Vera


Vera - 01.10.2002, Page 64

Vera - 01.10.2002, Page 64
Sigríður Anna: Alþjóðavæðingin er á fljúgandi ferð og verður alls ekki stoppuð. Alls kyns spurning- ar hafa vaknað varðandi menn- ingarmál, tungumál o.fl. og til hvers alþjóðavæðingin leiði á því sviði - það eru líka mjög heill- andi spurningar. Þórunn: Eg vil taka undir með Sigríði, þessi umræða um fjöl- breytileikann er mjög mikilvæg. Það er auðvitað ýmislegt í fjöl- breytileika mannkyns sem er í hættu, rétt eins og í náttúrunni. Mér finnst einmitt eins og al- þjóðavæðingin kalli fram að fólk reyni miklu frekar að leita upp- runa síns og það sé meira meðvit- að um hvert það sé, án þess að miklast af því. Maður þarf að vita hver maður er til þess að geta staðið föstum fótum í heimi sem er á fleygiferð. Jónína: Þær breytingar sem við erum að sjá og hafa endurspeglast í kosningabaráttunni á Norður- löndum á síðustu misserum þar sem fjöldi innflytjenda er orðinn slíkur og vandamálin svo stór. Þá förum við að sjá andstæðinga inn- flytjenda, alþjóðavæðingar og fólksflutninga vegna þess að þró- unin er farin að skerða hagsmuni. Þá breytist pólitísk afstaða fólks gagnvart fjölmenningarlegum samfélögum. Sigríður Anna: Já, það er þá líka vegna þess að í þeirri viðleitni að taka vel á móti innflytjendum hef- ur einhvers staðar verið farið yfir einhverja línu {...eða ekki nógu margar línur, skýtur Jónína inní). Já, þegar þeir sem fyrir eru í land- inu segja: Nú er nóg komið, nú finnst okkur að verið sé að ganga á okkar hlut. Þetta er það sem hef- ur verið að gerast t.d. í Danmörku, Svíðþjóð og Noregi, réttlætis- kennd fólks er misboðið. Við verðum líka að horfast í augu við að það liggur í eðli mannsins að leita betri lífskjara. Þórunn: Við verðum að gera okk- ur grein fyrir því að sumum hlut- um stjórnum við ekki. Það hefur enginn getað stjórnað fólksflutn- ingum milli álfa eða landa í gegn- um söguna. Þar eru efnahagslegir þættir að verki og auðvitað er fólk að flýja fátækt. Það eru ekki aJlir pólitískir flótta- menn, langt í frá, fólk er að leita betra lífs og betri kjara og svarið við því er ekki endilega að líta á það sem vandamál Jieldur, eins og Jónína sagði áðan, í þessu stóra samhengi - hvers vegna er fólk að fara að heiman frá sér? Alþjóðamál, Evrópumál og kosninga- mál... Jónína: Enn tek ég undir orð formanns Framsóknar- flokksins (nú er skellihlegið...) - hvort sem Evrópu- málin verða kosningamál eða ekki þá er það alla vega Ijóst, og ég held að við séum allar búnar að segja það hór, að þú aðskilur ekki Evrópumál frá öðr- um málum um lífskjör Islendinga. Þetta hangir allt saman. Sigríður Anna: Við stjórnmálamenn ákveðum ekki hvort Evrópumálin verða kosningamál eða ekki - kjósendur ákveða það. Hafa kjósendur áhuga á því að þessi mál verði ofarlega á Jjaugi í kosningabarátt- unni? Eg er ekki farin að sjá það, en þau eru hins vegar í umræðunni og ég fagna því. Mér finnst nauð- synlegt að þessi mál séu rædd, þar með er ég ekki að segja að Islendingar eigi að ganga í Evrópusamband- ið, fjarri því. En við eigum að skoða kosti og galla. (Sammála, segir Jónína...) (Enda saman í ríkisstjórn, segir Þórunn og kímir...) Þórunn: Samskipti okkar við Evrópu eru eitt af aðal- verkefnum stjórnmálanna á Islandi og aðal viðfangs- efni okkar í dag. Auðvitað er það lilutverk stjórn- valda og flokkanna að ræða þau og setja þau á dag- skrá, eða réttara sagt að Jýsa stefnu sinni til þessa stóra viðfangsefnis. Ég hjó einmitt eftir því í ræðu ut- anríkisráðherra, sem Jónína var að vitna í, að hann segir: „Jú, þetta verður kosningamál." Ég held að það hafi blasað við mjög lengi. Hins vegar er þetta um- ræða sem er mjög almenn. Hún fer fram í flokkunum en hún þarf líka að fara fram í öllu samfélaginu. Verkalýðshreyfingin er gott dæmi um vettvang þar sem þessi umræða hefur verið í fullum gangi mjög lengi. Við komumst ekkert hjá því að ræða stöðu okkar og hlutverk í Evrópu og taka svo endanlega af- stöðu til aðildar að ESB, hvenær sem það verður. Sigríður Anna: Ég vil minna á þá staðreynd að eng- inn íslenskur stjórnmálaflokkur hefur á stefnuskra sinni að sækja um aðild að ESB. Það er staðreyndin i málinu en það er til góðs að ræða þessi mál fram og til baka.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.