Ritmennt - 01.01.2005, Síða 38

Ritmennt - 01.01.2005, Síða 38
JÓN AÐALSTEINN IÓNSSON RITMENNT útg. af Sveinbirni Egilssyni 1844 bls. V. 58-60.) - Aths. J.Á. Ef nokkur til þess seilist, og eptir því grípur, frá þeim sömu líður það upp og flýr í burtu. Ó börn, sjáið þetta bréf, og vel athugið, sem fyrir eingilinn Michael er befalað og útsent. Hver sem nú vill erviði á sunnudögum fremja fyrir góz og penínga, sá er forbannaður. Þar fyrirbið eg yður, sem vera viljið guðs börn, að þér um sunnudaga ekkert erviði fremjið í mínu nafni, hvorki líkamlega, né með auðæfanna ágirnd. Baktalið ekki hver annan með yðar túngu, útsvallið ekki yðar ríkdómi ónytsamlega, fyrir syndir og ljótan lifnað og vondan. Svíkið ekki hina fátæku, föðurlausu og móðurlausu, né yðar náúnga. Útgefið ekki falskan vitnisburð, heldur talið sannleikann hver við annann, og verið sem bræður innbyrðis. En hver eð ei hefir þessa trú, sá sami er fordæmdur, og hans sál blífur fortöpuð að eilífu. Og hver sem þessu bréfi ekki trúir, sá er öldúngis glötunar sonur, og hefir hvorlci luklcu né blessunar að vænta. Og eg segi yður, bræður, að þetta bréf hefi eg sjálfur, Jesús Kristur með minni eigin guðdómshendi skrifað, og útgánga látið, og hver hér móti segir, sá er yfirgefinn, og skal ekki hafa hjálp af mér að eilífu. Og hver, sem þetta bréf hefir og opinberar það ekki, hann er forbannaður af kristilegri kirkju, eður guðs söfnuði, og yfirgefinn af minni almættis hendi. - Þetta bréf skal hver eptir öðrum skrifa, og þó þér hafið drýgt svo margar syndir, sem sandur á sjáfargrunni, og lauf á trjánum, gras á jörðu, stjörnur á himni, og dropar í regni, þá skulu þær yður verða fyrirgefnar að eilífu. En hver sem þessu bréfi ekki trúir, hann skal deya og hans börn eilíflega. Ó hó, snúið aptur til mín, annars hljótið þér að pínast í helvíti. Eg mun spyrja yður á þeim síðasta degi, og munuð þér þá ekki kunna að svara mér einu orði á móti þúsund, og það sökum yðar synda og afbrota. En hver sem þetta bréf í húsi hefir, eður hjá sér, eður á sér ber, hann skulu hvorlci skruggur, reiðarþrumur né óveð- rátta slá; hann skal verða vel forsvaraður fyrir eldi og vatni, og hjálplegur verða. Sömuleiðis hver helzt sem þetta bréf ber á sér, hann skal fá gleðilega velgeingni í þessum heimi, og að síð- ustu eilíft líf. Ó börn, haldið mín boð, sem eg hefi fyrir rninn eingil Michael sent og opinberað. Eg sá sann Jesús með minni eigin hendi skrifað hefi við Míkilborg, ei langt frá Frýborg. Og var sent þetta bréf til Kaupmannahafnar þann fyrsta dag mánaðarins Janúarí, sem vér köll- um nýársdag. Það skrifaðist anno Christi 1648." Fyrir þessa síðustu grein hefir handritið frá Hrafnhólum: „þetta skeði á því ári, þá datum skrifaðist anno 1647." Hvort árið sem er, er það alt það fyrsta, að brefið gæti verið komið hingað út 1648, eins og Espólín segir. - Aths. J.Á. í 2. útgáfu þjóðsagna Jóns Árnasonar frá 1956, IV. b., 85.-86. bls., er önnur gerð himnabréfs en hér hefur verið til umræðu. Er ljóst, að Jón Árnason hefur að minnsta kosti fengið send tvö mismunandi bréf. Sú gerð, sem hér er birt, er komin frá Jóni Sig- urðssyni í Steinum undir Eyjafjöllum og er næstum samhljóða Hb ömmu, en orðalags- munur nokltur. Þessari gerð fylgja nokkur formálsorð eða inngangsorð, sem eru vænt- anlega frá Jóni komin. Þau hljóða svo: „HIMNABRÉFIÐ Þó að bréf þetta lieyri ekki íslandi til, hvorlci heldur örnefnum, álfasögum né trölla, þá set ég það þó hér, þar eð það er þó eitt af hjátrúarflokkinum, því það bendir þó til og sýnir hverja trú almenningur hefir haft á þessleiðis fyrirheitum sem í bréfinu standa; hafa menn trúað því og trúa enn í dag - sumir hverj- ir - að það sé einhver styrkasti verndarengill mannkynsins á götum lífsins; sem dæmi þar upp á set ég fylgjandi sögu: - Sigríður Einarsdóttir hét kvenmaður suður í Garði. Hún lá á barns- sæng og greiddist ekki svo yfirsetukonur voru frá gengnar,- síðan var himnabréfið tekið og lesið yfir henni. Að því framförnu greiddist hún og þakk- aði hún því það. Hún var þá á Lambastöðum og sagði móður minni." Síðan lcemur sjálft liimnabréfið og er, eins og áður segir, bæði efnislega og eins að orða- lagi, mjög lílct Hb. Hér má og minna á bréfið frá Gaulverjabæ 1849 í þessu sambandi. 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.