Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 22

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Side 22
FORMÁLI Á þessu ári hefi eg hagað útgáfu Tímaritsins á nokkuð annan veg en tíðkast hefir á undanförnum árum. 1 staðinn fyrir kvæði, sögur og greinar ýmislegs efnis, hefi eg helgað alt ritið Sjötíu og fimm ára landnámi og andlegu starfi Islendinga og niðja þeirra á þessum slóðum. Takmörkin varð samt að setja einhversstaðar. Þess vegna eru engir taldir, hversu nýtir eða merkir menn sem þeir voru eða kunna að vera, sem hafa unnið sér fé eða frama eða góðan orðstír á sama vettvangi og aðrir borgarar landsins án tillits til þjóðernis eða tungu, svo sem læknar, lögfræðingar, prestar, kennarar, stjórnfræðingar, vís- indamenn eða tónlistarfólk. Að vísu koma til greina nöfn sumra slíkra manna, en af öðrum ástæðum, svo sem sýnt er í söguþáttum þeim, er á eftir fara. Fyrsta greinin sviftir fortjaldinu og sýnir í fáum myndum inn á svið hins mikla ævintýris—hins síðasta landnáms og bólfestu Islendinga í þessari álfu. Þá koma hvað af hverju þættir þeirra manna og kvenna, sem eitthvað hafa lagt af mörkum frá sjálfum sér í bókvísi, sagnagerð, ljóðaskáldskap, tónment eða myndlistum. Þó að sjálfsögðu allir séu ekki taldir, sem ættu það skilið, þá hygg eg, að þetta muni vera fullkomnasta og víðtækasta yfirlit yfir fagur- fræðilegar tilraunir Vestur Islendinga á hinum umliðnu 75 árum — frá 1875 til 1950. Varla þarf að taka það fram, að þetta hefði reynst ritstjóranum ofurefli, ef hlutaðeigandi höfundar hefðu ekki brugðist svona vel við beiðni hans. Á öðrum stað er bent á, að bókmenta ritgjörðirnar eru þýddar og auknar úr hinum stóru ensku bókmenta sögum þeirra prófessoranna Stefáns Einarsson- ar og Ríkarðar Beck. Þá kemur hér nýr rithöfundur fram á sviðið, frú Hólm- fríður Danielson, sem er að vísu sí-skrifandi á enska tungu; ætti það að vera hughreystandi fyrir þá, sem als örvænta um Islenskuna. Hún tók að sér með litlum fyrirvara að skrifa um erfitt og áður ókannað viðfangsefni hér— listir og listamenn. Þá er önnur breyting—til betra eða verra, eftir því hvernig á það er litið. Eg hefi nefnilega gefist upp við að samræma stafsetningu ritsins, og læt hvern rithöfund halda sinni eigin stöfun. Eins og nú standa sakir eru aðeins tveir eða þrír prentarar í öllum Vesturheimi, sem geta sett málið stórlýtalaust. Þetta gæti líka skoðast sem tilvalin tilslökun “til að þóknast öllum, sem aldrei koma sér saman”, eins og Gröndal sagði endur fyrir löngu. Þá, sem sent hafa ritinu greinar, sögur og kvæði, bið eg velvirðingar, og lof- ast til að sjá því borgið í næsta árgangi, hver svo sem ritstjórinn verður G. J.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.