Vera


Vera - 01.10.2002, Qupperneq 5

Vera - 01.10.2002, Qupperneq 5
mynd: Þórdís Askrifandinn VERA á mikið undir áskrifendum sínum komið, það er hópurinn sem heldur lífi í blaðinu og jafnt og þétt bætast nýir og yngri áskrifendur í hóp hinna eldri. í þessum nýja þætti verður áskrifandi valin(n) af handahófi og kynnt fyrir lesendum, um leið og hún verður innt álits á blaðinu. Nafh: Ragnheiður Þóra Kolbeins Aldur: 36 ára Starf: Leikskólakennari Áhugamál: Ferðalög um hálendi íslands og jökla Hve lengi áskrifandi: Síðan 1994 Hvernig finnst þér Vera? Fínt blað sem hefur tekið jákvæðum breytingum. Fjallgöngukona og vinnur með börn ..Ég er aðstoðarleikskólastjóri í Sólborg sem er leikskóli á veg- um Reykjavíkurborgar og starfar samkvæmt heildtækri skóla- stefnu. Stefnan gengur út á að mæta þörfum fatlaðra og ófatl- aðra barna í sameiginlegu umhverfi. Við erum staðsett í Hlíða- hverfinu Fossvogsmegin. Okkur hefur gengið vel að fá fag- menntað fólk og við vinnum saman í teymi, leikskólakennarar, þroskaþjálfar, ásamt fólki með aðra háskólamenntun og starfs- fólk Eflingar. Mér finnst starfið mjög skemmtilegt og í raun er það líka áhugamál mitt," segir Ragnheiður um starf sitt. „Mitt helsta áhugamál er ferðalög um hálendi íslands árið um kring. Vetrarferðirnar eru ekki síður spennandi og ég ferð- ast mest með félögum mínum, gangandi eða á eigin jeppum. Við förum út úr bænum flestar helgar og í sumar gekk ég á Hvannadalshnjúk. Það fannst mér stórkostlegt afrek." segir Ragnheiður um hitt áhugamálið sitt og bætir við að hún stundi líka badminton með hressum kvennahópi og leggi áherslu á að eyða tíma með vinum og fjölskyldu. Öðruvísi blað „Ég kynntist Veru hjá vinkonu minni sem ég leigði með og þegar við hættum að leigja saman ákvað ég að gerast áskrifandi svo óg gæti haldið áfram að lesa blaðið. Mér finnst margar áhugaverðar greinar í blaðinu og líkar vel hvernig tekið er á ýmsum málefnum, þótt ég sé ekkert alltaf sammála. Vera sker sig úr öðrum blöðum sem alltaf eru að fjalla um einstaklinga og einkalíf þeirra. Ég tek blaðið alltaf með mér í vinnuna þegar ég er búin að lesa það og sumar samstarfskonur mínar hafa á orði að ég komi alltaf með „öðruvísi" blöð. Mörgum finnst að blaðið sjáist ekki nógu víða, sé svolítið falið. Vera er eina blaðið sem fjallar um kvennabaráttu og því vil ég styðja það. Ég hef verið áskrifandi að öðrurn blöðum og þegar ég tók síðast til í heimilisbókhaldinu sagði ég öðru blaði upp en hélt Veru einni eftir. Það sýn- ir að óg er ánægð og vil fylgjast með áfram. Mér finnst já- kvætt hvernig blaðinu hefur tekist að víkka sig út, sýna breidd í stað þess að fjalla bara um lokuð kvennabar- áttumál. Mér finnst gaman að lesa um það sem Bríeturn- ar eru að pæla og tek eftir því að rnargir fylgjast vel með dálknum plús og mínus. Það er haft á orði að betra sé að passa sig svo maður fái ekki mínus í Veru!"
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.