Ritmennt - 01.01.2005, Side 149
RITMENNT
Ögmundur biskup og þjónustu-
menn hans
Ögmundur Pálsson (biskupstíð 1521-39)
sigldi til Noregs 1533 ásamt föruneyti sínu
til þess að sitja fundi norska ríkisráðsins, en
þá var Friðrik konungur I látinn.79 í þessari
för brá hann sér einnig til Þýskalands.80
Ganga má út frá því sem gefnu, að Ögmundur
biskup hafi umgengist Guttorm lögmann og
fjölskyldu hans meðan á dvölinni í Björgvin
stóð. Hjá Guttormi hefur hann væntanlega
hitt Odd og ráðið hann í þjónustu sína.81 Af
einu af bréfum Ögmundar á þessu ferðalagi
sést að hann hefur ráðið til sín skrifara
í Noregi, sem skrifaði á dönskuskotinni
norrænu.82 Vel má vera, að hér sé Oddur
kominn til skjalanna.
Urn vorið 1534 sigldi Ögmundur biskup
með vorskipi til íslands. Rík ástæða er
til að ætla að Oddur hafi verið honum
samskipa. Ögmundur var orðinn ellihrumur
og sjóndapur og varð mjög að styðjast við
aðstoð sér yngri manna. Um þessar mundir
var í Skálholti hópur ungra manna, m.a.
Gizur Einarsson (d. 1548), Oddur Eyjólfsson
bryti og Gísli Jónsson (1513/15-1587) síðar
súperintendent í Slcálholti. Til þessa hóps
taldist einnig Eggert Hannesson (1515/18-
1583), sem alist hafði upp í Hamborg.83
Oddur bryti hafði til uniráða hús,84 þar
sem ungu mennirnir gátu hist og rætt sín
á milli þau mál, sem efst voru á baugi
bæði í stjórnmálum og í fræðunum. Þarna
hefur myndast lærdómsumhverfi, þar sem
grundvöllur var til að fást við fræðistörf.
Annálar herma, að Ögmundi biskupi hafi
ekki hugnast vel iðja hinna ungu manna
og að Oddur hafi unnið við þýðingarstörf
ODDUR NORSKI OG NÝJA TESTAMENTIIÐ 1540
úti í fjósi,85 en það kann nú að hafa verið
hlýjunnar vegna. Nýja testamentið er
allmikill texti og Oddur hlýtur að hafa
verið byrjaður á þýðingunni elcki síðar
en 1535. Meira að segja má vel vera, að
hann hafi verið byrjaður á þessu verki úti
í Noregi. Þeim Oddi og Gizuri varð vel
til vina, enda hafði Gizur menntast úti í
Hamborg á norður-evrópska vísu og var
vel að sér í þýslcu. Gizur var einnig mikill
áhugamaður um þýðingar og þýddi sjálfur
Síraksbók, Orðskviði Salómons, þriðja bindi
af Corvíns-Postillu, sem kom reyndar ekki
út, og kirkjuordinantsíuna frá 1537 ásamt
Forspjallsbréfi.86 Fyrsta íslenska skjalið, sem
Oddur er aðili að, er dómur frá árinu 1536,87
en þá var hann orðinn þjónustumaður
Ögmundar biskups Pálssonar í Slcálholti.
Gizur saknaði Odds vinar síns mjög, þegar
hann var farinn frá Skálholti 1538. Um
það ber bréf hans til Odds frá því ári ljósan
vott.88
ups til Höskuldar biskups í Stafangri frá 1534, ritað
á Hattabergi.
79 DIIX, nr. 564.
80 DIIX, nr. 570.
81 Sigurbjörn Einarsson, „Oddur Gottskálksson", bls.
XIII.
82 DIIX, nr. 570.
83 Vilborg Auður ísleifsdóttir, Siðbreytingin á íslandi
1537-1565, bls. 152.
84 Jón Egilsson, „Biskupa annálar", bls. 77.
85 Sama heimild, sarna stað.
86 Chr. Westergárd-Nielsen, To bibelske visdomsba-
ger og deres islandske overlevering, bls. 1-6. DI
X, nr. 95, bls. 117-67. Vilborg Auður ísleifsdóttir,
Siðbreytingin á íslandi 1537-1565, bls. 147, 297.
Um þýðingar Odds, sjá bls. 150-51.
87 D1IX, nr. 630.
88 DIX, nr. 108. Bréfið er dagsett 2. febrúar 1538. Þetta
var um hávetur og engum skipaferðum til Noregs
til að dreifa fyrr en í apríl. Jón Helgason ályktar því,
145