Vera


Vera - 01.10.2002, Síða 41

Vera - 01.10.2002, Síða 41
héldum áfram og úr því aö við vorum að bjóða fram og fara inn í þetta pólitíska stjórnkerfi, sem auðvitað er mótað af körl- um, þá hlutum við að vera að því til þess að fá völd, til þess að koma ákveðnum hlutum í framkvæmd, í þágu kvenna. Við fórum því að horfa kalt á valdið og valdahugtakið og skilgreina það sem svo að við vildum fá vald til þess að ná fram tilteknum markmiðum. Ekki bara vald valdsins vegna. Það var mjög hollt að fara í gegnum þessa urnræðu og eiga hana sem veganesti því það var mikil breyting að fara úr þessu umhverfi og verða svo allt í einu jarðarberið á tertunni. Það var bæði ný og erfið upplifun og ekkert sjálfgefið. Það var mjög erfið ákvörðun fyrir mig að ákveða að gefa mig alla í þetta, taka þau völd sem að mér voru rétt. Af því að vega- nestið mitt var allt annað. Og þetta var erfið umræða fyrir Kvennalistann. Við höfðum alltaf verið allar á sama stað, það var að minnsta kosti hugmyndafræðin þótt framkvæmdin væri kannski önnur. Auðvitað voru þingkonurnar okkar, Guð- rún Agnars, Sigríður Dúna og Kristín Halldórs fremstar meðal jafningja. Það var ákveðin hræsni að horfast ekki í augu við það. Þær náðu út til fólksins og þær gáfu hreyfingunni andlit og rödd. En kvenna- hreyfingin hefur alltaf átt í erfiðleikum með þetta. Það var því mjög erfitt fyrir margar konur að sætta sig við að ég væri komin í þetta starf og hefði þar með fjar- lægst hreyfinguna með einhverjum hætti, þótt það væri auðvitað ekkert algilt. í því samhengi man ég eftir dærni sem var eiginlega grátbroslegt. Eftir kosning- arnar til borgarstjórnar 1994, þegar við unnum borgina, var Kvennalistinn með fund á Selfossi og ég mætti. Það var eins og það hefði átt sér stað einhver sorgarat- burður. Það var þungt yfir stórum hluta af konunum sem þar voru og erfitt andrúms- loft, þær sem sannarlega voru glaðar þorðu ekki að hafa sig mikið í frammi. Svo var aftur fundur ári síðar, 1995, eftir En hvernig voru þau umskipti að koma úr kvennahreyfingu og minnihluta þar sem þú hafðir gagnrýnt sitjandi borgarstjórn ogyfir í það að hafa valdið? Það voru auðvitað mikil viðbrigði. Það er miklu meiri ábyrgð sem fylgir því að hafa vald heldur en að gagnrýna. En það er líka miklu skemmtilegra af því að þá er hægt að breyta hlutunum, þú hefur það á valdi þínu. Það þarf ekki að reyna að berja á öðrum til þess að sjá skynsemina í því sem við erum að segja, heldur getum við í raun og veru breytt forgangsröðinni og þar með atburðarásinni. Það er að sjálfsögðu ákveðin fullnægja í því. Hins vegar stendur maður alltaf andspænis því að hlutirnir gerast svo miklu hægar en maður vildi. Það eru svo margar breytur sem þarf að taka tillit til. Það breytir því ekki að það er hægt að láta hlutina gerast, við verð- um bara að vita hvert við ætlum og láta ekki á okkur fá þótt ýmislegt komi upp á, á þeirri leið. Það kernur allur fjárinn upp á en ef við vit- um hvert við erurn að fara þá komumst við þangað. Hvaða málefni eru það í borginni sem femínistinn Ingibjörg Sólrún er sáttust við? Það sem ég er sáttust við og stoltust yfir er þrennt; einsetning skólanna, uppbygging í leikskólunum og breyting í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Eg er viss um að þegar horft verður yfir sviðið eftir einhver ár þá muni þetta þykja mjög merkilegt tímabil hvað varðar uppbyggingu í skólum og leikskólum. Við fórum fyrst að að tala um einsetningu skólanna í Kvennalistanum og fluttum frum- varp um það á þingi 1987 og aftur tillögu þess efnis í borgarstjórn 1989 en menn sýndu þessu þá engan skilning. Við byrjuðum svo að vinna að þessu verki hérna í borginni strax 1994 og nú höfum við lokið því. Þetta hefur kostað meira en við ætluðum og allir vildu láta einsetja sinn skóla eigi síðar en í gær, þannig að það hefur geng- ið á ýmsu. En nú höfum við náð settu marki og mér finnst það merkilegt. Líka uppbygging leikskólana. Eg var búin að taka þátt í þingkosningarnar þar sem Kvennalistinn beið raunar heilmikið af- hroð. Eg fór þangað og þar var þessi líka rífandi stemning. Þetta er svolítið einkennilegt. Að geta ekki leyft sér að gleðjast yfir sigrun- um, það var eitthvað gamalt erfðargóss. Þegar við vorum að byrja með Veru var þetta algjör sjálfboðavinna, frá A-Ö. Við skrifuðum blaðið, við settum það upp, við tókum mynd- irnar, við prófarkalásum, við fórum með það í prentsmiðju og við pökkuðum því í plast. 41

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.