Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 97

Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 97
meiddi sig; Tsékov sá þá oft berja hina aumk- unarverðu skenkjara. Sjálfur varð hann lítt vaxinn að standa með bræðrum sínum við af- greiðslustörf í búðinni þegar hann var ekki tepptur í kirkjunni eða skóla. Fólk kom þarna víðs vegar að því að Taganrog var mikill verzl- unarstaður. Og hinn ofurnæmi kaupmanns- sonur fékk mörg efni til athugunar í búðinni sem var opnuð klukkan fimm á morgnana og lokað klukkan 11 á kvöldin. í þessari deiglu mótaðist Anton Tsékov. Líkamanum var ekki hollt að vaxa upp við þessar aðstæður einsog síðar kom fram; en sálin var sterk og lyfti sér á vængjum drauma. Tsékov lærði líka snemma að leyna hugarkvöl með andríkri gamansemi eða kaldhæðni og notaðist líka á því sviði hin djúpskyggna athyglisgáfa og ærslafengið hugarflug sem á Jreim árum rásaði fram í gamanmálum. Það varð honum svo tamt að leyna hugarstríðinu að vinir hans síð- ar á ævinni sem nutu fyndni hans og skemmti- legheita í samkvæmum skildu bara ekkert í því hvaðan maðurinn hefði allt þetta þung- lyndi sem kom fram í sögum hans. Þegar Tsékov var 16 ára var guðhræddi kaup- maðurinn orðinn gjaldþrota og hann flýði skuldafangelsið með sitt fólk til Moskvu. Ant- on varð einn eftir til að ljúka skólanámi. Hann var einmana, eitt sinn tók hann upp á því að fara í gervi betlara fyrir auðugan frænda sinn og særði út úr honum þrjá kópeka sér til mikillar ánægju. Þrátt fyrir allt varð hann feginn endurfundum við sitt fólk í Moskvu þrem árum síðar enda sýndi hann alltaf foreldrum sínum mestu ræktarsemi og var alltaf að reyna að magna bræður sína til átaka en þeir voru latir og sumir urðu drykk- felldir. Fjölskyldan hafði þá hrakizt úr einum hjallinum í annan í ömurlegum og skugga- legum hverfum snauðra í Moskvu og hjarði sveltandi, faðirinn sagði að börnin ættu að sjá farborða foreldrum sínum og sökk sjálfur í nöldursamt tómlæti; aðeins einn sonanna afl- aði tekna; sá elzti var gáfaður maður þótt hon- um notaðist það lítt, hann hafði flúið að heim- an; annar Mikail þótti efnilegur málari og var að nema í myndlistarskóla; flest voru við nám. Anton kom sem himinsending til Mosk- vu og færði með sér tvo kostgangara. Súvorín sem var um sinn útgefandi Tsékovs sagði að Tsékov hefði skrifað fyrstu sögu sína þegar hann átti ekki fyrir köku til að gefa móður sinni í afmælisgjöf, fékk söguna prentaða og meira að segja borgaða. Hann gekk á lagið og fór að skrifa að staðaldri smásögur fyrir tíma- rit og hafði vaxandi tekjur af því, gamansögur og skopsögur og beitti háðskyni sínu og fyndni til sívaxandi ánægju fyrr lesendahóp sem óð- fluga stækkaði. Á þessum árum nam hann læknisfræði; hann var sívinnandi enda hafði hlRTINGUR 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.