Vera - 01.12.2002, Side 18

Vera - 01.12.2002, Side 18
MZÍ: n 5 frfcA STU?LL fátækt er dýr Frá árinu 1993 hafa skattleysismörk lífeyris- þega hækkað um 12%, verðlag um 35% en laun um 80%. Ef skattleysismörkin hefðu hækkað í takt við launavísitölu yrðu þau tæplega 110.000 krónur nú um áramótin en ekki 67.000. við launavísitölu yrðu þau tæplega 110.000 krónur nú um áramótin en ekki 67.000. Það segir sig sjálft að það yrði mikil kjarabót ef þessi skekkja yrði leiðrétt. Jóhanna Sigurðardóttir og félagar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fundnar verði leiðir til að afnema eða lækka verulega tekjuskatt á láglauna- fólk og lífeyrisþega sem hafa tekjur undir lágmarks- launum en hún hefur ekki fengist samþykkt. í grein- argerð með tillögunni kemur fram að samkvæmt út- reikningum Þjóðhagsstofnunar greiddi láglaunafólk og lífeyrisþegar með laun og bætur undir 90.000 krónum um einn milljarð í tekjuskatt og útsvar á síð- asta ári. Er þá miðað við heildarlaun, þ.e. greiðslur frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum, atvinnleysis- bætur, húsaleigubætur og fjárhagsaðstoð sveitarfé- laga. „Það er ekki hægt að kalla þessa stefnu stjórn- valda annað en aðskilnaðarstefnu. Ef henni væri beitt gegn öðrum hópi, t.d. eftir kynþætti, væru mannréttindasamtök umsvifalaust komin í málið,“ segir Garðar Sverrisson og vísar til þess að ekki er hægt að lifa af þeirri aðstoð sem samfélagið veitir. Ef fólk lendir í veikindum, slysum eða missir heilsuna af öðrum orsökum er það dæmt til fátæktar. Sú byrði hjálpar því ekki til að ná heilsunni á ný, þess vegna er þessi stefna dýrari fyrir samfélagið þegar upp er staðið heldur en ef fólki væru greiddar bætur sem sem það getur lifað af með reisn.“ Garðar segir að bætur almannatrygginga á Norður- löndum séu um helmingi hærri en hér á landi. Þar njóta bótaþegar auk þess ýmissa hlunninda í formi ó- keypis þjónustu sem ekki fæst hér á landi og þar er matarverð líka lægra. „Eg segi það hiklaust að það að laga bætur almannatrygginga væri arðbærasta virkjun- arframkvæmdin sem íslenskt þjóðfélag gæti ráðist í. Þar værum við að virkja mannafl sem við svívirðum nú með því að brjóta fólk niður. Um leið búum við sumum börnum þannig aðstæður að þau upplifa sig annars flokks, þau geta ekki tekið þátt í tómstunda- starfi eins og önnur börn og hafa ekki efni á fötum og ýmsu öðrum sem ungu fólki þykir nauðsynlegt. A bak við svona ástand liggja í raun fordómar gagnvart þeim sem þurfa á hjálp að halda. Við lítum niður á fólk sem einhverra hluta vegna er ekki fært um að afla sér tekna. Við virðumst gleyma því að þetta getur komið fyrir okkur öll,“ sagði Garðar Sverrisson. Viðmælandi okkar er ósköp venjuleg kona um fertugt sem lifir á örorkubótum og býr ein með tveimur börnum á unglingsaldri. Heilsan hefur verið að bila smátt og smátt, m.a. vegna slysa, ýmis stoð- kerfisvandamál hafa hrjáð hana og hún hefur farið í bakaðgerð. Fyrir nokkrum árum var hún metin 75% öryrki en stefndi að því að ná betri heilsu og var á góðri leið með það þegar hún lenti í bílslysi á- samt annari konu og þær slösuðust báðar töluvert. Þegar unnið hafði verið með afleiðingar þess í tæpt ár veiktist hún hastarlega og í Ijós kom að hún var komin með alvarlegan lifrarsjúkdóm. Hún er nú í sex mánaða stífri lyfjameðferð sem fylgja slæmar aukaverkanir. Öll orkan fer því í að þola veikindin og þá bæta fjárhagsáhyggjur ekki líðanina. Þegar hún fékk þær fréttir að konan sem lenti í bílslysinu með henni fengi margar milljónir í slysabætur en hún aðeins um 5% vegna miska, eða 200-300.000 krónur vegna þess að hún væri hvort sem er á örorkubótum, varð hún bæði reið og von- laus. Bæturnar hefðu getað bætt fjárhag hennar heilmikið.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.