Birtingur - 01.01.1964, Side 155
glæsilegt málfar eru ekki sterkustu hliðarnar á
ritmennsku hans. Þar kemur fyrst til þekkíng
hans á einstaklíngnum og félagslegri aðstöðu
hans. Skilníngur hans á íslenzku nútíma þjóð-
félagi, þeim kostum er það þýður þegnum
sínum, og viðbrögðum eða kannski réttara
sagt viðbragðsleysi þegnanna við þeim kost-
um. Samt sem áður verður Guðbergur ekki
sakaður um óvandvirkni. Stíll hans er hægur
og látlaus. Getur stundum orðið svolítið láng-
dreginn, en leynir á sér. Stundum bregður
fyrir dálítilli ónákvæmni í málfari, en þó eru
hvergi í bókinni neinir skerandi hnökrar.
Sögurnar renna fram liægar og lygnar, en
undir niðri er einhver þúngur straumur, sem
ber með sér mold og sjávarseltu. Þetta eru
„sannar" sögur af lifandi fólki, sagðar blátt
áfram og trúverðuglega, gæddar lúmskum ylj-
andi húmor, þekkíngu og skilníngi. Það eru
ekki margir úngir höfundar á íslandi núna,
sem kunna sitt verk betur en Guðbergur, og
líklega eru þeir enn færri, sem hafa jafn sann-
an skilníng á hlutverki sínu.
Jón frá Pálmholti.
Tónlist i orðum
Edita Morris: Blómin í ánni, saga frá Hírósímn. Mál og
mcnning. Rvík 1963.
Einsog öllum fullvita mönnum mun kunnugt
lét ríkisstjórn Bandaríkjanna varpa atóm-
spreingjum á tvær japanskar borgir í lok síð-
ustu heimsstyrjaldar. Vafasamt er, vægast sagt,
að þeir hryllilegu atburðir hafi ráðið rniklu
um úrslit styrjaldarinnar, en hörmungar þær
og ógnir, sem af þeim leiddu eru vart lýsan-
legar. Jafnvel enn, áratugum síðar, eru menn
að þjást austur þar af afleiðingum þessara
spreingja, og áhrif þeirra á næstu kynslóðir
þar um slóðir eru ekki þekkt af vísindamönn-
um, nema að litlu.
Þessi skáldsaga sænsku konunnar Editu Morr-
is gerist í annarri borginni er fyrir þessurn
ósköpum varð. Hún bregður upp myndum úr
lífi fólks í Hírósímu. Mannlegar hörmúngar
verða ekki bókfestar. Þær eru aðeins til á
þeim stað og tíma er þær gerast, og aðeins
þekktar í reynd af þolendunum sjálfum. Við
getum að vísu séð og heyrt. Við getum lesið
okkur til, skoðað myndir og beitt ímyndunar-
aflinu. Reynt að setja okkur í annarra spor,
en raunverulegir þolendur þess, sem þjáð
hefur aðra verðum við aldrei. í þessari bók
fáum við að guða á glugga. Okkur er sýnt
inn fyrir þar, sem stærsti harmleikur okkar
birtingur
151