Vera


Vera - 01.10.2002, Page 8

Vera - 01.10.2002, Page 8
vera -vT1 r* -*s. hhh j bi-t - > Ji Kvikmyndagerðin heillar Ásthildur Kjartansdóttir í Litlu gulu hænunni Heimildamyndin Noi og Pam og mennirnir þeirra var sýnd í Háskóla- bíói nýlega og verður sýnd í ríkissjónvarpinu eftir áramótin. Myndin gefur einstaka innsýn í líf tveggja tailenskra kvenna sem búa norður í Þingeyjarsýslu með mönnum þaðan úr sveitinni. Ásthildur nær mjög góðu sambandi við Noi og Pam og mennina þeirra og það ræður úr- slitum um hve áhrifamikil myndin er. Ásthildur fór líka með þeim að heimsækja fjölskyldur kvennanna í Tailandi. Sú heimsókn var ómetan- legur þáttur í því að vekja skilning áhorfenda á ástæðu þess að svo margt fólk frá Asíu hefur flust til Vesturlanda í von um betra líf. Vera náði tali af Asthildi þegar hún var stödd hér vegna frumsýningar myndarinnar en hún býr um stundarsakir í Danmörku. „Eg lofaði manninum mínum að búa með honum a.m.k. eitt ár í Danmörku. Hann er danskur, heitir Jakob Andersen og hefur búið í tuttugu ár með mér á íslandi og unnið sem sálfræðingur," segir Ásthildur og tekur fram að hana langi að búa og starfa að kvikmyndagerð á íslandi en hér stofnaði hún fyrirtæki sitt Litlu gulu hænuna fýrir tíu árum. Ásthildur er 52 ára og segir að þegar hún lauk stúdentsprófi árið 1971 hafi sig langað mikið að verða kvikmyndagerðarkona en ekki þorað að segja nokkurri manneskju frá því. „Ungar kon- ur voru ekki hvattar til að verða neitt sérstakt á þeim árum. Fólk hefði haldið að ég væri orðin eitthvað verri ef ég hefði sagt frá þessum draumi mínum. „Hvað heldur þú eiginlega að þú sért?" hefði ég eflaust verið spurð," segir Ásthildur og hlær. Hún fór því pent í Kennaraháskólann, gerð- ist flugfreyja, giftist og eignaðist tvö börn. Síðan lærði hún sérkennslufræði í Árósum 1983, þar kynntist hún Jakobi og á með honum eitt barn. 8 „Þegar ég kom heim og fór að kenna sérkennslu fann ég að það var ekki þetta sem ég vildi og

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.