Vera


Vera - 01.10.2002, Side 43

Vera - 01.10.2002, Side 43
í einu sem þú nefndir í ræðunni þinni 1983 held ég að sé ennþá brotalöm, það eru launamál kvenna. Það er ennþá mjög stór hópur afkonum í láglaunastörfum hjá borginni. Hjá borginni er mikið af konum í lægst launuðu störfunum. Margar vinna sem ófalgærðir starfsmenn í skólum, leikskólum, hjá félagsþjónustunni, heimilis- hjálpinni, í sundlaugunum og í íþróttahúsunum. Þetta eru ófaglærð störf sem eru mikið hefðbundin kvenna- störf og þau eru illa launuð ennþá. Það er erfitt fyrir okkur ein og sér að breyta þessu enda þarf þetta að haldast í hendur við almenna viðhorfsbreytingu í sam- félaginu. Við getum ekki tekið einhliða ákvörðun um verulega launahækkun því það þýðir einfaldlega að þá er fullt af öðrum hlutum sem við getum ekkert sinnt. Við getum ekki gert þetta sem eyland. Ef menn væru al- mennt sammála um að lyfta þessum lægstu launaflokk- um þá fengjum við það að einhverju leyti til baka í gegnum hækkaðar skatttekjur. En það er sarnt ýmislegt sem við getum gert og það hefur dregið hér úr launa- mun kynjanna frá því við lótum fyrst gera könnun 1995. Við höfum tekið ákveðna hópa fyrir og lyft í launum. Starfsfólk á leikskólum, leikskólakennarar og kennarar. En þetta er risastórt mál og það verður ekki leyst í eitt skipti fyrir öll. Annað mál sem ég verð að fá að spyrja þig um er kynlífsvæðingin í Reykjavík undanfarin ár. Það er náttúrulega búið að vera okkur mjög erfitt mál en það er svolítið erfitt fyrir fólkið sem sendur fyr- ir utan að skilja okkar stöðu. Það segir bara „gerið eitt- hvað", „stoppið þetta". En við erum bundin af lögum og reglum. Þessi mikla kynlífsvæðing byrjaði hérna í kringum 1997 þegar sjö staðir spruttu upp. Þetta voru bara venjulegir skemmtistaðir sem allt í einu ákváðu að bjóða upp á nektardans. Þeir spurðu okkur ekkert hvaða skemmtiatriði þeir mættu bjóða upp á og við höfðum engar heimildir til að loka þeirn eða synja um leyfi af því að þeir buðu upp á nektardans. Allt urn- hverfið, laga- og reglugerðarammann til að hægt væri að ná utan um þetta vantaði. Við fórum fram á að sett yrðu lög urn veitingastarfsemi þannig að hún væri flokkuð og að við fengjum þá heimildir til að setja inn í skipulag hjá okkur ákvæði sem gætu bannað tiltekna veitinga- starfsemi á tilteknum stöðum. Við óskuðum eftir því við sam- göngu- og dómsmálaráðuneytin að farið yrði í þessa vinnu, sem síðan var gert. Það voru sett ný lög þar sem beinlínis er skil- greint að það megi starfrækja næturklúbba sem aðallega bjóða upp á nektardans, það er bara ein tegund af veitingastöðum. Við settum hinsvegar inn í aðal- og deiliskipulag fyrir miðborgina að starf- semi slíkra staða verði ekki heimiluð. Þá höfum við sett inn lögreglusamþykktina um bann við einkadansi. Þannig erum við nú búin að ná utan um þetta. I dag er ekki nema einn af þessum stöðum eftir í miðborginni og nú stöndum við í málaferlum við Óðal út af banninu við einkadansi sem ég veit ekkert hvernig mun ljúka. Áður höfðum við ekki tækin til að gera neitt. Það er hinsvegar ennþá heimilt að stunda nektardans í Reykjavík, það er bara einkadansinn sem lögreglusamþykktin tekur á vegna þess að við töldum að í skjóli einkadans væru líkur á að vændi gæti þrifist og það væri ekki hægt að hafa eftirlit með því. Það var á þeim for- sendum sem við settum bannið. Síðan er hitt að það verða ekki veitt fleiri leyfi, það er komið inn í skipulagið. Það er þó áhyggjuefni að við búum ennþá við óskaplega frum- stæð lög og reglur í kringum alla veitingahúsastarfsemi. Sumt af þessu er frá fimmta áratugnum þegar Reykjavík var allt önnur en hún er í dag. Margt af þessu miðar við sveitaböll en ekki við borgar- samfélag. En það er auðvitað mikilvægt að taka þessa umræðu upp og halda henni á lofti og það er ágætt að fólk úti í bæ sé með svipuna á lofti og haldi okkur við efnið. Nú berst talið að jafnréttisbaráttunni í víðara þjóðfélagslegu sam- hengi en tengingin við kynlífsiðnaðinn er þó skammt undan. Kynjamisrétti á sér svo sterkar rætur í menningunni frá fornu fari og það tekur svo langan tíma að breyta menningunni. Það er auðvelt að takast á við lögin og reglugerðirnar og allt þetta sýnilega, því er hægt að breyta. En það er alltaf með svo mikið „menningar- legt eftirslep", eins og Danirnir segja. Við drögum á eftir okkur menningu kynslóðanna og hún mótar okkur oft miklu meira en lög og reglur. Þetta þurfum við að fjalla meira um því breytingar taka tíma. Stundum hugsa ég: Bíddu hefur ekkert breyst í því hvernig fólk talar saman? Hefur ekkert breyst í því hvað þykir merkilegt? Tökum tii dæmis þátt eins og Silfur Egils, sem er dæmigerður fyrir hvað þetta er menningarbundið fyrirbæri. Konur eru sjaldsóðar í þættinum vegna þess að þær tala saman og sjónarmið kvenna þykir ekki spennandi. En, bíddu, hverjum þykja þau ekki spennandi? Hver er handhafi hins löggilta smekks? Fyrir hverja er þetta allt saman gert? Mór finnst oft að þarna sé einhverskonar bakslag. Við förum tvö skref áfram og svo eitt aftur á bak. Og það eru þessir menningarbundnu þættir sem mór finnst vega þyngst í dag. Og aftur berst talið að kynlífs- og alþjóðavæðingu. Þetta snýst ekki lengur bara um eitthvert karlveldi. Allt í þessu samfélagi snýst um peninga. Bara að þú getir keypt og selt. Ef þú hefur eitthvað að selja þá máttu selja það og ef þú vilt eitthvað kaupa rnáttu kaupa það. Það hefur ekkert lengur að gera með sjálfs- virðingu, um siðferði samfélagsins, samfélagsvitund, menningu, mannvernd eða helgi mannsins. Allt slíkt er algjört aukaartiði ef peningar geta gengið manna á milli. Það er mál málanna. Þetta finnst mér ógnvekjandi í umræðunni núna, að það sé aðalatriðið að allir hafi ffelsi til að kaupa og selja það sem þeir vilja, burtséð frá öllu öðru. Sumt á bara ekki að vera söluvarningur. Þetta er orðið þannig að þegar færa þarf sterk rök fyrir að varð- veita eigi eitthvað, eða gera eitthvað þá þarf að færa rök fyrir því að það sé fjárhagslega hagkvæmt og geti skilað arði í peningum. Það eru lang þyngstu rökin í allri umræðu, til dæmis í náttúruverndar- umræðu. Þar er spurt hvernig getum við verðlagt landið? Hversu mörgum túristum á það eftir að skila okkur ef við verndum það? Ekkert hefur verðmæti í sjálfu sór, bara skiptagildi. Því miður eru komnar kynslóðir sem eru mjög uppteknar af þessu. Peningar eru það sem máli skiptir. Eg held reyndar að þetta sé búið að ganga svo langt að fólk fari að kalla eftir hinu. Allt í þessu samfélagi snýst um peninga. Bara að þú getir keypt og selt. Ef þú hefur eitthvað að selja þá máttu selja það og ef þú vilt eitthvað kaupa máttu kaupa það. Það hefur ekkert lengur að gera með sjálfsvirðingu, um siðferði samfélagsins, samfélagsvitund, menningu, mannvernd eða helgi mannsins.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.