Birtingur - 01.01.1964, Síða 135
svo grannur. ... Jaeja, kannski lafir hún á meðan. Til
hamingju.
FRÉTTAMABUR: Siðameistari tekur í hönd þjóðhetj-
unni ... það er að segja: hann ætlaSi að gera það.
éIKIÐ: Við tökumst i hendur seinna, þegar við stöndum
jafnar að vígi ... þegar þú ert búinn að liggja 27 ár
eins og ég núna.
SIÐAMEISTARI: 28.
FRÉTTAMAÐUR: Merkilegt hvað þjóðhetjunni er erfitt
að fást við tölur — og var þó ráðherra að menntun og
hagfræðingur að atvinnu.
SIBAMEISTARI: Nú vil ég enn biðja starfsmenn kirkju-
garðsins að loka kistunni ...
I.ÍKI©: Fyrst svona er í pottinn búið — hvernig stendur
þá á þvi að kirkjugarðsstjóranum fornvini mínum er
svona uppsigað við mig?
SlfiAMEISTARI: Hann viðurkennir aðeins gömlu túlk-
unina.
I.f Klfi: Hversvegna er hann þá ekki skotinn?
SIÐAMEISTARI: Þetta er nokkuð gróf spurning, hal
LÍKIfi: Ja, hvernig fór ekki fyrir mér og minum fylgás-
mönnum þarna um árið?
SIÐAMEISTARI: Kirkjugarðsstjórinn er að vísu óþarf-
lega stækur ... en svoleiðis mcnn — þeir bila ekki á
meðan.
LÍKIÐ: Hvað gerið þið þá við andstæðingana ... þetta
fólk sem bilar?
SIÐAMEISTARI (snöggur): Hver segir, að við þurfum
yfirleitt að gera eitthvað við andstæðingana!
LÍKIfi: Allt i lagi. En það cr þó nýtilkomið cf opinbcr
sannindi, voldugar stefnur og stór markmið — nýtil-
komið ef það tekur ekki sinn toll.
KIRKJUGARfiSSTJÓRI: Hlemminn á hottentottar! Þessi
moðhaus er búinn að þusa nóg!
LÍKIÐ: Og læra nóg. Já, komið þið með það, drengir —
maður sólbrennur hvort eð er ekki meira í dag.
FRÉTTAMAfiUR: Hottentottar kirkjugarðsstjórans fara
nú til, lyfta lokinu og búast til að hvolfa þvi yfir kist-
una. En bíðum við ...
LÍKIÐ: Mig langaði að biðja einnar bónar: að þið púttið
mér aftur í gömlu gröfina.
SIÐAMEISTARI: Næsta kynlcg bón ... hvers vegna?
LÍKIÐ: Spurningin gæti til dæmis verið sú, hvort maður
vildi ekki heldur vera sannorður sakamaður en lygin
þjóðhetja.
SIÐAMEISTARI: Það er opinber sannleikur, að þú ert
ekki sakamaður.
LÍKIÐ: Samt sem áður afsala ég mér nafnbótinni.
SlfiAMEISTARI: Það er ekki á þínu valdi. Við erum
búnir að færa þig á þjóðhetjuskrána.
LÍKIfi: Þessi sannleikur sem þú nefndir — hann er held-
ur ekki sannleikur. Ég er svikari ... eins og kirkju-
garðsstjórinn er margsinnis búinn að taka fram.
SIÐAMEISTARI: ViO mctum það, en ekki þú. Við ráðum
sannleik hins opinbera.
LÍKIÐ: Ég er framhaldssvikari.
F'RÉTTAMAfiUR: Ég vona cinhver úr nýyrðanefndinni
hafi heyrt orðið.
LÍKIfi: Sjáðu til: Ég hef verið að hugsa ráð mitt að und-
anförnu og komizt að þeirri niðurstöðu, að ég sé horf-
inn frá nýju túlkuninni — þessari sem ég dó fyrir þarna
um árið.
SlfiAMEISTARI: Nú hafa fæst orð minnsta ábyrgð, kæra
þjóðhetja.
LÍKIfi: Ég held reyndar hún hafi gróflega mikið til síns
máls — en álít það cigi ckki að halda hcnni stíft fram
að svo stöddu ... það er það.
SlfiAMEISTARI: Þetta er ofboðslegt að heyra.
LÍKIÐ: Ég veit það.
SlfiAMEISTARI: Á þá ekki að halda réttlætinu á loft,
ha? Hvað um móralinn? Til hvers hefur maður stefnu,
hmi?
BIRTINGUR
131