Vera


Vera - 01.10.2002, Side 33

Vera - 01.10.2002, Side 33
ALMENNILEGT •• M t A v ¥ m . - i íslensk vinkona Veru segir fyrstu bununa besta og sterkasta og þess vegna sé sjálfsagt að hræra upp í kaffikönnu eftir uppáhellingu, venju- legar rafmagnsvélar sjái ekki um allt sjálfar. Annars megi ekki spara kaffið, það þurfi að velja og varðveita vel og mala gjarna sjálfur hverju sinni. Það geri hún og sín sérviska séu helst baunir frá Papúa, Kosta Rica eða Kólumbíu. Hún hafi eignast forláta espressovél en áður hafi hún alltaf haft handuppáhellt. Vatnið sem hellt er á kaffi megi ekki vera sjóðandi, kaffið sjálft eigi hvorki að sjóða né standa, það sé ætíð best nýlagað. Helst úr postulínsbolla, þunnum í vörina. Hennar uppáhalds- stell er einmitt með þannig bollum, hvítt og stílhreint, frá Bing og Gröndahl. Á því segist hún aldrei fá leið, ekki frekar en vel löguðu kaffi. uppáhelltu á gímöld, eins og Guðný seg- ir, og síðar glerkönnur, en Mokka bauð fyrst upp á kaffi úr ítalskri vél, sérlagað í hvern bolla eins og þekkist nú svo víða hjá veitingafólki með metnað. Guð- mundur hafði verið í söngnámi á Italíu og kynnst þar kaffimenningu sem hann langaði að flytja heim. Það varð úr og enn nýtur Mokka vinsælda ungra sem eldri, óbreytt frá fyrstu tíð, þótt nokkrum sinnum hafi verið skipt um gólfteppi og keypt ný kaffivél, að ógleymdum myndlistarsýningum sem reglulega breyta svip staðarins. Virðing og tíska „Kaffið kostaði 5 krónur hjá okkur í upp- hafi,“ segir Guðný, „en 3 og 50 á Borg- inni. Mörgum þótti skrítið að borga jafnt fyrir lítinn bolla af sterku og stærri boll- ana af öðru. En ítalska kaffið varð fljótt vinsælt, hingað kom skólafólk úr MR og Versló og stúdentar úr Háskólanum og listafólk og spekúlantar. Ætli Guðmundur hafí ekki kennt þeim að meta almennilegt kaffi. Nú er það komið svo víða, fólk hefur líka kynnst þessum siðum á ferðalögum og þykir sjálfsagt að fá sitt espresso, capuccino eða latte. Ég veit að fleiri kaffidrykkir eru komnir í tísku, með allskonar aukabragði og svo hlaupa margir út með þetta í einnota glösum. Ekki finnst mér það nú mikil virðing við kaffið, en auðvitað verður fólk að fá að ráða sínum smekk og sínum tíma.“ Á Mokka sitja margir drjúga stund, en Guðný segir spil, prjóna og töfl vera hálfgerða bannvöru. Ýmsir eru fastir kúnnar og sumir hafa komið allt frá opnun staðarins, jafnvel á sama tíma til að fá sér sömu hressingu. „Þetta eru mest góðir og gegnir borgarar sem til okkar koma,“ segir Guðný, „við höf- um lítið lent í vandræðum. Enda höfum við aldrei sótt um leyfi til að veita vín, höldum okkur við kaffi og súkkulaði og samskonar meðlæti að mestu gegn- um árin. Auðvitað hefur ýmislegt borið við hjá okk- ur, margt skemmtilegt, en yfirleitt er næðissamt á Mokka. Einu sinni sagði við mig kona að nú væri loksins kominn kaffistaður sem hún gæti hugsað sér að sækja ein. Það þótti mér góðs viti.“ Önnur veitingahús fylgdu á eftir með fínindis vélar sem buna í hvern bolla og þeyta mjólk sé henn- ar óskað í kaffið. Te og katfi varð fyrst til að sérhæfa sig í innflutningi á svokölluðu sælkerakaffi 1984 og fór síðar að rista baunir. Berglind Guðbrandsdóttir, annar eigendanna, segir það gert daglega við gashita í blástursofni og síðan byrji klukkan strax að tifa, þetta sé viðkvæm vara. Hráefninu þurfi sem fyrst að pakka í lofttæmda poka og heima sé best að geyma baunir eða malað kaffi í lokuðu íláti á köldum stað. Te og kaffi rekur verslun og tvö kaffihús og selur til matvörubúða og veitingastaða. Berglind segir áhug- ann á kaffi hafa aukist svo síðustu ár, að tala megi um tískubylgju í þessari sígildu vöru. Súfistinn rekur líka kaffibrennslu og tvö kaffihús og Birgir Finnbogason eigandi segir sína tilfinningu að kaffismekkur fari svolítið eftir kyni og aldri, ung- ar konur drekki oft milt kaffi, eins og latte, en eldra fólk vilji hafa það meira krassandi. Flestir fái sér venjulegt uppáhellt kaffi á Súfistanum, alltaf nýtt á brúsa, það sé álíka vinsælt og ítölsku útgáfurnar samanlagðar. Kaffltár er enn eitt öflugt fyrirtæki í íslenskum kaffibransa, það hefur kaffibrennslu og selur í versl- anir og veitingahús, en einnig úr eigin kaffihúsum. Þau eru þrjú og eigandinn, Aðalheiður Héðinsdóttir, segist merkja mun á kaffismekk fólks; karlar fái sér gjarna „alvöru“ kaffi, espresso eða macchiato, en konur vilji latte, súkkulaðiblandað swiss mocca eða aðra kaffidrykki. Ungir menn séu opnari fyrir nýstár- legra kaffi en þeir eldri, en vilji þó sinn bolla og eng- ar refjar. Konum finnist meira gaman að fá eitthvað fallegt, þær kunni til dæmis að meta skrautmunstur sem útbúið er í mjólkurfroðuna. „Annars hefur kaffi verið kvennamál gegnum aldirnar," segir Aðalheiður, „konur voru metnar að verðleikum eftir því hvernig þær brenndu baunirnar, helltu uppá og framreiddu. I seinni tíð hafa konur í 33

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.