Vera - 01.12.2002, Qupperneq 36

Vera - 01.12.2002, Qupperneq 36
«0 01 > Hattari hennar hátignar Bretar setja ketilinn á til að fá sér konunglegan sopa með sætu kexi, gúrku- brauði og skonsum; halda síðdegisboð, hafa morgunverð, miðnæturglaðning. Kannski ekki eins skrítnar og skemmtilegar samkomur og Lísa litla í Undra- landi sat hjá hattaranum, en þó afar bresk hressing. Og sumir kalla kvöldmat- inn te, þótt á borðum sé ekki annað en franskar og spælegg. Þannig snæðing þáði eiginmaður Sigrúnar Ástrósar í myndinni Shirley Valentine, áður en hús- móðirin fékk nóg af því að tala ein við sinn úthverfavegg og fór suður til Grikk- lands á vit ævintýra en aðallega sjálfrar sín. Bresk menning, meðal annars eins og hún birtist í kvikmyndum og bókum, er yfirleitt bullandi af vatni í te. Hvort heldur segir af almúga eða aðli, einmana sál eða í fólagsskap. Bretar áttu nýlendur á tesvæðum, Indlandi og Ceylon, og komust því snemma á bragðiö. Af tei, sem var verðmæti og gjaldmiðill. Það var skattlagt til nýju álfunnar og úr varð teveislan svokallaða í Boston 1773, þar sem þremur skipsförmum af te var kastað í sjóinn og frelsisstríð Bandaríkjanna hófst. Síð- an hafa Englendingar haldið sig viö sinn tesopa; að morgni, miðdegis og síðla dags; en þá er hann kallaður háte, „high tea“ og Elísabet drottning mun aldrei láta síðdegi líða án slíkrar hressingar. Paul Newton rekur verslunina Pipar og salt í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Sigríði Þorvarðardóttur. Þau selja te frá einum af helstu innflytjendum Bretlands, hafa sömu gæði í pokum og lausu, heyri ég þegar Paul er staðinn að því að drekka pokate úr þykkum bolla. „Áður var te helst drukkið úr þunnum postulínsbollum," segir hann, „þetta var dýr vara og ástæða til að vanda sig. Þótt minna só haft við núorðið eru Englendingar ennþá mikið fyrir te og hafa gjarna mjólk út í, sérstaklega mildar morgunblöndur. Það hentar síður í afger- andi te, eins og Earl Grey, sem stendur fyrir sínu eitt og sér. Mór finnst það best í lausu, sett í hitaðan ketil sem hellt er í sjóðandi vatni og látið standa smá- stund. Þumalfingursreglan er teskeið af telaufi á mann og ein fyrir ketilinn." Sumir kaupa te eftir vikt og blanda tegundum sjálfir og Paul er ekki frá því að slíkar spekúlasjónir séu eitt merki um aö te só að ganga í endurnýjun líf- daga. Þótt jurtaseyði sé orðið vinsælt og auðvitað kaffi og gosdrykkir, sýnist honum tehús vera að spretta upp á nýjan leik. Til dæmis var hönnuðurinn Ian Mackintosh að opna slíkan stað í Glasgow og aðrir fylgja líklega eftir. En.heim- ilin eru samt aðal tehúsin í Bretlandi, ]3ar er vatn á katli fleslra meina bót. höfðu kynnst í nýlendunum. Um aldamótin 1900 hafði tesmekkur Breta breyst úr grænu Kínatei í svart indverskt; te var verðmætt og skip kepptust um að koma því í hafnir. Indland framleiðir mest af tei heimsins en Darjeeling, kennt við bæ í hlíðum Himalayafjalla, þykir best og kostar mest. Onnur svæði, eins og Assam þar sem fyrst var plantað til fjöldanota, um 1830, eru líka góð og mikið tekið af þeim í teblöndur. Englendingar halda uppá þær, til dæmis „morg- unte“ sem passar vel með smá- skvettu af mjólk. Kínverskt te er fjölbreytt flóra; grænt og svart, reykt og ilmandi af ávöxtum og blómum eins og bergamott (Earl Grey) og jasmínu. Mörgum þykir kínverskt svart te best eitt og sér, ekki með mjólk, en í mesta lagi sítrónusneið. Tepokinn er næstum hundrað ára uppfinning en þessi þægilega leið til tesopa varð ekki vinsæl fyrr en um miðja síðustu öld. Áður var te stundum skafið af stórum samþjöppuðum kögglum sem tíðum voru fluttir landleiðina um fjöll og firnindi, frá Asíu til Evrópu. En amerískur kaupsýslu- maður sendi teprufur til við- skiptavina í silkipokum og átti þannig þátt í tilurð tepokans. Slíkt skyndite er þó ekki að skapi sannra sælkera, nema í letikasti bak við byrgða glugga. Annars taka þeir sín sórvöldu lauf úr luktri krukku, sem geymd er við stofuhita, þyrla þeim í hitaðan ketil og hlusta eftir suðu vatnsins. Hella síðan varlega í ketilinn og bíða. Hugsa kannski eins og Ibsen: Langt í draumanna austri vex planta, hún á heima í garði frænku sólarinnar. o 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.