Vera


Vera - 01.10.2002, Page 13

Vera - 01.10.2002, Page 13
Er fullkomið jafnrétti með ykkur hjónunum? „Við reynum okkar besta," segir Jón Jósep og bætir stoltur við: „Ég kann tildæmis muninn á 40 gráðu þvot- ti og 60 gráðu þvotti og eftir að ég fékk geðhjálpina (les.uppþvottavólina) gengur þetta nokkuð vel hjá okk- ur. En eitt verð ég að viðurkenna: Ég er skelfilegur kokk- ur og elda nánast aldrei. En það þýðir þó ekki að óg hafi ekki reynt!" Ég hélt að tónlistargáfa og matreiðslugáfa héldust iðu- lega í hendur? „Nei aldeilis ekki í mínu tilfelli, en ég vaska miklu oftar upp en konan mín. Og ég er ekki karlremba, ég er nokkuö langt frá því. (Teiknar skýringamyndj: Ef þetta er últrakarlremba og þetta er sá mýksti af öllum mjúk- um, þá er ég einhvers staðar hér inn á milli." Þú segir últrakarlremba? Hvernig er hún? „Að mínu mati er karlremba maður sem krefst þess að fá mat á borðið klukkan sjö, stendur upp, dæsir og ýtir ekki stólnum sínum að borð- inu, hvað þá að hann hjálpi til við að ganga frá. Karlremban er einræn og erfið, hefur hvorki tilfinningu fyrir þörfum karla né kvenna. Nokkrar karlrembur saman skipa það sem ég við kalla búnings klefamafíu og er heldur óskemmti- legt fyrirbæri. Ég hef aldrei verið partur af slíkum hópum, ég hef alltaf verið stelpustrákur og heldur lélegur í öllum íþróttum nema jaðaríþróttum eins og badminton og tennis! En svona karlaklíkur sem ein- skorðast auðvitað ekki við búningsklefana, þrífast sér- lega vel á litla Islandi." í framhaldi af þessu ræðum við Jón Jósep um nokkr- ar karlaklíkur sem virðast ekki á neinni leið með að hleypa konum inn í sín helgu vé, hvort sem þar er um að ræða sjónvarpsþætti, félagastarfsemi eða skemmt- analíf. Þarf ekki umfangsmikla hugarfarsbreytingu inní þessar raðir? eignist barn og þurfi að fara í fæðingarorlof. Eins og karlar beri enga ábyrgð á sínum börnum! Sem betur fer hefur þetta ekki stöðvað konur í því að hasla sér völl í viðskiptalífinu og í stjórnmálum, svo dæmi séu tekin, enda ræður einstaklingurinn, hvort sem hann er karl- kyns eða kvenkyns, því að miklum hluta hvernig rætist úr fyrir honum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er t.a.m. einn af mínum uppáhaldsstjórnmálamönnum. Hún er mjög greind og málefnaleg, með munninn fyrir neðan nefið. Mín skoðun er sú að kvenpólitíkusar sóu oft betri en karlarnir. Ásdís Halla Bragadóttir er annað dæmi um Jrað. Frambærilegri bæjarstjóra er vart að finna á landinu, hún er gríðarlega víðsýn og klár kona." Hver finnst þér vera munurinn á körlum og konum í pólitík? „Konur eru á hærra siðgæðisstigi og halda sig þar þó að það só erfitt innan stjórnmálanna. Þær hafa hæfileika til þess að huga að mörgum hlutum í einu. Auðvitað er ég ekki að segja að þetta sé algilt en þetta er sú tilfinn- mínu mati er karlremba maður sem krefst þess að fá mat á borðið klukkan sjö, stendur upp, dæsir og ýtir ki stólnum sínum að borðinu, hvað þá að hann hjálpi til við að ganga frá. Karlremban er einræn og erfið, efur hvorki tilfinningu fyrir þörfum karla né kvenna. ing sem ég hef. Mór finnst karlar vera góðir í því að taka að sór eitt stórt verkefni og klára það en konur eru víð- sýnni, geta gert fleiri hluti í einu, sjá hluti gerast og taka mið af þeim. Það er þetta lrellisbúadæmi: Karlinn hleypur af stað með spjótið og drepur nautið en konan gengur liægt á eftir, skoðar, safnar, atlrugar, áttar sig á aðstæðum. Ég hef á tilfinningunni að ef fleiri þjóðar- leiðtogar væru konur þá væri ekki eins mikið um stríð í heiminum. Konur sjá heildarmyndina skýrar en karlar." „Ég er ekki viss um að það só nóg," segir Jón Jósep og virðist ekki hafa mikið álit á þessum kynbræðrum sínum. „Það verður aö bíða þar til þetta lið drepst...fyr- irgefðu...deyr út. Ég held að það só öll nótt úti með að það vitkist. En sem betur fer er þetta ekki stór hópur." Konur á æðra siðgæðisstigi Finnst þér þá jafnréttinu alnwnnt vera náð á Islandi? „Nei, mér finnst engu líkara en þegar menn seilast. til þess að ná hinu fullkonma jafnrótti þá haldi náttúran okkur niðri. Auðvitað á það ekki að speglast í launa- tuun milli kynja, heldur verður einhvers staðar að með- taka það að kynin gera hlutina misvel, fyrir utan að sumu getur annað kynið ekki tekið þátt í. Þegar konan 'ufn gekk með strákinn okkar þjáðist hún af skelfilegri niorgunógleði. Ég hefði glaður viljað deila því með henni en það var ekki hægt. En það er margt sem er enn fáránlegt. Það er tildæmis ömurlegt að konur sóu brenni- nierktar sem verri starfskraftar þegar þær koma út í at- vinnulífið vegna þess eins að það eru líkur á því að þær Einstaklingurinn kemst þangað sem hann vill fara... Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina í jafnréttismálum? „Ég só fyrir tnér aö þetta eigi eftir að breytast til batnaðar en það þarf að leggja ýmislegt á sig til þess. Nú fá ungar konur skilaboð um að það só ákaflega erfitt fyr- ir þær að komast áfram í lífinu og það sé auðveldara að vera karl. Þetta eru ekki rétt skilaboð og þessu þarf að breyta. Nú er boltinn hjá konunum sjálfum og þatr verða að vera kræfari í'að biðja um hærri laun og neita að láta vaða ofan í sig. Ég trúi á styrk einstaklingsins tii þess að sigrast á öllum kringumstæðum. Það hafði t.a.m. mikil áhrif á mig að lesa grein sem skrifuð var í Morgunbiaðið fyrir nokkru en þar sagði ung einstæð móðir með þrjú börn frá því að hún spjaraði sig ágæt- lega með því að hafa allar klær úti til þess að útvega sér vinnu. Hún neitaði að þiggja nokkra fátækraaðstoð en prjónaði heldur sokka og seldi í Kolaportinu um helgar. Hún vann eins og hún gat og hún sparaöi eins og hún gat og þannig komst inin áfram. Einstaklingurinn kemst þangað sem hann vill fara," segir Jón Jósep að lokum.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.