Vera - 01.12.2002, Síða 45

Vera - 01.12.2002, Síða 45
Hér sést hver vandamál vina Vinalínunnar eru Byrjun á lausn vandans getur verið að tala um hann Hún segir að stundum finnist þeim sem hringja að ekki sé nein leið út úr vandanum, fólk só kannski orðið lasið, gamalt eða einmana og finnist að það eigi hvorki ættingja né vini. Einnig geti verið að fólk sé að flytja frá útlöndum og eigi í erfiðleikum með að komast inn í samfélagið. En þar sem er bara um símaþjónustu að ræða getur starfsfólk Vinalínunnar ekki gripið inni í vandamál, það getur hins vegar bent á möguleika til hjálpar og hefur góðar upplýs- ingar um þá aðila sem vinna með einstök vandamál. Þau fá líka reglulega til sín fyrirlesara sem fræða þau um ýmis mál, t.d. einelti, einmanaleika, tilfinninga- greind o.fl. „Að vísa fólki annað er samt vandmeðfarið því það getur virkað sern höfnun, eins og við séum að segja: Ég nenni ekki að hlusta á þig, farðu bara eitt- hvað annað. En ef það leysir úr vandanum að benda fólki á hina ýmsu þjónustuaðila gerum við það og það er þá undir fólkinu sjálfu komið hvernig það nýtir sór þá möguleika sem við bendum á. Við sjálf veitum ekki sérfræðiþjónustuna, við vinnum þarna sem venjulegt fólk, þótt margir séu jafnvel sérfræð- ingar á einhverju sviði. Við hlustum vel og reynum að greina vandann þótt við getum ekki leyst hann. En það að hringja og byrja að tala um vandann getur oft opnað fólki leiðir til lausnar." Hefur kærleikann að leiðarljósi Hún segir að hún hafi lært margt af þessu starfi og finnist hún eiga orðið marga vini, þótt hún viti ekki hvað þeir heita og myndi ekki þekkja þá á götu. Hún segist þekkja raddir margra og finnist það góð til- finning að liafa lagt fólki lið. Hún leggur mikla á- herslu á þá virðingu sem er borin fyrir þeim sem hringja, þau geti treyst því hundrað prósent að ekki sé fleiprað með það sem fram fer í trúnaðarsamtöl- unum „Mig hafði lengi langað að láta gott af mér leiða en er ekki sú manngerð að vilja láta á mér bera. Mér fellur betur að vinna á bak við og því hentar þetta starf mér mjög vel. Ég er sannfærð um að við gerum mörgum gott, við fáum oft svo falleg orð frá vinum okkar sem liringja. Það er líka mikilvægt að fólk sé ekki feimið við að viðurkenna að því líði illa og þurfi á stuðningi að halda. Það kemur fyrir okkur öll einhvern tíma í lífinu, það er bara misjafnt hvernig við höndlum það. Að taka á málum með kærleika og opnum huga er leiðarljós mitt í þessu starfi. Það hef- ur alltaf verið mín leið í lífinu að reyna að sjá lausn- ir á vandamálunum í stað þess að gera mál flóknari en þau eru.“ Sími Vinalínunnar er: 800 0464. Félagsleg vandamál □ Einmana ■ Stríðni/Einelti ■ Eigið sjálfsvfg Sálræn vandamál ■ Einelti □Sjálfsmynd DSektarkennd □ Söknuður/Sorg ■Sams.erfiðl. viö fjölsk DMissætti við aðra ■ Sjálfsvíg annarra □Leiöi BÞunglyndi Stofnaðir 1939 PRÓFANÁM - FRÍSTUNDANÁM Oldungadeild á grunn- og framhaldsskólastigi. Fjölbreytt tungumálanám. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið. Námsaðstoð fyrir skólafólk. Sérkennsla í lestri og skrift. Upplýsingar í síma 551 2992 Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Mjódd Netfang: nfr@namsflokkar.is Heimasíða: http://www.namsflokkar.is SVO LENGILÆRIR SEM LIFIR

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.