Birtingur - 01.01.1964, Síða 82
andi lyftan yrði ekki látin ganga á næturnar.
Það hélt fyrir þeim vöku að hlusta og bíða
eftir því, hvar hún stanzaði. Babel leit inn
til mín einn daginn og með því skopskyni
sem aldrei brást honum lýsti hann því fyrir
mér, hvernig ýmsir menn höguðu sér núna,
þegar þeir tækju við nýjum stöðum: „Þeir
rétt tylla sér á Islábrúnina á stólnum sínum.“
Á glerhurðum í skrifstofum ízvestiu höfðu
áður verið spjöld með nöfnum deildarstjór-
anna, nú voru þarna engin spjöld; stúlka sem
þarna var sendill gaf mér þá skýringu, að það
væri ekki lengur ómaksins vert að láta gera
svoleiðis spjöld: „Hér í dag og farinn á morg-
un.“
Á yfirborðinu virtist allt ganga sinn vana-
gang. Það var ákveðið að stofna rithöfunda-
klúbb og koma saman á vissum dögum. Einn-
ig í þessu máli sýndi S. I. Kirsanov uppfinn-
ingasemi sína: Hann stofnaði til sýningar í
klúbbnum á myndum eftir Kontsjalovskí,
Tysjler, Deineka, jafnvel eldhúsin tóku
stakkaskiptum undir hans stjórn. Ég man eft-
ir hádegisverði til heiðurs Zosjtsjenko sem
kominn var frá Leningrad. Þar var á borð-
um súpa úr niðursoðnum krabbadýrum.
Kveikt hafði verið á arni í setustofunni, og
þar hjá var raðað flöskum af kvareli (grúsísku
víni) svo það gæti volgnað. Einhver mælti
fyrir minni mínu í tilefni af Rauðu Stjörn-
unni sem Æðsta Ráðið hafði sæmt mig daginn
áður.
Þegar við stóðum upp frá borðum, kom til
mín rithöfundur einn, sem ég hafði litlar
mætur á, dró mig afsíðis og hvíslaði: „Hafið
þér heyrt það nýjasta? Stetskí hefur verið
handtekinn. Óskaplegir tímar eru þetta!
Maður veit ekkert, hvern maður á að hefja til
skýjanna og hvern maður á að níða niður.“
Svona fólk var til ...
Einusinni hitti ég Sergej Prokofjev í klúbbn-
um — hann lék nokkrar af tónsmíðum sín-
um. Hann var ókátur, næstum hörkulegur,
og sagði við mig: „í dag verður maður að
vinna. Vinnan er það eina sem gildir, það
eina sem getur bjargað manni."
Margir höfundar héldu áfram að skrifa:
Tynjanov lauk við fyrri hlutann af bók sinni
um Púskín; ný ljóðabók kom út eftir Zabo-
lotskí. Aðrir viðurkenndu, að þeir væru ekki
í skapi til að skrifa.
Við vorum tíðir gestir hjá Tairov, Évgéní
Pétrov og Leonov. Babel heimsótti okkur og
sömuleiðis þeir Tíkhonov, Falk (sem var ný-
kominn frá París), Visjnévskí, Lúgovskoj,
Tysjler, Fedín og Kirsanov; Lapín skemmti
sér með vinum sínum, Khatsrévín og Slavín,
og við borðuðum öll saman. Stundum rædd-
um við um bókmenntir, um einhverjar nýjar
leiksýningar, eða við bara slúðruðum — þrátt
78
BIRTINGUR