Vera


Vera - 01.10.2002, Page 62

Vera - 01.10.2002, Page 62
Alþingisvaktin Martha Árnadóttir myndir: Hartmann Heimur á hamingjubraut eða veröld á vergangi? Þær sögulegu aðstæður eru nú uppi á Alþingi íslendinga að meirihluti utanríkis- málanefndar er skipaður konum og í formannssætinu situr sjálfstæðiskonan Sig- ríður Anna Þórðardóttir. Aðrar nefndarkonur eru Jónína Bjartmarz (F), Lára Margrét Ragnarsdóttir (S), Rannveig Guðmundsdóttir (Sf) og Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf). Til skamms tíma var það ríkjandi hefð að utanríkismálanefnd væri eingöngu skipuð körlum og einhver sagði að fyrr myndi kona gegna embætti forsætisráðherra á íslandi en embætti utanríkisráðherra, svo annt væri körlunum um þetta vígi sem varðveitir samskipti okkar við umheiminn, hanastélsboðin og utanlandsferðirnar. En í hvaða aðstæðum er veröldin sjálf? Sú veröld sem við lifum öll og hrærumst í. Eru veraldaraðstæður á einhvern hátt sögulegar, eins og aðstæður utanrikismála- nefndar, eða eru þær bara eins og þær hafa alltaf verið? Þar sem menn berjast og halda friðinn til skiptis, versla hver við annan og heimsækja, mynda bandalög og tvístra og skála svo reglulega fyrir öllu saman. Til að spjalla um utanríkismál og alþjóðavæðingu fengum við þrjár nefndarkon- ur úr utanríkismálanefnd, Þær Sigríði Önnu, Jónínu, og Þórunni. Auðvitað hóf- um við spjallið á því að spá í hvar konurnar væru á sviði alþjóðastjórnmálanna. fl! w <U > 62 Alþjóðastjórnmál á vett- vangi heimspressunnar... hvar eru konurnar? Þórunn: Konur eru aðeins um 12% þingmanna í öllum heimin- um þannig að þó að ástandið megi kallast viðunandi hér heima (35%) og í nágrannaríkjunum er meðaltalið mjög lágt, það sér mað- ur víða erlendis. A ráðstefnunni um sjálfbæra þróun í Jóhannesar- borgar voru leiðtogarnir meira og minna karlmenn - en auðvitað með undantekningum - þar má nefna utanríkisráðherra Suður- Afríku, hana Dr. Dlamini Zuma sem verið hefur ráðherra lengi, var áður heilbrigðisráðherra. Það er reyndar eftirtektarvert að í Suð- ur-Afríku eru mjög margar konur í stjórnmálum en þar er líka kvóta- kerfi. Svo voru konur úr Samein- uðu þjóða geiranum, eins og Gro Harlem Brundtland og Mary Rob- inson, og það sem mér fannst svo skemmtilegt var að þær töluðu með allt öðrum hætti en karlarnir. Jónína: Kannski væri staðan betri í alþjóðapólitíkinni ef við sæjum fleiri konur, fleiri mæður stríðsumræðan væri e.t.v. ekki jafn hávær og hún er núna. A dög- unum var ég á ferð með 30 manna sendimenn NATO um Balkan- skaga. Við vorum þrjár konur á móti 27 körlum. Það er alveg lýsandi fyrir stöðuna og meira og minna ailir sem við hittum voru karlmenn. Þetta er raunveruleik- inn í aljnjóðapólitíkinni. Sigríður Anna: Karlarnir eru auð- vitað gríðarlega áberandi. Við höf- um t.d. verið að taka á móti mörg- um erlendum sendinefndum á þessu ári og flestar þeirra eru ein- göngu skipaðar körlum. Við meg- um samt ekki gleyma því að kon- ur eru þátttakendur í alþjóðapóli- tíkinni og þá t.d. á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, eins og Þórunn benti á eru konurnar frekar sýni- legar líka í Alþjóða lieilbrigðis- málastofnuninni en þar ræður ríkjum fyrrverandi forsætisráð- herra Noregs Gro Harlem Brundt- land. Einnig var Madeleine Al- bright mjög áberandi á alþjóðleg- um vettvangi þegar hún var utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Alþjóðavæðingin... ógnun eða tækifæri fyrir konur? Jónína: Svo ég geri nú orð ágæts formanns Framsóknarflokksins að mínum (nú hlæja þær allar i kór...J þá getum við ekki aðskilib viðfangsefni sem snúa að lífskjor- um íslenskrar þjóðar frá viðfangs- efnum sem snúa að alþjóðastjórn- málum. Við getum ekki talað um lífskjör íslendinga án þess að tala um Evrópusambandið (þarna kom það...J. Við getuin auðvitað

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.