Ritmennt - 01.01.2005, Qupperneq 142
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
RITMENNT
erkibislcupsstólinn, einkanlega vegna deilna
sinna við Hrafn Brandsson og dvaldist hann
þeirra vegna í Noregi á árunum 1481-83.37
Hefur hann að sjálfsögðu notað tækifærið
til að spjalla við ættmenn sína og líta eftir
eignum, sem hann hefur vafalaust átt eða
haft nytjarétt af í Noregi.
Gottskálk Nikulásson (embættistíð 1496/8-
1520), bróðursonur Olafs, var útnefndur sem
biskupsefni Hólabiskupsdæmis slcömmu
eftir andlát frænda síns, því hann er titl-
aður „postulatus til Hóla" í bréfi frá 11. júlí
1496.38 Hans er fyrst getið á íslandi í sam-
bandi við gjörning, sem fram fór á Hólum í
maí 1487.39 Gottskálk var sonur hjónanna
Nikulásar Rögnvaldssonar (1410-fyrir 1497)
og Herborgar Bárðardóttur (f. um 1415) á
Þórsnesi í Harðangri. í föðurætt var Herborg
komin af gróinni ætt héraðshöfðingja
á Hörðalandi og víðar.40 Auk Gottskálks
áttu þau synina Guttorm (d. eftir 1539)
og Pétur (d. eftir 1521 ).41 Gottskálk hlýtur
að hafa verið með menntuðustu mönnum
sinnar samtíðar í Noregi, enda nam hann
við háskólann í Rostock og var innritaður
þar 1482.42 Gottskálk hefur því komið til
íslands skömmu eftir að hann lauk námi.
Eklci þarf að fjölyrða um það, að námsdvalir
erlendis voru ekki á færi nema manna úr
mjög auðugum fjölskyldum, hvort heldur
var í Noregi eða á íslandi. Gottskálk hefur
líklega farið utan til vígslu síðsumars 1496,
því 4. mars 1497 var hann viðstaddur skipta-
fund á ættaróðalinu Þórsnesi á Harðangri í
umboði Herborgar móður sinnar og bræðra
sinna Guttorms og Péturs.43 Til biskups-
vígslu voru venjulega valdir mestu hátíð-
isdagar kirkjuársins. Því eru miklar líkur
á, að Gottskálk hafi verið vígður á jólurn
1496 eða á páslcum 1597, enda elcki eftir
neinu að bíða með það. í norskum heim-
ildum um erfðaskiptafundinn er talað um
biskup Gottskálk á Hólum. Gottskálks er
aftur getið í íslenskum slcjölum 10. apríl
árið 150044 - hefur þá í síðasta lagi komið út
með vorskipi þá um vorið.
Gottskálk biskup þótti afspyrnu rögg-
samur stjórnandi og fjáraflamaður fyrir
hönd stólsins, en sást ekki fyrir í ákafa
sínurn að framfylgja lcirkjurétti í hjúskapar-
málum.45 Af þessu hlaut hann viðurnefnið
„hinn grimmi". Eins og aðrir frændur hans
á Hólabislcupsstóli hélt hann mjög fram
norskum lögum, jafnvel þótt þau hefðu ekki
37 DIVI, nr. 504.
38 DI VII, nr. 342.
39 DI VI, nr. 561. Sjá einnig: Tryggvi J. Oleson, „A
Note on Bishop Gottskálk's Children", bls. 50.
40 Berge Velde, Slektene Velde og Espeland og inn-
giftede slekter, bls. 330-35.
41 DI VIII, nr. 588. í vitnisburðarbréfi þessu frá árinu
1521, sem lýtur að bréfum Ögmundar biskups
Pálssonar, er Pétur Nikulásson (Peder Nielzon) borg-
arráðsmaður ásamt Guttormi (Guttorm Nielzon)
lögmanni, bróður sínum, og öðrum vitnum.
42 Adolph Hofmeister (ritstj.), Die Matrikel der Uni-
versitát Rostock, bls. 230.
43 Berge Velde, Slektene Velde og Espeland og inn-
giftede slekter, bls. 333. Fyrir hönd Guðríðar, systur
Herborgar, komu fram tengdasynir hennar, Ormur
Eiríksson, borgari í Stafangri, og Hans Marteinsson
á Aga. Af upptalningunni að dæma hafa þetta verið
mikil auðævi.
44 DI VII, nr. 453.
45 Stjórnsemi Gottskálks biskups birtist einkum í
afskiptum hans af hjónabandi Jóns Sigmundssonar
og Bjargar konu hans vegna fjórmenningameinbuga.
Magnaði þessi einstrengingsháttur og óbilgirni gagn-
vart þeim hjónum upp andspyrnu veraldlegra höfð-
ingja gegn kirkjunni og jók á öryggisleysi á tímum,
sem einkenndust af ofbeldi og valdayfirtroðslu.
Einar Arnórsson, „Gottskálk biskup Nikulásson og
Jón lögmaður Sigmundsson".
138