Birtingur - 01.01.1964, Síða 134
vald til þess. Ég er bara óbreyttur fréttamaður við
Radíó Úrúbamba. En ég þvae mér um hendurnar gagn-
vart hinu opinbera.
LÍKIÐ: Ég játaði afbrot mín. Ég var dæmdur í tuttugu
ára þrælkunarvinnu fyrir lóðabrask, í ævilangt fangelsi
fyrir fósturcyðingu, og til dauða fyrir vasahnífinn og
frávikin frá stefnunni. Ég lýsti því yfir, að ég gerði mig
ánægðan með síðasta hluta dómsins — af þvi þannig
slapp ég við þrælkunarvinnuna ... ég var alltaf svo
ónýtur í bakinu. Svo vaknar sakamaðurinn einn dag
við það, að hann er orðinn þjóðmæringur. Hvað hefur
gerzt?
SIÐAMEISTARI: Þú ert iðinn við kolann — ja, það má
nú scgja.
LÍKI-Ð: Sá sem býr i fásinni verður venjulega svolítið
forvitinn, þegar hann kemur út á meðal manna.
SlfiAMEISTARI: Ja, það hefur sosum ekkert gerzt, nema
það að málið var tekið til endurskoðunar ... rann-
sakað upp á nýtt og felldur nýr dómur. Og nú vona
ég við getum farið að láta lokið á.
LÍKIÐ: Andartak, nóg er cilffðin.
SIÐAMEISTARI: Þessari dagskrá er hinsvegar ætlaður
mjög takmarkaður tími.
LÍKIfi: Það varð altso niðurstaðan, að ég væri sýkn saka?
SlfiAMEISTARI: Já. ... Reyndar.
LÍKIÐ: Það á sem sagt ekki af manni að ganga.
SIÐAMEISTARI: Hvað þá?
LÍKIÐ: Fyrst er maður dæmdur fyrir þjóðsvik og önnur
afbrot sem þar með fylgja: smygl, myndatökur, leyndar
hugsanir. (Hálfaumur) Svo þegar hneykslið er loksins
gleymt, þá er farið að básúna að maður hafi logið eins
og maskfna fyrir réttinum.
FRÉTTAMAÐUR: Góðir hlustendur, ég sé ekki betur en
hann sé að draga saman f skúr.
LÍKIfi: Mér er á móti skapi þið skylduð fara að vekja
upp þetta gamla leiðindamál.
SlfiAMEISTARI: Við hér f Úrúbamba - við teljum okk-
ur skylt að hafa það heldur er sannara reynist.
LÍKIÐ: Sannara? Er þá eitthvað sannara en satt?
SIÐAMEISTARI: Ég skil ekki þjóðhetjuna.
LÍKIfi: Árið 1938 ...
SlfiAMEISTARI: 1937.
LÍKIÐ: Já, árið 1937 var það satt að ég var sakamaður.
Ég játaði afbrot mín fullum fctum og hlaut minn rétt-
láta dóm. Er það eitthvað sannara núna — eitthvað
mcira satt — að ég sé saklaus?
SlfiAMEISTARI: Þetta er spurning um túlkun stefnunn-
ar ... útfærsluna ... leiðirnar að markinu. Það hefur
dæmzt rétt vera, að þú hafir ekki vikið frá mcgin-
rcglunum ...
LÍKIÐ: Heldur túlkað þær á sérstakan hátt, hmi?
SlfiAMEISTARI: Við getum komizt svo að orði.
LÍKIÐ: Á sama hátt og þið núna?
SlfiAMEISTARI: Eitthvað f þá áttina já.
FRÉTTAMAÐUR: Þá virðist málið útkljáð, og er nú
þcss að vænta að senn vcrði hægt að taka til við liina
eiginlegu jarðarför.
SIÐAMEISTARI: Þetta er þá klárt, gamli góði vin?
LÍKIÐ: Já. Ég skil. Þakka þér fyrir, bróðir.
SlfiAMEISTARI: Háttvirta þjóðhetja! Það vill svo vel
til, að ég hef hérna á mér fácin exemplör af Sannleikí-
orðunni okkar nýju. Ég leyfi mér fyrir hönd hins opin-
bera að sæma þig henni við þetta tækifæri fyrir ein-
stæða framsýni þína í túlkun og útfærslu stefnunnar.
FRÉTTAMAfiUR: Siðameistarinn tekur nú orðuna upp
úr buxnavasanum og býst til að festa hana á brjóst
þjóðhctjunnar. ... Þvf miður: prjónninn virðist hvergi
ganga f.
LÍKIÐ: Það er hérna smágat eftir eina kúluna, sko hérna.
Geturðu ekki notað það?
SIÐAMEISTARI: Hún skrollir laus svona, prjónninn er
130
BIRTINGUR