Vera - 01.10.2002, Page 12
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
þegar þú varst kosinn kynþokkafyllsti
karlmaðurinn á íslandi af vinsælli út-
varpsstöð fyrr á árinu?
Jón Jósep: (Með góðustrákabrosi) Ég var
boðaður í stutt viðtal og svo fór ég bara
heim til konunnar minnar.
Þhs: (ísmeygilega) En hafði titillinn engin
áhrif á þig?
Jón Jósep: (Eðlilega) Hann breytti ekki
miklu um mitt líf og segir mér ekki annað
en að það sé eitthvað skemmtilegt að
gerast upp á sviði þar sem við í svörtum
fötum komum fram. Ég sjálfur er sami
lúðinn og ég var fyrir tíu árum þegar ég
hafði sítt hár og hrossabros...
Þetta gæti verið inngangur að leikritinu Gamall femínisti
hittir ungt kyntákn, eða Hægri maður mætir vinstri manni,
eða öfugt. Annars skiptir það ekki máli, þar sem við erum
ekki að skrifa leikrit heldur viðtal. Jón Jósep Snæbjörnsson
er ungur og kraftmikill söngvari hljómsveitarinnar í svörtum
fötum, þekktur fyrir mikla og svakalega rokkaraframkomu
sem m.a. felst í því að hann fer oftast úr að ofan á tónleik-
um. En þó að drengurinn sé ekki aldinn að árum er hann líka
ráðsettur heimilisfaðir í Hafnarfirðinum. Og það sem meira
er, hann hefur skoðanir á jafnréttismáium.
Þhs: (Kvikindislega) Óttastu ekkert að
enginn taki mark á þér héðan í frá?
Jón Jósep: (Með ýktum Marilyn Monroe
tilburðum) „Fólk lítur bara á mig sem
kynlífsleikfang. En ég er í þessu vegna
tónlistarinnar, það er alveg satt!"
Þhs: (Þreytulega) Já, já, einmitt. Er það
ekki núna sem þú ferð úr að ofan?
íf
„Annars eru þessir stælar í mór, að fara úr að ofan, bara viðbrögð við því fólki sem eg
er að spila fyrir," segir Jón Jósep ögn alvarlegri þegar við höfum sest niður í Kaupfe'
laginu með kaffi. „í svörtum fötum er stuðhljómsveit sem sleppir fram af sór beíslinu
og hvetur áhorfendur til þess að gera það líka. Ég fer tildæmis aldrei úr að ofan nenW
einliver áhorfandi sé þegar farinn úr að ofan eða einhver só alveg við Jtað að fara nr
að ofan. Ég bendi fólki bara kurteislega á þann möguleika að sleppa sór svolítið, eg
held að ekki sé vanþörf á, í því stífa þjóðfólagi sem við lifum í."
Jón Jósep er kvæntur faðir 20 mánaða drengs. Hvað sögðu ekki Stuömenn: „Eg
gæti boöið þór betri kjör, bíl og íbúð, brúðarslör..." þetta er allt komið hjá mór og eg
hef lúmskt gaman að brauðstritinu. „Pakkinn" eins og sumir kalla þetta, er bara hel-
víti góður".
Kona Jóns er í námi og hann segist líta á sig sem fyrirvinnuna eins og saku
standa. „Ég er líka á góðum aldri til þess að stunda þá draumóravinnu sem tónlistm
er. Þegar ég eldist sný óg mór að öðru. Ég er í viðskiptafræði í Háskólanum og mór líst
vel á að halda áfram í þeim dúr þegar um hægist. Ég ætla að minnsta kosti ekki aö
verða eilidauður í poppinu."