Vera - 01.12.2002, Side 21

Vera - 01.12.2002, Side 21
Hún er blíð og glaðleg, falleg kona á fimmtugsaldri og segist hafa lagt áherslu á að vernda barnið í sjálfri sér - það geti engir tekið frá sér. Hún hlúir að því m.a. með því að skrifa þegar hún er ein og segist eiginlega aldrei fara út á meðal fólks. Það eina sem hún veitir sér er áskrift að Stöð tvö og Fjölvarpinu, til að fjölskyldan geti horft saman á bíómynd- ir og sjálf hefur hún mikla ánægju af er- lendu fræðslustöðvunum. Hún leigir íbúð í fjölbýlishúsi í eigu Félagsbústaða og þar á hún nokkrar góðar vinkonur sem styðja hver aðra. „Ég bjó í Svíþjóð frá 14 til 26 ára ald- urs, var hamingjusöm og naut lífsins. Ég lærði það sem mig langaði til og stóð mig vel, vann skemmtileg störf, ferðaðist um Evrópu og gat keypt mér það sem mig langaði til. Ég vann m.a. sem sjúkra- liði og fókk mikið út úr því að gleðja fólk sem leið illa. Svo er ég allt í einu orðin ein af þeim - öryrki sem þarf að treysta á hjálp annarra," segir hún þegar hún byrjar að lýsa kjörum sínum og aðstæðum. Elsta barnið hennar líður mikið fyrir sjúkdóm sinn og það hefur verið mikið álag é hana. „Hann datt út úr skóla en fékk vistun á sveitaheimili þar sem honum leið vel og fékk góða menntun. Nú bíður hann eftir því að komast í myndlist- arnám, hann er mjög fær teiknari. En veikindin gera hann þunglyndan," segir hún og verður döpur. Lífsgæðakapphlaupið og samanburðurinn „Ég beið í þrjú ár eftir örorkumati eftir að ég kom heim og fékk aðstoð fró Félagsþjónustunni á meðan. Ég hef átt í veru- legum erfiðleikum með að framfæra mig og þrjú börn af bót- unurn en ég var skuldlaus og stolt af því þangað til fyrir þremur árum þegar ég rnissti tök ó yngri börnunum og þau leiddust út á vafasamar brautir," heldur hún áfram. „Yngri börnin voru 7 og 9 ára þegar við komum heim. Þau töluðu eiginlega bara ensku og fengu litla aðstoð við að læra íslensku. Það varð þess valdandi að þau urðu þau fyrir einelti og það var fleira sem gerði þeim erfitt fyrir. Þau urðu eiginlega alveg rugluð þegar þau sáu allt dótið sem til var hór, alls staðar voru flottar búðir með öllu heimsins dóti. Þar sem við bjuggum í Alaska var allt svo gamaldags og fátæk- legt svo þetta voru mikil viðbrigði. Þau vildu auðvitað eign- ast þessa hluti, eins og hin börnin - hjól, hljómflutningstæki, föt og peninga til að eyða. Fyrst gerðu þau sér enga grein fyr- ir því að það þyrfti að borga fyrir dótið og freistuðust til að stela. Ég hef reynt eins og óg hef getað að uppfylla kröfur þeirra en það er bara ekki nóg. Hin börnin fengu ekki bara eina gjöf, heldur margar og þegar ég stóð mig sífellt verr í samanburðinum fóru þau að fyrirlíta mig og kenna örorku minni um óhamingju sína.“ Ég hef reynt eins og ég hef getað að upp- fylla kröfur barnanna en það er bara ekki nóg. Hin börnin fengu ekki bara eina gjöf, heldur margar og þegar ég stóð mig sífellt verr í samanburðinum fóru þau að fyrirlíta mig og kenna örorku minni um óhamingju sína." Hlýjan sjaldgæfari en fyrirlitningin Hún segist alltaf reyna að kaupa einn nýjan hlut fyr- ir börnin þegar hún fær bæturnar og í byrjun mánað- ar kaupir hún mikið af mat í Bónus. Hann dugar fram yfir miðjan mánuð en eftir það getur verið lítið eftir til matarkaupa. Greiðsluþjónusta bankans tekur ákveðna upphæð fyrir húsaleigu og öðrurn skuldum og ef ekkert er til fyrir mat segist hún oft sleppa því sjálf að borða. „Ég hef oft fengið mat og föt á sjálfa mig og börn- in hjá Mæðrastyrksnefnd. Ég er alveg búin að sætta mig við að ganga í notuðum fötum. Ætli ég fari ekki svona sjö sinnum á ári til Mæðrastyrksnefndar, ég vil ekki fara oftar því ég veit að fleiri þurfa á aðstoð að halda. Þessi aðstoð hefur verið mér óskaplega dýr- mæt og ekki síst viðmót kvennanna og manngæska. Þær klappa mér á bakið og hæla mér fyrir hvað ég sé dugleg. Það klapp yljar mér lengi á eftir. Ef þessar konur væru ekki til fengjum við aldrei þessi hlýju orð. Það er miklu algengara að við öryrkjar finnum fyrir fyrirlitningu samborgaranna og þeirra sem eiga að veita okkur þjónustu." Henni finnst stundum að það sé ætlun stjórn- valda að murka lífið úr þeim sem farið hafa halloka í lífinu. Sem dæmi nefnir hún að nýlega hafi lyfja- kostnaður hennar hækkað úr 500 krónum í 2000 krónur. Hún þarf að taka þunglyndislyf, gigtarlyf og taugalyf og þegar hún spurði hvers vegna lyfin hefðu hækkað var henni sagt að það væri ákvörðun stjórn- valda. Hver dagur barátta upp á líf og dauða „Vinkona mín hér í húsinu hefur stundum ekki efni á að leysa út astmalyf sem hún verður að taka svo ég hef hjálpað henni með það. Ég þarf að taka taugalyf vegna þess að stundum fyllist ég svo mikilli angist og panik að ég sé ekkert annað ráð en að leggjast upp í rúm og breiða yfir haus. Ég verð svo þunglynd að ég get ekki látið neinn sjá mig og svara ekki þótt dyra- bjallan hringi. Það er svo margt sem veldur mér kvíða, það mó segja að hver dagur sé barátta upp á líf og dauða,“ segir hún og vísar til undanfarinna missera þar sem hún hefur átt í stöðugri baráttu við yngri börnin. Sonurinn leiddist út í afbrot og var vistaður á unglingaheimili og síðan á sveitaheimili. Það hafði þau áhrif að dóttirin gerði uppreisn og dvelur nú á unglingaheimili. Þetta ástand veldur henni mikilli sorg og vanlíðan en hún segist ekki

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.