Vera - 01.12.2002, Page 30
Þórhildur Einarsdóttir viðskiptafræðingur
Skattalegar ívilnanir
í tengslum við sparnað
Prófkjöri stjórnmáiaflokkanna er nýlokiö og Ijóst að málefnin sem
tekist verður á um fyrir komandi alþingiskosningar verða marg-
vísleg. Eitt af því sem hefur verið mjög áberandi í umræðunni síð-
ustu vikurnar eru skattamálin og hefur mikið verið rætt um háa
tekjuskatta einstaklinga hér á landi. Það kemur svo í Ijós á næsta
kjörtímabili hvaða leiðir verða farnar í skattamálum einstaklinga
en í ár er hins vegar síðasta tækifærið að notfæra sér þann mögu-
leika að fjárfesta í hlutabréfum sem hefur verið eina leiðin til að
lækka tekjuskatt. Hins vegar er hægt að fresta tekjuskattgreiðsl-
um og njóta ýmissa skattalegra ívilnana með því að greiða í við-
bótarlífeyrissparnað. Með því að notfæra sér þá sparnaðarleið
geta einstaklingar frestað skattgreiðslum þar til við útgreiðslu líf-
eyris og þá er bara að vona að komandi kynslóðir alþingismanna
vinni ötullega að því að lækka tekjuskattinn.
Hlutabréfaafsláttur heyrir brátt sögunni til
Frá árinu 1984 hefur einstaklingum staðið til boða að fjárfesta í
íslenskum hlutabréfum og hafa þeir notið skattalegrar ívilnun-
ar vegna slíkra kaupa. í gegnum tíðina hefur töluverður fjöldi
einstaklinga nýtt sér þennan kost og náði hámarki á árunum
1998 til 1999 í kjölfar mikils uppgangs á innlendum hluta-
bréfamarkaði. Árið 2000 tók að halla undan fæti á hlutabréfa-
markaðnum auk þess sem unnið hefur verið markvisst að því
að fella skattaafsláttinn út í þrepum. Síðustu tvö ár hafa því
mun færri nýtt sér þennan kost og eins og áður sagði stendur
þessi möguleiki fjárfestum til boða í síðasta sinn nú í ár.
Lækkun á tekjuskatti getur numið
tæpum 31.000 kr.
Til að hljóta hámarksfrádrátt frá tekjuskattstofni á næsta gjald-
ári þarf einstaklingur að fjárfesta fyrir kr. 133.333 og nemur
lækkun á tekjuskatti þá kr. 30.832. Þessar upphæðir eru allar
tvöfaldar fyrir hjón og sambýlisfólk. Þá ber að athuga að lækk-
un á tekjuskatti fæst einungis só verið að auka við eign í
hlutabrófum. Hlutabréfin þarf að eiga yfir fimm áramót en á
tímabilinu er hins vegar í lagi að selja hlutabréfin séu önnur
keypt innan þrjátíu daga. Þeim sem hafa hug á að notfæra sér
þennan kost er bent á að afla sér nánari upplýsinga hjá sér-
fræðingum banka og fjármálafyrirtækja.
Lífeyrissparnaður kemur til frádráttar
á tekjuskattstofni
Gríðarlegar breytingar hafa orðið í lífeyrismálum á allra síð-
ustu árum og stigin mörg framfaraskref í þeim tilgangi að
auka sparnað og tryggja fjárhagslega afkomu á eftirlaunaárun-
um. Einstaklingar geta nú í auknum mæli haft val um það í
hvaða lífeyrissjóð þeir greiða auk þess sem launþegar geta nú
greitt meira í lífeyrissjóð en þau 10% sem skylt er að greiða
samkvæmt lögum. Árið 1999 var viðbótarlífeyrissparnaður
kynntur til sögunnar og upphaflega mátti launþegi greiða
aukalega 2% í slíkan sparnað en árið 2001
var þetta hlutfall aukið í 4%. Mótframlag
launagreiðanda er 2,0% og að auki er mót-
framlag ríkisins allt að 0,4%. Einstakling-
ur með kr. 250.000 í mánaðarlaun leggur
kr. 10.000 í sparnaðinn en atvinnurekandi
og ríkið greiða kr. 3.600 til móts við hann.
Upphæðin sem einstaklingurinn greiðir
eftir skattfrestun nemur einungis kr.
6.146.
Hagstæðasta sparnaðarformið
í dag
Þetta er því ótvírætt eitt af hagstæðustu
sparnaðarformunum sem í boði eru. Það
sem greitt er í lífeyrissparnað kemur til
frádráttar á tekjuskattstofni á því ári sem
greiðslur fara fram og frestast skattgreiðsl-
ur því til efri áranna þegar útgreiðsla líf-
eyris hefst, auk þess sem inneignin er
undanþegin fjármagnstekju- og eigna-
skatti. Eins og áður hefur verið bent á er
skattalegt hagræði viðbótarlífeyrissparn-
aðar mikið umfram annan almennan
sparnað sem felst í því að ekki er greiddur
10% fjármagnstekjuskattur af viðbótarlíf-
eyrissparnaði, enginn eignaskattur eða
erfðafjárskattur. Lífeyrissparnaður er ekki
aðfararhæfur og þau iðgjöld sem greidd
eru í séreignarsjóði erfast að fullu.
Mikið og fjölbreytt úrval
sparnaðarleiða
Hægt er að vera með viðbótarlífeyris-
sparnað hjá lífeyrissjóðum, bönkum,
sparisjóðum og verðbrófafyrirtækjum.
Margir kostir standa þeim til boða sem
ætla sér að greiða í viðbótarlífeyrissparn-
að og kann fólki að finnast allílókiö að
greina hvaða kostir henta sér best. Það er
afar misjafnt hvað hentar hverjum og ein-
um og þarf helst að taka tillit til aldurs
viðkomandi og hvaða hugmyndir hann
hefur um ávöxtun og áhættu. Það má þó
segja að með viðbótarsparnað líkt og ann-
an sparnað þarf að kynna sér vandlega
hvað er í boði og umfram allt að leita sér
aðstoðar sérfræðinga við valið.