Vera


Vera - 01.10.2002, Side 15

Vera - 01.10.2002, Side 15
þær fram. Það væri kannski í lagi ef ekki fylgdi með niðursölluninni að þetta væri „týpfskt fyrir karla". Eða með öðrum orðum þá er þetta ekki í lagi þegar sá póll er tekinn í hæðina að allir karlar séu í reynd óalandi og óferjandi og þarna hafi nú einn þeirra rækilega komið upp um sig. Ef til vill er þetta að einhverju leyti spurning um kynslóðir. Að minnsta kosti hefur mér sýnst við kennslu í HÍ að auðveldara sé nemendum þar af báðum kynjum að skiptast á skoðunum um karla og konur og stöðu kynjanna en ég upplifi oft á tíðum meðal fólks á niínum aldri. Það er líka ekkert erfitt að skilja það að upplifun þeirra kvenna sem ruddu brautina sé öðruvísi en dætra þeirra (og sona) sem nú njóta ávaxtanna. Ef hafður er í huga sá fádæma ruddaskapur, hatur og fyrir- ,'/l > > ) ) litning sem mætti t.d. þeim sem tilheyrðu Rauðsokkahreyfingunni á sínum tíma þá þarf varla að undra þó nokkur biturð sitji eftir. Það er á hinn bóginn ekkert sem má verða til þess að koma í veg fyrir að byggðar séu brýr og samstaða myndist meðal þeirra sem í alvöru vilja leggjast á árarnar til að koma bátnum nær höfninni. Hlutverkin breytast hægt og hægt Á ráðstefnu sem ég sat í Kaupmannahöfn í fyrra voru undir lokin hrútleiðinlegar pallborðsumræður. Einn þátttakenda var sænskur þingmaður Kristilega lýðræðisflokksins. Hún byrjaði sína kynningu á að upplýsa að hún hefði flogið til Kaupmannahafnar og setið við hliðina á karli. Allir vissu náttúrlega að karlar legðu alltaf undir sig armpúðana milli sætanna en hún léti ekki bjóða sér það svo nú ryddi hún olnbogum karla alltaf til hliðar og legði sjálf undir sig armpúð- ana. Og með látbragði sýndi þessi þingmaður hversu breiða hún gæti 15

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.