Ritmennt - 01.01.2005, Page 142

Ritmennt - 01.01.2005, Page 142
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR RITMENNT erkibislcupsstólinn, einkanlega vegna deilna sinna við Hrafn Brandsson og dvaldist hann þeirra vegna í Noregi á árunum 1481-83.37 Hefur hann að sjálfsögðu notað tækifærið til að spjalla við ættmenn sína og líta eftir eignum, sem hann hefur vafalaust átt eða haft nytjarétt af í Noregi. Gottskálk Nikulásson (embættistíð 1496/8- 1520), bróðursonur Olafs, var útnefndur sem biskupsefni Hólabiskupsdæmis slcömmu eftir andlát frænda síns, því hann er titl- aður „postulatus til Hóla" í bréfi frá 11. júlí 1496.38 Hans er fyrst getið á íslandi í sam- bandi við gjörning, sem fram fór á Hólum í maí 1487.39 Gottskálk var sonur hjónanna Nikulásar Rögnvaldssonar (1410-fyrir 1497) og Herborgar Bárðardóttur (f. um 1415) á Þórsnesi í Harðangri. í föðurætt var Herborg komin af gróinni ætt héraðshöfðingja á Hörðalandi og víðar.40 Auk Gottskálks áttu þau synina Guttorm (d. eftir 1539) og Pétur (d. eftir 1521 ).41 Gottskálk hlýtur að hafa verið með menntuðustu mönnum sinnar samtíðar í Noregi, enda nam hann við háskólann í Rostock og var innritaður þar 1482.42 Gottskálk hefur því komið til íslands skömmu eftir að hann lauk námi. Eklci þarf að fjölyrða um það, að námsdvalir erlendis voru ekki á færi nema manna úr mjög auðugum fjölskyldum, hvort heldur var í Noregi eða á íslandi. Gottskálk hefur líklega farið utan til vígslu síðsumars 1496, því 4. mars 1497 var hann viðstaddur skipta- fund á ættaróðalinu Þórsnesi á Harðangri í umboði Herborgar móður sinnar og bræðra sinna Guttorms og Péturs.43 Til biskups- vígslu voru venjulega valdir mestu hátíð- isdagar kirkjuársins. Því eru miklar líkur á, að Gottskálk hafi verið vígður á jólurn 1496 eða á páslcum 1597, enda elcki eftir neinu að bíða með það. í norskum heim- ildum um erfðaskiptafundinn er talað um biskup Gottskálk á Hólum. Gottskálks er aftur getið í íslenskum slcjölum 10. apríl árið 150044 - hefur þá í síðasta lagi komið út með vorskipi þá um vorið. Gottskálk biskup þótti afspyrnu rögg- samur stjórnandi og fjáraflamaður fyrir hönd stólsins, en sást ekki fyrir í ákafa sínurn að framfylgja lcirkjurétti í hjúskapar- málum.45 Af þessu hlaut hann viðurnefnið „hinn grimmi". Eins og aðrir frændur hans á Hólabislcupsstóli hélt hann mjög fram norskum lögum, jafnvel þótt þau hefðu ekki 37 DIVI, nr. 504. 38 DI VII, nr. 342. 39 DI VI, nr. 561. Sjá einnig: Tryggvi J. Oleson, „A Note on Bishop Gottskálk's Children", bls. 50. 40 Berge Velde, Slektene Velde og Espeland og inn- giftede slekter, bls. 330-35. 41 DI VIII, nr. 588. í vitnisburðarbréfi þessu frá árinu 1521, sem lýtur að bréfum Ögmundar biskups Pálssonar, er Pétur Nikulásson (Peder Nielzon) borg- arráðsmaður ásamt Guttormi (Guttorm Nielzon) lögmanni, bróður sínum, og öðrum vitnum. 42 Adolph Hofmeister (ritstj.), Die Matrikel der Uni- versitát Rostock, bls. 230. 43 Berge Velde, Slektene Velde og Espeland og inn- giftede slekter, bls. 333. Fyrir hönd Guðríðar, systur Herborgar, komu fram tengdasynir hennar, Ormur Eiríksson, borgari í Stafangri, og Hans Marteinsson á Aga. Af upptalningunni að dæma hafa þetta verið mikil auðævi. 44 DI VII, nr. 453. 45 Stjórnsemi Gottskálks biskups birtist einkum í afskiptum hans af hjónabandi Jóns Sigmundssonar og Bjargar konu hans vegna fjórmenningameinbuga. Magnaði þessi einstrengingsháttur og óbilgirni gagn- vart þeim hjónum upp andspyrnu veraldlegra höfð- ingja gegn kirkjunni og jók á öryggisleysi á tímum, sem einkenndust af ofbeldi og valdayfirtroðslu. Einar Arnórsson, „Gottskálk biskup Nikulásson og Jón lögmaður Sigmundsson". 138
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.