Vera


Vera - 01.10.2002, Page 22

Vera - 01.10.2002, Page 22
En ég held að þetta breytist mjög hægt. Að þurfa að mæla allt út og athuga hvort það passi einhverju kerfi er að breytast. Til dæmis finnst mér leiðinlegt að þurrka af en í staðinn er ég til í að þrífa klósettið. Ég held að það geti verið ágætis jafnrétti þótt fólk sé ekki allt að gera það sama, finni bara út hvað það vill. Ég hef dæmisögu af vini mínum sem var giftur en skildi og byrjaði með yngri konu. Hann getur ekki hætt að tala um munninn á þeim hvað þetta varðar. Það sé ekkert vesen í jafnréttismálun- um, þau finni bara út hvað á við hvort þeirra. Ég held að maður verði ekki réttláttur af því manni er sagt að vera það. Ef stöðugt er verið að segja manni fyrir þá kemur í mann kergja, svona mótspyrna. Það er allt í lagi að ýta við manni en stundum snýst þetta upp í and- stæðu sína. Ég vona að það sé mun skemmtilegra hjá ungu fólki í dag, að þau séu laus við þessi deilumál og þrætuefni. Ég er þreyttur á konum sem eru aldrei tilbúnar að slaka á. Ég meina, hvenær linnir þessum afmælisboð- um kvenna? Hvenær verður okkur boðið að taka þátt? Hvenær koma þeir tímar að kynin geta eytt tímanum saman? Arnar: Já, ég finn það til dæmis með vini mína, þeir eru mun opnari fyrir því að ræða ýmis per- sónuleg málefni þó stundum þurfi tvo eða þrjá bjóra til. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað nýtt, hvort eitthvað hafi breyst síðustu tuttugu árin. Það er aldrei talað svona í vinnunni minni. Það er líka miklu auðveldara að ná til þeirra sem eru á svipuðum aldri og maður sjálf- ur, hafa alist upp í sama umhverfi og svoleiðis. Ég held að þeir séu ekki opinskáir vegna þess að þeir vilji það ekki, þeir eru bara ekki vanir því. Ég er að vinna í byggingavinnu, í hrein- ræktuðu karlasamfélagi þar sem engin kona vinnur. Ég finn að þar sem karlmenn eru sam- ankomnir og kona kemur inn þá er mikið minna talað saman og ekki mjög opinskátt. En þegar ég fer uppá skrifstofu þar sem eru bara konur að vinna þá eru alltaf miklar umræður og þær eru ekkert að passa sig á því hvað þær segja. Mér finnst stundum eins og karlmönnum finnist þeir þurfa að viðhalda þessu karlhlut- verki. Þeir vilja ekki tala um það hvernig þeim líður né neitt þannig. Ég spurði þá einmitt um daginn hvort þeir tali aldrei um svona persónu- lega hluti. Þeir svöruðu alveg neiii og neii hel- víti. Þeir vilja allir vera á svipuðu plani, vera svalir á því. Flestir þeirra eru milli fertugs og fimmtugs og það er eins og þarna séu óskrifaðar reglur um að maður tali ekki um málefni sem eru viðkvæm eða tilfinningaleg. Vertu maður. Dagbjört: Hvað finnst ykkur um samskipti kynjanna og þá sérstaklega málefni er varða kynlíf? Er jafnrétti á því sviði? Björn: Ég tel að það sé nauðsynlegt að hafa spennu á milli kynjanna, að fólk fái að vera kynverur en ekki hlutir. Mér finnst voðalega gaman að vera með konum og finnst alveg furðulegt ef þeim finnst ekkert skemmtilegt þegar ég er með. Ég varð pabbi 21 árs og fór að búa, nú er ég 47 ára og fráskilinn. Að sjálfsögðu er maður alltaf að leita að hinum fuilkomna fó- laga, konu sem er hin fullkomna kynvera fyrir manni. Kynlíf er mjög mikilvægur þáttur. Þegar óg var yngri var óg svo vitlaus að halda að gott kynlíf væri punkturinn yfir i-ið. f dag veit ég að það er allt i-ið og miklu meira til. Ég held að flestum karlmönnum finnist að það eina sem er betra en að fá það sjálfir sé að fá það saman. Það er hvati fyrir þá að ná ]jví. Björn: Ég er þreyttur á konum sem eru aldrei tilbúnar að slaka á. Ég meina, hvenær linnir þessum afmælisboðum kvenna? Hvenær verð- ur okkur boðið að taka þátt? Hvenær koma þeir tímar að kynin geta eytt tímanum saman?

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.