Vera


Vera - 01.10.2002, Síða 49

Vera - 01.10.2002, Síða 49
finningalega óstöðugar, en vilja ekki að maki sinn búi yfir sömu eiginleikum. Meirihluti karla telur sig sjálfsörugga. Ríflega þriðjungur þeirra telur sig vera agaða, fjórð- ungur þeirra telur sig vera við- kvæma og þola illa sársauka. Fimmtungur hræðist áhættu og einhverjir telja sig tilfinningalega óstöðuga. Eins og konurnar vilja þeir metnaðargjarnan maka. Helmingur þeirra vill að makinn sé uppfinningasamur og aðeins færri vilja agaðan maka. Tæplega fjórðungur vill að makinn só við- kvæmur. Fæstir vilja maka sem hræðist áhættu, er óframfærinn eða tilfinningalega óstöðugur. Mýtan um að líkur sæki líkan heim á því ágætlega við um karla og þeirra makaval. í sem grófustu dráttum vilja þeir maka sem býr yfir sömu eiginleikum og þeir sjálfir. Það bendir til þess að ákveðið jafnræði ríkji milli hjóna. Þó er athyglisvert að karlar telja sig ekki óframfærna en einliverjir þeirra vildu Heimsyfirráð í einn dag - síðan dauði Konur vilja maka sem þær telja betri á einhvern hátt en þær telja sig sjálfar vera. Auðvelt er að koma með getgátur um hversvegna konur eru með þessar (rang)hugmyndir í kollinum. Þegar fjallað er um launa- mun kynjanna til dæmis er stöðugt verið að hamra á því að konur skorti sjálfstraust. Samkvæmt könnuninni telur einungis þriðjungur kvennana sig vera líkamlega aðlaðandi, tæplega helmingur karlanna telur sig hinsvegar vera líkamlega aðlaðandi. Þriðjungur kvennanna er oft döpur. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra telur sig vera skynsamar og næmar fyrir tilfinningum annarra. Samkvæmt þessari lýsingu er auð- velt að sjá fyrir sér háða og styðjandi eiginkonu, alltaf í megrun hald- andi að kílóin fimm farin af lærunum muni auka við líkamlegt að- dráttarafl sitt. Er ekki líka skynsamlegt að borða fitusnautt og trefja- samt ofram- Samkvæmt könnuninni telur einungis þriðjungur kvennana Annað^sem s'9 vera l'kamlega aðlaðandi, tæplega helmingur karlanna kom talsvert telur sig hinsvegar vera líkamlega aðlaðandi. á óvart er að konur leggja mikla áherslu á að maki þeirra só metnaðargjarn, hátt í 90 af hundraði vilja að það eigi vel eða mjög vel við maka sinn. Einungis rúmlega 70 af hun- draði karla telja sig hinsvegar vera metnaðargjarna. Ef gengið er út frá því að konur giftist körlum (gagnkynhneigt hjónaband) mun verða umtalsverður skortur á metnaðargjörnum körlum innan skamms þegar hinar giftingaróðu konur fara í metnaðargjarna karl- mannsleit. ríkt? Kanna þyrfti hvort íslenskar konur séu almennt of feitar með hægðatregðu. Fleiri konur en karlar töldu þó að þær gætu látið alla sína drauma rætast. Ætli draumarnir um hvítan kjól, óskipta athygli í einn dag og hlýju hjónasængur sóu þeir draumar sem konur telja að þær geti látið rætast? Heimsyfirráð í einn dag eða dauði. Heimsyfirráð í einn dag síðan dauði? Brúðurin er jú miðpunktur athyglinnar á sjálfan brúð- kaupsdaginn samkvæmt snyrtivöruauglýsingu einni. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að nútímabrúðkaup séu ein af leiðum kapítalismans til að arðræna einstaklinga, þá sérstaklega kon- ur, sem augljóslega eru grösugri akur að plægja þegar kemur að brúð- kaupum og undirbúningi þeirra. Konur eru arðrændar af brúðkaups- iðnaðinum, þær eru markhópur brúðkaupsiðnaðarins. Þær eru arð- rændar í hjónabandi, með ólaunaðri vinnu sinni á heimilinu. Líkja má brúðkaupsiðnaðinum við sníkjudýr sem leggst á konur og mergsýgur þær. Kona í hvíturn brúðarkjól er eins og marengsterta. Hvenær verður farið að búa til brúðartertukjól? Þá væri tertan bökuð utan um brúðina og að lokinni athöfn væri bókstaflega hægt að éta hana. A sarna hátt og brúðkaupsiðnaðurinn étur brúðir inn að beini. Hvað tekur svo við? Ei- líf vonbrigði með makann sem eftir allt saman virðist ekki í stakk bú- inn að bæta því við sem vantar upp á. Eftir þrjú ár vaknar Öskubuska á öskuhaugunum. Rétt búin að merja síðustu Visa brúðkaupsraðgreiðsluna og tilbúin í slaginn á ný. 49

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.