Vera


Vera - 01.10.2002, Page 65

Vera - 01.10.2002, Page 65
Jónína: Ég verð að fá að leiðrétta þetta. Evrópunefnd Framsóknarflokksins og flokksþingið ályktuðu að unnið skyldi að því að uppfæra EES samninginn og ef þess væri nokkur kostur þá væri hugað að aðildar- viðræðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þórunn: Nú í haust tekur Samfylkingarfólk afstöðu til þess hvort það vilji gera það að stefnu flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Niður- staðan mun liggja fyrir í lok október. Aðildarviðræður... já eða nei? Sigríður Anna: Nú finnst már að ég eigi að fá að svara, segir Sigríður ákveðið (hinar hlýða formann- inum...). Mór finnst það ekki tímabært, nei. Mér finnst það ekki þjóna íslenskum hagsmunum eins og málin standa í dag. Aðildarviðræður NEI. Þórunn: Já, við eigum að sækja um aðild, semja og leggja samninginn í dóm þjóðarinnar. Það hefur ekk- ert upp á sig að þrefa um aðildarsamning sem er ekki til. Aðildarviðræður JA. Jónína: Hvaða Evrópusamband? (Þetta fannst þeim öllum fyndið og lilæja mikið...) í alvöru er það þann- ig, segir Jónína, að það liggur ekki fyrir hvaða kosti við höfum fyrr en gengið er til aðildarviðræðna. Að- ildarviðræður JA. ElNHVER ALViNSÆlASTA UPPELDISHANDBÓK í HEIMI Hver stjórnar á þínu heimili? Ekki er alltaf auðvelt fyrir foreldra að halda stillingu og sýna sanngirni. Góð ráð eru nauðsynleg fyrir alla uppalendur, ekki síst ráð sem krefjast þess ekki að þeir séu snillingar eða sálfræðingar til að geta nýtt sér þau. Töfrar 1-2-3 gefur ótal góð ráð. Til dæmis: Hvernig má fá börn til að hætta þegar þau ganga of langt; hvernig hægt er að fá krakka til að byrja á því sem þau eiga að gera; hvernig bregðast má við ótækri hegðun á almannafæri; hvernig beita má ýmsum aðferðum til að auka sjálfstraust barna og hvernig kennarar geta haldið aga í bekknum. I bókinni er af miklu innsæi fjallað um það erfiða verkefni að ala upp börn. Á þessa aðferð sem hér er kynnt er komin góð reynsla og vísar hún auðfarna leið til að aga börn á aldrinum 2ja til 12 ára án þess að skammast, þræta eða beita ofbeldi. Einnig er sýnt fram á að þögnin getur verið áhrifameiri en orð. Lestu bókina og taktu málin heima fýrir í þínar hendur HÁRSNYRTISTOFA Laugavegi 25 2.h Sími: 551 7144 Fax: 561 7144 Við bjóðum Vilborgu Ósk Ársælsdóttur, sem áður var á Babúsku á Njálsgötu, hjartanlega velkomna til starfa á Papillu. Vilborg hefur störf 1. desember. Gamlir og nýir viðskiptavinir velkomnir Minnum á að panta tímanlega fyrir jólin. Auður Magnúsdóttir Björg Yr Guðmundsdóttir Ragnhildur Elín Garðarsdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.