Vera


Vera - 01.10.2002, Qupperneq 72

Vera - 01.10.2002, Qupperneq 72
Bríet félag ungra femínista yfirleitt sammála í aðalatriðum enda ekki málið að láta mismunandi stjórnmálaskoðanir koma í veg fyr- ir samstöðu kvenna. Dagbók Bríetar í þessu tölublaði Veru bryddum við Bríetur uppá þeirri nýjung að í stað hugleiðinga ætlum við að opna upp fyrir ykkur innri heim Bríetar og kynna fyrir ykkur starfsemi okkar undan- farna mánuði. Sumarið byrjaði á nýliðafundi sem þónokkuð margar stelpur sóttu. Nýliðafundir eru einskonar kynningar- og fræðslufundir fyrir stelpur sem sýnt hafa áhuga á að ganga í Bríeti. Við höfum nú haldið þrjá svoleiðis og afrakstur þeirra hefur verið sprauta í rassinn á Bríeti. Stelpurnar sem gengið hafa tii liðs við Bríeti í gegnum nýliðafundina og haldið áfram eru kjarni Bríetar núna. Svo héldum við samdrykkju í stíl Sókratesar með stelpunum sem sjá um vefritið Tíkina. Það varð mjög áhugaverður og skemmtilegur fundur, okkur greindi á um margt en vorum samt í lok ágúst tókum við á móti skandinavískum femínistum í tilefni ráðstefnu sem við héldum um jafnréttisrammaáætlun Evrópusambandsins. Þeirra fyrstu kynni af Islandi var menningarnótt í Reykja- vík en svo var haldið í vikudvöl og hörkuvinnu aust- ur í Árnes. Hópar voru myndaðir og var hverjum hópi ætlað að fara yfir hverja grein. Niðurstöður úr ráðstefnunni verða birtar bráðlega og fróðlegt verður að finna fyrir viðbrögðum við þessu uppátæki okkar. Við hefðum auðvitað ekki getað haldið ráðstefnuna ef við hefðum ekki fengið styrki frá Evrópusamband- inu, en einnig Landsvirkjun og Jafnréttisnefnd Kópa- vogs. Auk þess fengum við styrk frá Reykjavíkurborg í formi móttöku fyrir okkur í Höfða og þar gátum við látið virðulega meðal höfðingja-gjafanna og hetjanna sem við buðum. I haust höfum við aðallega einbeitt okkur að innri málum Bríetar, meðal annars með fjársöfnun. Bríet Bríet mælir með: _ Púhh: Bríet mælir á móti: Svíþjóð; já við mælum með Svíþjóð, ekki nóg með að þar sé í tísku að kalla sig femínista (allavega hafa flestir ráðherrar þar í landi kallað sig femínista), og fæðingarorlof þar er heldur lengra en hár á landi, heldur er ný ríkisstjórn Svíjrjóðar jafn hlaðin konum og köllum. Það köllum við jafn- rétti Mæðrastyrksnefnd; þrátt fyrir Portúgalsferð þá heldur Mæðra- styrksnefnd úti hjálp í formi matar og lífsnauð- synja fyrir fólk sem J^arf á því að halda. Fátæku fólki á Islandi hefur fjölgað og þau þurfa á allri aðstoð að halda. Við mælum meö Jjví að við öll sem getum kaupum mat og gefum þeim. Við í Bríeti ætlum allavega að gera Jjað. Sam bíóin og Filmundur; fyrir að upphefja klám og normalísera klámefni með innflutn- ingi á einni af frægustu klámstjörnum samtímans. Fréttastofa ríkissjónvarpsins; Of langt innslag sem virkaði eins og auglýsing með viðtali við vændiskonu sem gerir út á internetinu. Fréttir RUV misstu allan trúverðugleika þegar fjallað er um vændi eins og hverja aðra atvinnugrein án þess að ræða við aðra aðila sem koma málinu við, eins og Stígamót sem vændiskonan gagnrýndi fyr- ir að ganga of langt í andspyrnu sinni jafnframt því að segja að „engum væri ýtt út þetta"! Þegar staðreyndin er sú að um 80% vændiskvenna hafa verið misnotaðar í æsku eða eru að halda uppi dópneyslu, eða fá lítil eða engin önnur atvinnutækifæri, eða hafa verið seldar/rændar frá heimalandi sínu. Sýn; Karlrembuauglýsingar á hæsta stigi. Vilja karlar í alvöru halda uppi þeirri klisju sem er oi'ðin svo vinsæl að þeir séu heimsk- ir og ekki færir um að sjá um sig sjálfir? Ef konur ráða í alvóru öllu á heimilinu, eins og reynt er að láta líta út fyrir, þá erum við vissar um að þær láti kallana sína líka lesa Veru upp til agna (og þá skilar þessi gagnrýni sér á réttan stað).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.