Vera


Vera - 01.10.2002, Page 34

Vera - 01.10.2002, Page 34
Tyrkneskt kaffi er útbúið í þröngum skaftpotti, venjulega fyrst með því að sjóða saman vatn og sykur, setja kaffi út í þegar potturinn er tekinn af hit- anum, jafn mikið og sykurinn, hræra í og sjóða aftur. Þegar froða myndast er potturinn aftur tekinn af hitanum og suðan endurtekin tvisvar. Þekkt er að sjóða kardimommu, kanil, múskat eða negul með vatninu fyrst til bragðbætis. Kaffið er svo drukkið úr litlum bollum, sá elsti í húsinu fær fyrst og ókurteisi þykir að fylla bolla. nj s- Q) > eigin rekstri margar opnað kaffihús og oft séð um allt sjálfar, afgreitt og bakað kökurnar, kannski með bókhaldið í eldhúsinu. Það dró úr þessum íslenska kaffihúsakúltúr á tíma- bili, en síðustu tíu árin eða svo hefur hann sannarlega blómstrað." Sprækar geitur Hermt er að geitahirðir í Abyssinýu, nú Eþíópíu, hafi fyrstur fengið kaffi. Útgáfur sög- unnar eru nokkrar, en altént á hann að hafa tekið eftir áhrifum rauðra berja af sígrænum runna á skepnurnar. Þær sváfu minna og urðu óvenju sprækar og þegar smalinn reyndi ber- in sjálfur varð hann æstur og uppnuminn og fór með nokkur í næsta klaustur þar sem þarna hlaut að vera komin kraftaverkajurt. Abótinn óttaðist að berin væru djöfulleg og fleygði þeim á eld, en ilmurinn reyndist guð- dómlegur. Baunirnar voru þá marðar og blandaðar heitu vatni í seyði svo munkarnir mættu njóta með smalanum. Arabískir hirðingjar, hinum megin Rauða- hafs, höfðu marin berin blönduð dýrafitu með sér til hressingar á ferðum. Það var um þær mundir sem hér var numið land og ef- laust hefði slík tugga komið í góðar þarfir hjá Ingólfi og félögum. Allmargar aldir liðu þó þar til kaffi tók að ylja og kæta á norðurslóð- um og hingað mun það hafa borist um miðja átjándu öld. Kolamylsnusaup, eins og Eggert Ólafsson kallaði kaffi, var dýrt og ekki al- mennt drukkið á fslandi fyrr en hundrað árum seinna, iðulega drýgt með brenndri síkoríurót, kallaðri export eða kaffibætir. Það var alþekkt fram yfir miðbik síðustu aldar. En aðferðin að þurrka og rista baunirnar, mala og hita í vatni, varð til eftir árið þúsund. Kaffi var í fyrstu notað til lækninga og þótti líka gott til að halda mönnum vakandi við trúariðkun. Heimildir eru um samkomustaði þar sem kaffi var drukkið í Arabíu þegar á 13. öld, en yfirleitt er sagt að fyrsta kaffihúsið hafi opnað í Mekka 1511. Síðar á sömu öld komu kaffihús í Istanbúl og Damaskus og eftir þeim voru fyrstu kaffihús Evrópu sniðin á 17. öld. Áður höfðu evrópskir ferðalangar til Arabaríkja kynnst kaffi, hægt var að kaupa það í apótek- um, mörkuðum og uppáhellt af farandsölum, en fyrsta kaffihús álfunnar var opnað í Feneyjum 1645. Næstu árin fylgdu á eftir Oxford og Lundúnir, Vínarborg, París og Róm. Þar hafði páfinn Klementínus VIII svo mikið við að veita hinum meinta drykk djöfulsins blessun. Kaffihús voru smám saman opnuð um allar álfur, iðu- Gufuvél fyrir kaffi, aðalatriði vestrænna kaffihúsa, er frönsk uppfinning frá 1822, síðar endurbætt af ítöl- um. Dökkristað, fínmalað kaffi verður espresso, ítalska fyrir fljótt. Með örlítilli mjólk heitir það macchi- ato, svolítið meiri freyðandi mjólk capuccino og ennþá meiri mjólk, latte. Fleiri ítölsk tilbrigði eru til, ristresso er lítið og sterkt af því véiin er stöðvuð fyrr en allt vatnið nær kaffinu, doppio er tvöfaldur espresso og lungo eða americano er espresso þynnt með vatni. 34

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.