Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 137
um. ... Já, nú bera starfsmennirnir kistuna öruggum
skrefum að þjóðhetjugröfinni í heiðurslundinum —
stuttan spöl og þó mikla vegalengd. Menn taka ofan
pottlokin og láta framan f sig viðeigandi andagtarsvip.
Prelátinn gengur fram.
SIÐAMEISTARI: Já, ég verð sem framkvæmdastjóri þess-
arar athafnar að biðja yður, herra preláti, að stytta mál
yðar eftir föngum.
Prelátinn talar i belg og biðu, hluttekningarlaust.
PRELÁTI: Náðin drottins vors og svo framvegis sé og
veri með oss öllum.
FRÉTTAMABUR (lágt): Nú er ákaflega hátíðlegt, og
málti raunar ekki tæpara standa.
PRELÁTI: Vér viljum biðja, faðir, Iát þú ljós þitt skína
i myrkrinu, svo engin sál í Úrúbamba þurfi framar að
ráfa i villu með ótimabærar eða rangar skoðanir, held-
ur megi allir sjá og þekkja sannleikann, svo hinn opin-
bera sem hinn opinberaða, og viðurkenna hann for-
takslaust, hallelúja.
FRÉTTAMAÐUR: Nú sígur kistan niður i gröfina, svo
undurhægt og mjúklega. Prelátinn mun að vörmu spori
kasta rekunum____ég vona þið heyrið þegar moldin
bylur á lokinu.
PRELÁTI: Af moldu ertu kominn (moldin bylur), að
moldu skaltu aftur verða (meiri mold), og svo fram-
vegis eins og skrifað stendur, amen.
SIÐAMEISTARI (lágt, með alvöruþunga): Lengi lifi hin
eina sanna stefna, Miklastefnan! Lengi lifi núverandi
Réttlæti & Co í Úrúbamba!
FRÉTTAMAÐUR: Nii lýkur þessari hátíðlegu athöfn
með þvi að Dómkórinn syngur sálm.
Ræskingar og hósti í söngfólkinu, alveg upp í hljóð-
nemann. Sfðan skyndileg alþögn.
ÞULUR: Radíó Úrúbamba! Vegna tímaskorts cr því mið-
ur ekki unnt að útvarpa lengur frá athöfninni í kirkju-
garðinum. Næsti liður á dagskránni er Óðurinn til
gleðinnar, úr níundu sinfóniu Beethovens. Samkór nr.
16 og Sinfóníuhljómsveitin í Úrúbamba flytja. Igor
Buketoff stjórnar. (Sæt) Gerið þið svo vel.
E N D I R
BIRTINGUR
133