Vera - 01.12.2002, Síða 16

Vera - 01.12.2002, Síða 16
Elísabet Þorgeirsdóttir myndir: Þórdís ns s_ <u > 16 Fátækt er dýr Fátæktin er dýr fyrir samfélagið, hún skapar ótal önnur vandamál eins og sjúkdóma, fé- lagslega erfiðleika og framtíðarvandamál. Börn sem fara á mis við allt það sem önnur börn fá missa sjálfstraustið og sjálfsvirðinguna. Margir fátækir foreldrar hafa þegar misst þetta tvennt en það sem þeim svíður sárast er að sjá börnin sín fara illa vegna þeirra aðstæðna sem þau búa við. Nú fer í hönd einn erfiðasti tíminn fyrir fólk sem ekki getur lifað af því sem velferðarkerfið deilir út - jólin með öllum kröfunum um veraldlega hluti. Margt fólk líður mikið á þessum tíma. Það getur ekki veitt sér eða sínum neitt og því miður grípur sumt fólk svo mikil örvænting að það er í mikilli hættu að fara sér að voða. Þessi mál eru dauðans alvara, það verðum við vör við á hverjum degi. Þessi orð sagði Garðar Sverrisson, formaður Öryrkja- bandalags íslands í viðtali við Veru. Hann hafði þá lesið upp úr bréfi sem honum barst þegar mikið mæddi á honum í formannsstarfinu, frá konu sem er öryrki og var að hvetja hann til dáða. í bréfinu lýsir hún erfiðum aðstæðum sínum og vonleysi og kallar sjálfa sig „smælingja hans Davíðs.“ „Við fáum mikið af bréfum og heyrum oft í fólki þar sem sjálfsvígs- hugleiðingar eru því miður alltof algengar," segir Garðar. Islenskt velferðarkerfi var byggt upp á síðustu öld fyrir baráttu þeirra sem vildu jöfnuð og samhjálp. Fyrirmyndin var frá velferðarríkjum Evrópu sem byggðu upp kerfi þar sem heilbrigðisþjónusta og menntun væri ókeypis og almannatryggingar kæmu úr sameiginlegum sjóðum sem þjóðfélagsþegnar hefðu greitt í með sköttum sínum. Þannig byggði fólk upp kerfi sem tryggði því framfærslu í ellinni og ef það yrði fyrir því að missa starfsgeluna. Undanfarin ár hefur sífellt minna verið hægt að treysta á þetta velferðarkerfi enda er fólk stöðugt hvatt til þess að greiða í eigin sjóði til að tryggja sér öryggi við heilsutap og elli. Þannig er í raun grafið undan þeirri hugsun að allir eigi rétt á vernd og sóu jafnir, enda getur bara fólk sem á eitthvað afgangs lagt fyrir í slíka sjóði. Það má því segja að íslenskt velferðarkerfi standi ekki lengur undir nafni.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.