Vera


Vera - 01.10.2002, Side 6

Vera - 01.10.2002, Side 6
vera Úr dagbók kúabónda Jóhanna Helga Halldórsdóttir Sælir lesendur góðir. Mér finnst við hæfi að kynna mig aðeins í þessum fyrsta pistli mínum. Ég er kúabóndi á Norðuriandi vestra, bý á Brandsstöðum með eitthvað á annað hundrað nautgripi, fáeina hesta og einn kött. Ég á líka mann og með honum fimm börn á aldrinum tveggja til fjórtán ára (já, skarplega athugað, ein ferming búin..), og ég mun framvegis deila með ykkur ýmsu sem mér finnst umhugsunarvert. Kannski segja svolítið frá daglega lífinu líka. Frábært að búa í sveit Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort viðhorf okkar í sveitinni til jafnréttis og jafnréttismála kvenna og karla sé annað en þeirra sem búa í þéttbýlinu. Þetta er þó nokkuð annar lífsstíll sem við veljum okkur, við búum saman og vinnum saman alla daga, allt árið og yfirleitt eru börnin okkar ekki á leikskólum heldur með okkur í flestu sem við tökum okkur fyrir hendur. Við erum svo vön að ganga í flest verk jöfnum höndum og hugsa um krakkana meðfram því, að svona dagsdaglega er sjaldnast jafnréttisbarátta á heimilinu eða vinnustaðnum. 6 Ég viðurkenni nefnilega fúslega að ég hef engan áhuga eða innsýn í að skipta um smurolíu á dráttar- vélum, sjóða saman biluð tól og tæki, smíða milli- gjarðir og flórristar eða þekkja hverja þúfu í túninu þegar verið er að slá til þess að sláttuvélin fari ekki í klessu. Mér hefur aldrei fundist einhver hlutverka- skipan vera vandamál, við vinnum flest verk saman, önnur sitt í hvoru lagi eftir því hvort okkar er lagn- ara við viðkomandi verk. Eiginmaðurinn játar líka að hafa ekki villtan áhuga fyrir matargerð og bakstri, hins vegar hefur hann bæði áhuga fyrir námi barn- anna og félagslífi og sér alveg um heimanám í tón- listarlífi þeirra þar sem ég kann ekki að spila á neitt nema hljómflutningstæki og greiðu. Flestar ákvarð- anir eru teknar í sameiningu og hallar þar hvorugt á hitt. Ég veit að mörg hjón sem ég þekki og búa líkt og við eru nákvæmlega sömu skoðunar, en takið eftir að þessi skoðun heyrist hvergi og sumar konur játa það að þær þori bara ekki að láta þetta heyrast - að þær séu ánægðar með að búa uppi í sveit, sinna búi og börnum og hugðarefnum sínum þar íyrir utan. Karlveldið er utan búanna Hvers vegna skyldi það vera? Lítið bara á umræðu liðinna ára um konur í sveitum! I fyrsta lagi er mjög talað um að engar konur séu eftir í sveitum (ath. að umræða mótar viðhorf og skoðanir, jafnvel brott- flutning) og að konur í sveitum séu mjög fólagslega einangraðar og jafnvel þunglyndissjúklingar upp til hópa (??!!??) og að í félagskerfi bænda séu nánast eingöngu karlmenn við stjórnvölinn. Fyrst þegar þessi umræða kom upp hér á landi var sett í gang á vegum bændasamtakanna minnir mig eitthvert nám- skeið eða verkefni í fyrirlestraformi fyrir KONUR I SVEITUM sem hét svo gáfulegu nafni sem: KONUR, HVAR ERUÐ ÞIÐ? Heldur fólk að þetta virki já- kvætt? Mig minnir að hér í Húnavatnssýslunni hafi ein kona skráð sig á þetta námskeið. Við sveitakonurnar erum mjög duglegar að gæta jafnréttis í okkar fyrirtækjum og við höldum úti öll- um þeim fólagslegu samkomum sem við höfum áhuga fyrir og höfum tíma til, svona innbyrðis og allavega, en það er aftur á móti þegar við komum út fyrir heimilin að við verðum varar við kynjamismun og karlaveldið. Eg man sórstaklega eftir einu góðu, hallærislegu dæmi frá mínum fyrstu búskaparárum. Ég hef verið um 25 ára og ráðunauturinn hjá búnaðarsambandinu hérna var í marga daga búinn að reyna að ná í mann- inn minn sem var alltaf úti þegar hann hringdi. Loks náðist í hann og ráðunauturinn var þá að spyrja um ákveðið atriði í kúaskýrslunni sem við gleymdum að skrá! Þá hafði óg skráð kúaskýrslurnar okkar í a.m.k. 4 ár og það vissi ráðunauturinn vel! Erfitt að kenna gömlum hundum... Mér finnst svona lagað alveg drepfyndið en það finnst sko ekki öllum. Ég man að ein vinkona mín mætti á námskeið í plægingum, var eina konan þar og ráðunauturinn hélt því fram að hún væri að vill- ast. Þetta eru reyndar meira eldri karlmennirnir sem eru enn fastir í kynjahlutverkum, sem er kannski

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.