Vera


Vera - 01.10.2002, Qupperneq 71

Vera - 01.10.2002, Qupperneq 71
Eitt af meginatriðum norrænnar sam- starfsáætlunar um jafnréttismál er samþætting kynja- og jafnréttissjón- armiða í alla starfsemi Norrænu ráð- herranefndarinnar. Markmiðið er að á hverju starfssviði sé öxluð ábyrgð á auknu jafnrétti kynjanna. Þetta felur í sér ábyrgð á að skilgreina og fram- kvæma raunveruleg og sértæk mark- mið um jafnrétti kynjanna innan hvers málaflokks. Áfram er þó lögð áhersla á að varðveita samstarfs- sviðið um jafnréttismál. Hlutverk þess er að taka frumkvæði og afla sérfræðiþekkingar sem gagnast samþættingarstarfinu og þróa hefðbundna jafnréttis- málastefnu á meðan hennar er enn þörf en þess er vænst að samþætting jafnréttissjónarmiða stuðli að auknu jafnrétti kynjanna. Við samþættingu kynja- og jafnróttissjónarmiða hjá Norrænu ráðherranefndinni er stuðst við skil- greiningu Evrópuráðsins en hún hljóðar svo: Forsenda samþættingar kynja- og jafnréttissjónar- miða er að öll ferli stefnumörkunar séu metin, bætt, þróuð og endurskipulögð þannig að málsaðilar taki mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum á öllum þjóðfélagssviðum, á öllum stigum ákvarðanatöku og í allri meðferð mála. Þegar mál er skoðað frá kynjasjónarhóli felur það í sér að lýsa aðstæðum karla og kvenna á tilteknu sviði. Kynjasjónarmið er skilgreint út frá því að kyn- ferði sé grundvallarstærð í mannlegri tilveru og að öll tilheyrum við annað hvort karlkyni eða kven- kyni. Hvoru kyni fylgja sérstakar þarfir, venjur og at- ferli. Só mál skoðað út frá jafnréttissjónarmiði er markmiðið að kanna hvort kjör og tækifæri karla og kvenna séu jöfn á tilteknu sviði. Þegar athugað er hvort kynjajafnrótti ríki er mikilvægt að vera vak- andi i'yrir því að formlegt jafnrétti er ekki endilega það sama og jafnrétti í reynd. i Tveir fyrir einn í Bláa lónið gegn framvísun auglýsingarinnar. Gildir til 1. desember 2002. Frítt fyrir börn, 11 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum. ■ ICELAND I I 1 lagoon@bluelagoon.is • www.bluelagoon.is • 420 8800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.