Vera


Vera - 01.10.2002, Qupperneq 52

Vera - 01.10.2002, Qupperneq 52
vera 52 Jóhannesarborgarfundurinn um sjálfbæra þróun í BRENNIDEPLI eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur, alþingiskonu Árið 1885 komu evrópskir einvaldar saman á ráðstefnu i Berlín ásamt erindrekum sínum og skiptu Afríku sunnan Sahara á milli sín. Sagan segir að reglustikan hafi verið á lofti yfir landakorti af álfunni og svo hafi löndum verið skipt á milli evrópsku nýlenduveldanna án tillits til aðstæðna eða sögu; þjóða, hefða og tungumála. Það var á þessum fundi sem Leopold Belgíukonungur sannfærði starfsbræður sína um að gera Afríkuríkið Kongó að einkaeign sinni, einhvers konar þrælanýlendu en það er önnur saga. Sagan af Berlínarfundinum rifjaðist upp fyrir mér í Jóhannesarborg síðsum- ars þegar ég sótti Leiðtogafund Samein- uðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þema ráðstefnunnar var umhverfis- vernd í anda sjálfbærrar þróunar og bar- áttan gegn fátækt. Um 15 íslendingar sóttu fundinn; stjórnmála- og embættis- menn, borgarstarfsmenn, fulltrúar frjál- sra félagasamtaka og einn blaðamaður. Opinberir fulltrúar allra ríkja á jörðinni töldu um tíu þúsund manns en að auki voru 40-50 þúsund manns alls staðar að úr heiminum saman komin í Jóhannes- arborg til þess að hafa áhrif á framgang mála. Haft var á orði í fjölmiðlum að varla gæti allur þessi fjöldi skilað skýrri niðurstöðu um framtíð umhverfismála og vissulega má til sanns vegar færa að heimturnar voru rýrar á ýmsum svið- um. En þá gleymist að hin óformiegu samskipti og tengsl sem myndast á svona samkomum færa okkur ef til vill lengra fram á veginn í átt til sjálfbærrar þróunar en samningaviðræður stjórn- málaleiðtoga sem langflestir hafa því miður lítinn áhuga á umhverfisvernd þegar til stykkisins kemur. Reyndar hafa þeir sem sóttu Ríó-fundinn fyrir áratug minnt á að margir hafi talið hann skila litlu í ljósi væntinganna sem til hans voru gerðar. I dag held ég hins vegar að flestir séu sammála um að Ríó- fundurinn hafi skilað sögulegum ár- angri í umhverfismálum. Starf frjálsra félagasamtaka og ým- isskonar þrýstihópar er í auknum mæli hreyfiafl. þeirrar þróunar sem nauðsyn- leg er á sviði umhverfismála. Stóru ráð- stefnurnar um umhverfismál í Stokk- hólmi 1972 og í Ríó 1992, að ógleymd- um fundum Sameinuðu þjóðanna um mannfjöldaþróun í Kairó 1994 og um réttindi kvenna í Peking 1995, hafa lagt grunninn að starfi sem fer ekki einvörð- ungu fram á sviði stjórnmálanna heldur í grasrótarstarfi um allan heim. Að því leyti til erum við komin óravegu frá því að kóngarnir og drottningarnar í Berlín deildu og drottnuðu án þess að aimenn- ingur væri nokkru sinni spurður álits. Mínar konur stíga á stokk Eg hef ekki í annan tíma komist í tæri við aðra eins karlafjöld og í fundasölum opinbera hluta ráðstefnunnar í Jóhann- esarborg. Þar sem félagasamtök og þrýsthópar alls konar komu saman var allt annað uppi á teningnum. Þetta minnti mig á þá staðreynd að konur eru rétt um 12% þingmanna í heiminum og enn færri í hópi ráðherra og leiðtoga. Svo reynir fólk að halda því fram að baráttan fyrir jöfnum rétti karla og kvenna só í höfn! Mér hlýnaði óneitan- lega um hjartarætur þegar konur eins og Mary Robinson, yfirmaður Mannrétt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.