Vera


Vera - 01.10.2002, Qupperneq 59

Vera - 01.10.2002, Qupperneq 59
Auður Aðalsteinsdóttir Sunddrottningin Kolbrún Ýr Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir er aðeins 19 ára en hefur æft sund í 13 ár. Hún á fjölda íslandsmeta en segir að það skipti máli að hafa alltaf ný markmið að stefna að. Kolbrún Ýr fór á síðustu Ólympíuleika í Sydney árið 2000 og stefnir á þá næstu árið 2004. Hún lætur það ekkert á sig fá að hún þurfti að gangast und- ir hjartaaðgerð fyrir hálfu ári og segist bjartsýn á framhaldið. „Ég er búin að standa í stað í svolítinn tíma en þetta er allt að koma. Það er oft talað um öldudali og toppa og nú er það spurningin um að lifa öldudalinn af," segir Kolbrún. Arangur hennar hefur þó verið nokkuð góður undanfarið og í september fékk hún styrk sem Olympíusamhjálpin veitir sjö íslenskum íþróttamönnum sem möguleika eiga á því að ná keppnisrétti á Olympíuleikana í Aþenu árið 2004. „Styrkurinn er ætlaður til að mæta kostnaði við að fara á mót erlendis, sjúkraþjálfun og ýmsu öðru sem teng- ist sundinu. Sundæfingar, skóli og vinna fara illa saman og nú í haust hætti ég að vinna með æfingum og skóla til þess að geta einbeitt mér meira að sundinu," segir Kolbrún og bætir við að það sé mikil viðurkenning að fá þennan styrk, ekki síst í ljósi þess að hún þurfti að fara í aðgerð vegna hjartagalla fyrir aðeins hálfu ári. Hjartaaðgerð í apríl „Ég var með aukarás í hjartanu þannig að við álag mynd- aðist hringrás í hjartanu. Súrefnisupptaka var lítil og þetta þýddi að ég kornst aldrei yfir ákveðinn áreynsluþröskuld. Ég var búin að finna fyrir þessu í svona þrjú ár þegar ég var svo heppin að það náðist af mér hjartalínurit á meðan ég var í kasti. Þá kom þetta í ljós." Kolbrún fór í hjartaþræðingu hér heima í janúar en læknunum tókst þá ekki að brenna fyrir aukarásina. „Þetta braut mig svolítið niður. Aðgerðin stóð lengur en áætlað var, í um fimm tíma, og hún var mjög erfið því það voru send rafboð í hjartað sem framkallaði hjartsláttartruflanir," segir Kolbrún. Hún fór svo aftur í aðgerð í Noregi í apríl og þá tókst aðgerðin á innan við tveimur tímum. Kolbrún æfði af fullum krafti milli aðgerðanna og tók einnig þátt í íslandsmeistaramótinu innanhúss í mars. „Ég vann allar greinarnar mínar þar og var nálægt Islandsmetinu mínu í 100 metra baksundi. Þetta gekk eiginlega alveg ótrúlega vel." Góður árangur á erlendum mótum Kolbrún tók sér vikuhlé eftir seinni aðgerðina og hóf svo æfingar að nýju. Hún segist finna mikinn mun á sér, sér- staklega eftir að æfingar hófust eftir sumarfrí. „Ég finn hvernig ég næ að hækka áreynsluþröskuldinn og mér líst mjög vel á framhaldið. Það stendur náttúrulega upp úr að hafa farið á Olympíuleikana þó að árangurinn hafi ekki verið nógu góður þar," segir Kolbrún Yr um sundferil sinn hingað til. „Þetta var í raun ótrúlegt, maður er vanur minni mótum en þarna var ég að synda fyrir framan 18 þúsund manns, fyrir utan alla sem voru að horfa á þetta um allan heim. Sem betur fer var ég búin að keppa mikið erlendis og það var góður undirbúningur. Og nú hef ég reynsluna. Evrópumeistaramót unglinga í Moskvu árið 1999 er líka minnisstætt en þar náði ég fimmta sæti í 50 metra skriðsundi en það er besti árangur sem íslensk stelpa hefur náð á Evrópumeistaramóti unglinga hingað til. Og í desember sl. var Evrópumeistaramót í 25 metra laug í Antwerpen. Þar náði ég fjórtánda sæti í 50 metra flugsundi." Kolbrún fer næst á Evrópumeistaramót í des- ember og stefnir á að komast í úrslit þar. Stúlkur virðast detta snemma út úr sundíþróttinni og er það stundum skýrt með því að þær þroskist fyrr líkamlega en drengir og nái því sínum toppi fyrr. Kolbrún Yr er með þeim elstu í landsliðinu en hún segist ekki vera á leiðinni að hætta. Innilaug í Laugardal mun breyta miklu „Ef fólk kemst í landsliðshóp og til útlanda að keppa helst það frekar við efnið," segir hún. „Ég byrjaði snemma að ná góðum árangri og það skipti miklu máli fyrir mig því það er svo margt annað í boði sem þarf að fórna fyrir sundið. Þess vegna er mikilvægt að sjá árangur. Það skiptir líka miklu máli að fara á stórmót, jafnvel bara sem áhorfandi, til að fylgjast með og sjá allar stjörnurnar. Við erum oft að bera okkur saman við nágrannalöndin en aðstæðurnar eru allt aðr- ar. Hér æfum við til dæmis úti allan ársins hring sem þekkist varla erlendis og margt í kringum sundfólk þar er töluvert betra en við eigum að venjast. Það verður mikill munur ef við fáum al- mennilega innilaug í Laugardalnum og ég held að þá munum við sjá miklar framfarir." Kolbrún segist telja að sundið sé á uppleið á Islandi. „Það er mikið af ungum krökkum að koma inn og margar 11 til 12 ára stelpur að synda á hörkutímum." En hvers vegna sund? „Ég held að það hafi margir búist við að ég færi í fótbolta,” segir Kolbrún. „Öll fjölskyldan er í fót- bolta en hann hefur aldrei heillað mig. Kannski á svona hópíþrótt ekki við mig, að þurfa að reiða mig á aðra. Sundfólk er líka fyrst og fremst að keppa við sjálft sig, að reyna að bæta tímann sinn. En í sundinu er samt sem áður mjög góður félagsskapur og það skiptir líka miklu máli." 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.