Vera - 01.12.2002, Qupperneq 38

Vera - 01.12.2002, Qupperneq 38
Þórunn Hrefna Sigurjó'nsdóttir myndir: Þórdís Ef Guð er karl þá þýðir það að karlar séu guðir Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir er kona sem vill tala um Guð í kvenkyni. Þessi sérviska hennar hefur farið óskaplega fyrir brjóstið á fólki, en þó hefur hún þar heila fræðigrein á bakvið sig, kvennaguðfræðina, sem fáir þekkja. Auður Eir var fyrsta konan sem tók vígslu sem prestur hér á landi og hún hefur reynslu af því að standa fyrir utan múrinn umhverfis kirkjuna sem nánast reyndist ókleifur fólki af hennar kynferði. Auður var í kvenlögreglunni um árabil, sem var einskonar félagsmálastofn- un þess tíma, og hún starfaði með fólki sem setti vistheimilið Bjarg á laggirn- ar. Hún vinnur nú í Kvennakirkjunni sem verður tíu ára í byrjun næsta árs og hún situr við skriftir. Fyrir átta árum var gefin út bókin Vinátta Guðs og nú er það Gieði Guðs sem kemur út á næsta ári í tengslum við afmælið. Síðast en ekki síst situr Auður Eir í hópi þeirra hugsjónakvenna sem mynda Verurnar ehf og þær gefa út tímaritið sem þú heldur nú í höndum þínum. Við Auður settumst niður í notalegu húsnæði Kvennakirkjunnar með kaffi. „Það liggur beinast við að spyrja konuna sem virðist lifa fyrir trú og kvenréttindi hvenær þessi sannfær- ing hennar fór að láta á sér kræla. Og hvort kom á undan? Mér finnst einhvern veginn að hvort tveggja hafi fylgt mér frá því að ég fæddist," segir Auður og bros- ir. „Og hefur ævinlega haldist hönd í hönd. Það var mér eðlilegt að vera kvenréttindakona eins og það var mér eðlilegt að vera trúað barn. Ég fékk mjög gott uppeldi á báðum sviðum. Ég er alin upp hór á Grundarstíg og hér að Þingholtsstræti 17, í því húsi sem Kvennakirkjan er nú, bjó amma mín og rétt fyrir neðan var KFUM og K. Reykjavík var líka svo lítil á þessum tíma og nálægðin mikil.“ Kvenréttindasinnað barn? Þetta hlýtur að hafa þótt skrítið. „Nei það var gjörsamlega eðlilegt. Þegar ég lít til 38 baka veit ég hversvegna. Það voru alltaf erindi í út- varpinu haldin af Kvenréttindafélaginu sem óg hlustaði á á kvöldin. Og þó að ég muni ekkert af því sem þær sögðu og hafi áreiðanlega ekki skilið neitt af því heldur hefur það skipt mig máli. Fleiri jafnöldr- ur mínar hafa sagt þetta. Ég ólst líka upp með mjög sterkar konur í kringum mig.“ Þegar þú ert rétt um tvítugt hefurðu störf hjá lög- reglunni. Snemma hefurðu byrjað að sækja í þessi hefðbundnu karlastörf... „já það er alveg satt, en það er bara tilviljun," segir Auður og hlær. „En það var ekki götulögreglu- starf heldur ráðgjafastarf, kallað kvenlögreglan. Við vorum félagsráðgjafar nokkurs konar og kvenlögregl- an vann í samráði við félagsmálastofnun þess tíma og sinnti einkum konum." Auður segir að þörfin hafi verið brýn og gefur lít- ið fyrir að hún hafi átt erfitt uppdráttar í starfi vegna kynferðis og æsku. „Ég var að vísu nijög ung og líka ns k. <u >
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.