Vera


Vera - 01.10.2002, Page 60

Vera - 01.10.2002, Page 60
Konur og reykingar REYKINGAR ERU SKAÐLEGAR FYRIR KONUR Konur eru viðkvæmari fyrir fylgikvillum reykinga en karlar og ættu að hætta alveg að reykja í stað þess að reyna að minnka reykingarnar. Ekki er nóg með að konur eigi erfiðara með að hætta að reykja, þær eru einnig í meiri áhættu hvað varðar veikindi af völdum reykinga. Þessar staðreyndir komu í ljós í umfangsmikilli danskri rannsókn sem stað- festir að reykingar eru skaðlegri fyrir konur en karlmenn. Reykingar, jafnvel í litlum mæli, hafa nefnilega áhrif á horm- ónajafnvægi kvenna. Tvær til þrjár sígarett- ur á dag geta valdið blóð- tappa í hjarta hjá báðum kynjum en þó sérstaklega hjá konum. Um þessa staðreynd eru jafnvel margir læknar ekki með- vitaðir þar sem því hefur verið trúað að nokkrar sí- garettur á dag hefðu ekki svo skaðleg áhrif. Nýja rannsóknin náði til 12.000 manns sem fylgst var með í 22 ár. „Rannsóknin gefur ótvírætt til kynna að konur þola mun færri sígarettur en karlmenn. Þrjár til fimm sígarettur á dag er nóg til að tvöfalda hættuna á hjartasjúkdómum og auka verulega hætt- una á því að deyja vegna afleiðinganna," segir Eva Prescott læknir á dönsku heilsuverndarstofnuninni (Institut for Sygdomsforbyggelse), sem var í forsvari fyrir rannsókninni. Eva segir að sú miklu áhætta sem reykingar valda konum tengist því að reykingar hafi áhrif á östrogenjafnvægi líkamans en kvenhormóninn östrogen hefur verndandi áhrif gegn hjartasjúkdómum. Reykingalungu „Konur hafa auk þess meiri tilhneigingu til að fá reykingalungu en karlmenn og eru því mun viðkvæmari fyrir tóbaksreyk," segir Eva Prescott sem er mjög undrandi á því hve fáar sígarettur á dag þarf til að skaða konur. Sjúkdóma sem aðeins fimm af hundraði kvenna sem ekki reykja fá, fá hins vegar helmingi fleiri konur sem reykja, sam- kvæmt þessari rannsókn. „Margar konur trúa því að það sé nóg að minnka reykingar um helming en þær gleyma því að um leið reykja þær af mun meiri ástríðu. Ef reykingar eru minnk- aðar úr 20 sígarettum á dag niður í 10, en um leið reykt mun ákafar, geta konur haft nékvæmlega sömu nikotínþörf og áður. Af þessu verður að gæta vel," sagði Eva. Karlmenn þurfa að reykja sex til níu sígarettur á dag til að tvö- falda áhættuna á að fá blóðtappa í hjartað, í samanburði við þá sem ekki reykja. Skaðlegu áhrifin koma mun fyrr í ljós hjá konum. Þær þurfa aðeins að reykja þrjár til fimm sígarettur á dag til að tvö- falda áhættuna á að fá hjartaáfall en ef þær reykja sex til níu sígar- ettur á dag, jafnvel án þess að taka ofan í sig, eykst hættan á blóð- tappa í hjarta um næstum 60%. Margar konur trúa því að reyk- ingar þeirra skipti ekki svo miklu máli ef þær hreyfa sig jafnframt reglulega og borða nóg af græn- meti. En Jretta tvennt hefur engin áhrif hvað á annað. Reykingar eru skaðlegar og þau slæmu áhrif minnka ekkert við heilbrigðan lífsstíl að öðru leyti," segir Eva Prescott með áherslu og hvetur alla til að hætta að reykja - bæði konur og menn. Því fyrr því betra. Getur þú leyft þér að hlæja? Hvað gerist ef þú hlærð of mikið, hnerrar óvænt, beygir þig fram eða ferð í leikfimi? Priðja hver kona á við áreynsluþvagleka að stríða, oft í kjölfar meðgöngu, breytingaskeiðs eða vegna slapprar þvagblöðru. Staðreyndin er hins vergar sú að í 70% tilfella er hægt að draga úr eða lækna áreynsluþvagleka með þjálfun grindarbotnsvöðvanna. Aquaflex er grindarbotnsþjálfi sem er einfaldur I notkun. Það er læknisfræðilega sannað að 20 mín. dagleg þjálfun 112 vikur dregur úr áreynsluþvagleka. Þá er bara að byrja og þú getur leyft þér að hlæja áður en þú veist af I Grindarbotnsþjálfi Einfalt í notkun - Tekur aðeins 20 min. á dag - Árangur á 12 vikum þýtt úr B.T. - 18. ógúst 2002

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.