Vera - 01.12.2002, Page 10

Vera - 01.12.2002, Page 10
Nafn: Elsa Sigríður Jónsdóttir Aldur: 63 ára Starf: Lektor við Kennaraháskóla íslands Ahugamál: Utivera og skógrækt Hve lengi áskrifandi? Eitt og hálft ár Hvernig finnst þér Vera? Áhugavert blað Kennari leikskólakennaranna „Eg kenni sálfræði og uppeldisgreinar við leikskólabraut Kennaraháskólans en var áður kennari við Fósturskól- annn frá 1979 og þar til hann var sameinaður KHÍ ásamt Þroskaþjálfaskólanum og íþróttakennaraskólanum," segir Elsa Sigríður um starf sitt og bætir við að áður hafi hún verið grunnskólakennari, kennt unglingum og haft gaman að. „Eg tók síðan BA próf í sálfræði við HÍ og masterspróf í uppeldis- og menntunarfræðum og finnst bæði skemmti- legt og jákvætt að kenna leikskólakennaranemum. Aðsókn í námið mætti vera meiri en við sjáum samt núna merki um að hún er að aukast. Fjarnám er mikilvægur þáttur í starfseminni en boðið hefur verið upp á það síðan 1991.“ Þegar Elsa Sigríður er spurð um áhugamálin segir hún að þau tengist m.a. starfinu þar sem hún hefur lagt á- herslu á gengi fatlaðra barna og tvítyngdra í leikskólum en það er einmitt eitt af áhugamálum hennar. MA ritgerðin hennar byggðist á rannsókn á þessu efni og segir hún að áhuginn stafi m.a. af því að sjálf á hún fatlaðan son. Af öðrum áhugamálum nefnir hún að útivist sé sér mikil lífsnæring. Hún fer alltaf í eina langa gönguferð á sumri og hefur gengið víða um hálendið en hefur líka far- ið í gönguferðir í útlöndum, t.d. í Pýreneafjöllum og á Mallorca. „Þess á milli geng ég um Elliðaárdalinn og verð aldrei leið á því,“ segir hún. „Ég vil endilega nefna líka að ég hef mikinn áhuga á skógrækt, hef verið að rækta upp mel við Hafravatn ásamt fjölskyldu minni þar sem við eig- um lítið hús. Ég les líka mikið, bæði efni sem viðkemur starfinu og skáldsögur og ævisögur." Jafnrétti fyrir alla Þegar Elsa Sigríður er spurð um Veru segir hún að sér finnist blaðið áhugavert, hún sá það oft í gamla daga hjá vinkonum sínum sem hún vann með í Fósturskólanum en svo varð hún ekkert vör við það í mörg ár. Þegar henni var boðin áskrift í fyrra ákvað hún að slá til og gerast áskrif- andi. „Mér finnst jafnréttisumræðan fara í hringi, það virðist alltaf þurfa að segja sömu hlutina aftur og aftur og þá get- um við sem eldri erum orðið leiðar. En ég geri mér grein fyrir því að ný kynslóð þarf að heyra það sem erum búnar að heyra og skilja. Ég er ánægð með það að blaðið skuli fjalla um jafnrétti á breiðari grunni en bara kynjajafnrótti - við þurfum að berjast íyrir jafnrétti allra. Mér finnst t.d. gaman að lesa um baráttu kvenna í öðrum heimsálfum fyrir jafnrétti, því það er grundvöllur fyrir almennum framförum. Eftir því sem efnið er fjölbreyttara þess betra finnst mér blaðið," sagði Elsa Sigríður að lokum. EÞ

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.