Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 110
finninga leikarans í þágu hlutverksins. Hann
er á móti þvi, að leikarinn samlagist hlutverk-
inu tilfinningalega, gangi því á hönd með
öllum krafti tilfinninga sinna og leiki gagn-
tekinn af hlutverkinu. Þegar þannig er farið
lítur hann svo á, að leikarinn sefji sjálfan sig
og áhorfendur um leið. Grundvallaratriðið í
kröfum Brechts er, að leikhúsið sé leikhús og
ekkert annað. Leikarinn á því ekki að verða
persóna sú, sem hann á að leika og alls ekki
að reyna það. Hann á að sýna persónuna,
áhorfendur eiga ekki að hrífast með, heldur
geta dæmt hlutlaust. Þessa kenningu sína
nefndi hann „Verfremdung", sem kalla mætti
„hina innri fjarlægð“ á íslenzku. í reynd
verður afleiðingin einfaldari drættir í sköpun
persónanna, hin persónulegu og einstaklings-
bundnu sérkenni mást út, persónan nálgast
„týpuna“, manngerðina, en ekki einstakling-
inn. Hér nálgumst við aftur leikhúshefð tíma-
bilsins á undan veruleikastælingunni, og það
er það sem Brecht vill, hið kínverska og ind-
verska leikhús voru fyrirmyndir hans.
Frá sjónarmiði starfandi leikhúsmanns eru
hugmyndir þessar ekkert sérstaklega frumleg-
ar, það hefur að vísu aldrei verið unnið eftir
þeim af fullri samkvæmni í daglegu starfi
hins evrópska leikhúss, sem gerir auðvitað
meginmuninn. En hitt veit hver einasti starf-
andi leikhúsmaður, að við hvert leikhús eru
starfandi fleiri eða færri fulltrúar hinnar
„innri fjarlægðar", listamenn, sem aldrei
samlagast hlutverkum sínum fullkomlega,
komast aldrei í vímu, hafa alltaf hemil á sjálf-
um sér og eftirlit með því sem þeir eru að
gera. Þar á ofan krefst ákveðinn hluti erfð-
arinnar, stílkómedían svonefnda, að meira eða
minna leyti leiks undir merki hinnar „innri
fjarlægðar“.
Það er skammt síðan maðurinn Bert Brecht
kvaddi heim lifenda. Fyrir bragðið er hann oft
dæmdur með tilliti til samstöðu sinnar með
ákveðinni stjórnmálastefnu. Vissulega hafði
hann skipað sér í flokk og lifði og starfaði
seinustu árin í samræmi við það í Austur-
Berlín. Andstæðingar þjóðfélagsforms þess, er
hann aðhylltist, leyfa sér oft að dæma hann
skilyrðislaust vegna þess og álíta hvern leik-
hússtjóra vestan tjalds sem leika lætur verk
hans skipa sér í flokk hundflatra leiguþýja.
Undirritaðan grunar, að tíminn muni leiða í
ljós að aðaleinkenni hans hafi verið hin sömu
og flestra góðra leikritahöfunda: sterk and-
staða gegn veröldinni eins og hún er, gegn
misrétti og kúgun, gegn bölvaldinum í mann-
inum sjálfum. Sú afstaða er eðlileg afleiðing
djúprar skynjunar á mannleg örlög, sem er
einkenni góðs leikritahöfundar.
Paul Claudel. Brecht sagði á einum stað: Ich
bin der letzte katholische Schriftsteller. Stór
106
BIRTINGUR