fyrir fjörutíu árum. Það var komið
inn með sjóðandi vatn og boðið uppá te.
Dsjambúl greip dombru sína og tók að syngja
með tilbreytingarlausri kveðandi. Lærisveinn-
inn (Dsjambúl kallaði hann „ungling“, en
hann var kominn fast að sextugu) skýrði okk-
ur frá því, að nú væri Dsjambúl að yrkja. Ég
bað hann að þýða það, og þá kom í ljós, að
skáldið var bara að lýsa ánægju sinni af te-
drykkjunni. Síðan gekk hann að glugganum
og fór aftur að syngja; í þetta skipti hafði
túlkurinn eftir honum setningar sem snurtu
mig: „Hérna eru brautarteinarnir, þeir
fljúga beint inn í ókunn lönd, og eins flýgur
söngur minn.“ Húð hans var eins og bók-
fell, en augun voru lífmikil, slóttug og rauna-
leg á víxl. Hann hafði þá tvo um nírætt.
Nú kom Fadejev inn með nokkur kvæði eft-
ir Mandelstam og sagði að vel gæti verið, að
þau yrðu birt í Noví Mír (Nýr Heimur);
hann talaði um Madrid, og augu hans sem
venjulega voru köld hýrnuðu í brosi.
Þegar við komum til Moskvu, var mér sagt
á ritstjórnarskrifstofum blaðsins, að þeir
væru að hugsa um að senda mig aftur til
Spánar, en nú tæki allt svo langan tíma —
76
BIRTINGUR