Vera


Vera - 01.10.2002, Qupperneq 32

Vera - 01.10.2002, Qupperneq 32
Kraftaverk í kaffibaun .:= Kaffi er eitt af því sem markar tíma, fyllir í hann og fleytir áfram. Tíma | alls konar fólks í ólíkum löndum. Það gefur orku þegar hægt gengur £ og tilefni til að slaka á eða njóta augnabliks með sjálfri sér og þeim sem fyrir ber. Fyrirmyndarhúsmóðir fyrri daga hafði ætíð heitt á könn- | unni, nútímakona getur kippt með sér mjólkurblandi af kaffihúsi, ilm- o andi í frauðglasi. Auðvitað kann fólk enn að setjast niður saman, yfir jCl kaffi, heima eða á kaffistað og þá vantar ekki í Reykjavík. Vera fékk sér „undirskálarlaust í eldhúsinu" og athugaði málið. nyndir: Þórdis Kaffi með mikilli mjólk, kúmenkringlu dýft í, þannig hófst dagurinn stundum þegar ég var lítil og lífið einfalt. Öldruð frænka mín fór í morgunslopp og fyrsta verkið var að hella uppá könnuna. Henni var ekkert um rafmagnskaffi gefið og vildi ekki sjá það að súpa úr krús eða hvaða bolla sem var. Stundum spáði hún í gamni í bolla, þar var hávaxinn maður, ferðalag, óvæntir atburðir. Enn á ég kaffibollann sem hún notaði síðustu árin, hvítan með bláu munstri, en undirskálin er löngu brotin. Þegar leið á morgun fór frænkan í peysuföt og var þá bráðum tilbúin að taka á móti gestum sem oft komu síðdegis. í þeim mörgu og merkilegu heimsóknum var vita- skuld boðið uppá nýlagað kaffi og með því. Kattartungur, það ljúf- fenga súkkulaði, smákökur með dásamlegu smjörbragði eða eitt- hvað bakkelsi annað. Stundum þegar ég kom heim úr skólanum lagði reykjarlykt úr herbergi frænkunnar inn af forstofunni og þá var vitað mál hver var hjá henni í kaffi. Sömuleiðis þekkti ég vissar yfirhafnir, ákveðnar raddir og vellyktandi. Annars gáði ég, heilsaði konu sem kannski var með hatt þótt hún sæti inni, tók brjóstsykur úr krukku hjá frænk- unni og fór fram með bollana eða þá eftir tíu dropum til viðbótar. Nú er öldin önnur og algeng- ara en áður að vinkonur og frænk- ur hittist á kaffihúsum til að spjalla saman. Fái sér rjúkandi drykki með útlendum nöfnum úr vólum sem mása við klið úr saln- um. Eigendur kaffihúsa hér eru frekar á því að konur séu opnari fyrir nýjungum en karlar, þær panti sér til dæmis bragðbætt mjólkurkaffi, caffe latte með sírópi, en karlar vilji oftar sterkt og óblandað espresso. Annars fær fólk af báðum kynjum og á öllum aldri sér oftast venjulegt kaffi á þessum áningarstöðum, en venju- legt kaffi er varla lengur venjulegt, hver hefur sinn hátt á. Mjólkurblöndurnar capuccino og latte koma næstar í almennum vinsældum á íslenskum kaffi- húsum. Elst þeirra er Mokka við Skólavörðustíg, opnað 1958 af hjónunum Guðmundi Baldvinssyni og Guð- nýju Guðjónsdóttur. Fyrir voru raunar kaffihús með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.