Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 153
RITDÓMAR
Spegill á kojugaflinum
Guðbergur Bergsson: Leikföng leiðans, sögur. — Heims-
kringla. Rvlk 1964.
Bókaútgefendur munu nokkuð á einu máli
um að flest sé gróðavænlegra í þeirra „bisniss“
en að gefa út smásögur. Þær seljist hreint ekki
neitt. Útgáfa slíkra bókmennta sé því hug-
sjónaverk einungis. Þótt leingi hafi legið í
loftinu að íslendingar séu ekki sú bókmennta-
þjóð, sem látið er af við hátíðleg tækifæri mun
þó enn vera keypt hér eitthvað af bókum til
lestrar, þótt ekki vaxi þau kaup í samræmi við
fjölgun þjóðarinnar. Sæmilegar skáldsögur og
jafnvel einstaka ljóðabók geta átt það til að
seljast eitthvað. En hvers á smásagan að gjalda?
Þetta knappa söguform, sem krefst meitlunar
á söguefninu og sérlegrar fágunar í orðfæri,
gerir hreint og beint kröfu til að höfð séu sem
fæst orð um mikla hluti. Hvernig stendur á
að það skuli ekki njóta vinsælda einmitt nú,
þegar allir tala innfjálglega um hraðann og
einginn má vera að neinu? Þótt ég spyrji er
ekki ætlunin að gera tilraun til krufningar á
þessu hér, en ekki er nema eðlilegt að svona
spurningar gerist áleitnar, þegar maður fær í
hendur góða smásagnabók.
Hér á landi hafa nokkrir rithöfundar gert
smásagnagerð að sérgrein sinni, með góðum
árángri, og ýmsir sem hafa helgað sig að mestu
öðrum bókmenntagreinum eru jafnframt lið-
tækir smásagnahöfundar. Og nú hefur einn
bætzt í hópinn. Guðbergur Bergsson hefur
áður látið frá sér fara ljóðabók og skáldsögu,
og fékk heldur jákvæða dóma fyrir hvort-
tveggja, að vonum. Ekki hika ég þó við að
fullyrða að þetta sé hans bezta bók. Höfundur
er greinilega í framför, og það er ekki í hverj-
um mánuði, sem maður getur leyft sér að
segja slíkt um úngan íslenzkan ritöfund, með
góðri samvizku.
Ekki verður sagt um Guðberg að hann sæki
vítt til fánga. Viðfángsefni hans er íslenzka
fiskiþorpið á okkar tímum. Við getum reynt
að staðsetja það einhvers staðar. Gruflað upp
staðhætti, borið persónur sagnanna saman við
fólk í einhverju ákveðnu þorpi. En slíkt
skiptir ekki máli. Þetta er hið „týpíska" ís-
lenzka sjávarpláss, hvar sem er á landinu. Höf-
undurinn þekkir þorpið og líf þess, sljótt og
innihaldslaust í nöldri sínu. Fábreyttan þræl-
dóm, vanabundna hugsun, staðnað lífsviðhorf.
Förufólkið, sem flakkar milli verstöðva að elta
fiskinn og peníngana. íslenzk alþýða, hátt-
virtir kjósendur. Lýsingar Guðbergs á lífi
þessa fólks eru skrifaðar af kunnáttu og skiln-
ingi og umfram allt ríkri samúð. Ég gríp hér
niður í söguna Vitjað nafns:
„Yfir húsunum hvíldi þessi syfjulega þreyta,
sem jafnan leggst yfir allt og alla eftir storma-
BIRTINGUR
149