Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 80

Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 80
klöppuðu. En nú kom ég einsog af fjöllum — liver var þessi Bería? Ég spurði sessunaut minn í hálfum hljóðum, og hann svaraði stuttara- lega: „Mikill maður.“ Þá um kvöldið sagði Ljúba mér, að Nína — kona Tabidzes — hefði sent okkur skilaboð um að reyna ekki að hitta sig; hún vildi ekki verða til þess, að grunsemd félli á okkur. Ég hitti þarna marga rithöfunda sem ég þekkti vel — Fedín, Tíkhonov, Antokolskí, Leonidze, Vísjnévskí. Ég sá einnig Isaakian; ég reyndi að ná tali af honum, en tókst það ekki, og það var ekki fyrr en eftir stríðið, þegar hann kom einu sinni til Moskvu, að við gátum borið saman bækurnar. Þarna var íslenzki rithöfundurinn Halldór Laxness. Ég hafði þá ekki lesið bækur hans og vissi ekki, hve mikla ánægju þær áttu eftir að veita mér. Einsog ég hafði búizt við voru þarna veizlur og mikið skálað, en þarflaust er að lýsa því, hvernig mér var innan brjósts: mér var, enn sem komið var, ómögulegt að átta mig. Á gamlárskvöld vorum við heima hjá Leonidze. Við reyndum eftir beztu getu að vera þess- um góðu gestgjöfum okkar til ánægju, og þeir reyndu eins að skemmta okkur, eða öllu held- ur dreifa áhyggjum okkar. En allt kom fyrir ekki: við klingdum glösum og drukkum þegjandi. Ég varð nokkrum rithöfundum samferða til Moskvu. Dsjambúl bauð okkur inn í klefann til sín. Hann ferðaðist með lærisveini sínum sem einnig var túlkur hans. Dsjambúl sagði okkur frá því, hvernig hann hefði sigrað öll önnur skáld í brúðkaupi eins beyans fyrir fjörutíu árum. Það var komið inn með sjóðandi vatn og boðið uppá te. Dsjambúl greip dombru sína og tók að syngja með tilbreytingarlausri kveðandi. Lærisveinn- inn (Dsjambúl kallaði hann „ungling“, en hann var kominn fast að sextugu) skýrði okk- ur frá því, að nú væri Dsjambúl að yrkja. Ég bað hann að þýða það, og þá kom í ljós, að skáldið var bara að lýsa ánægju sinni af te- drykkjunni. Síðan gekk hann að glugganum og fór aftur að syngja; í þetta skipti hafði túlkurinn eftir honum setningar sem snurtu mig: „Hérna eru brautarteinarnir, þeir fljúga beint inn í ókunn lönd, og eins flýgur söngur minn.“ Húð hans var eins og bók- fell, en augun voru lífmikil, slóttug og rauna- leg á víxl. Hann hafði þá tvo um nírætt. Nú kom Fadejev inn með nokkur kvæði eft- ir Mandelstam og sagði að vel gæti verið, að þau yrðu birt í Noví Mír (Nýr Heimur); hann talaði um Madrid, og augu hans sem venjulega voru köld hýrnuðu í brosi. Þegar við komum til Moskvu, var mér sagt á ritstjórnarskrifstofum blaðsins, að þeir væru að hugsa um að senda mig aftur til Spánar, en nú tæki allt svo langan tíma — 76 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.