Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1950, Page 30
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÆLAGS ÍSLENDINGA
eða stökkva. En margt bendir ótvírætt
til þess, að frelsis- og framfara-andi
þjóðhátíðar þeirra í Milwaukee árið
áður eigi dýpstu ræturnar að því, að
stappa í þá stálinu og hrinda strax í
framkvæmd þessum nýlenduleitum
þeirra, því þótt flestir bændur og rnarg-
ir lausamenn flyttu að heiman með
óðalsjarðar vonir í brjósti, þá sýndist
ekki glæsilegt þegar vestur kom, að
flytja allslaus og fákunnandi út í eyði-
héruð og villiskóga. Það varð því að
hvetja þá og brýna í nafni ættjarðar
sinnar, að verða henni til ódauðlegs
orðstírs og sæmdarauka í sínum nýju
heimkynnum sem sjálfstæð og sérstæð
bændaþjóð en ekki vinnulýður og lítt
launaðir dagkaupsþrælar — eða, þegar
verst lét í ári, matvinnungar, með
hlunnindum, sem frá íslenzku sjónar-
rniði séð, hefðu þá strax flotið að feigð-
arósi í stað þess, líkt og laxinn, að
stikla fossana eins og Bjarni amtmað-
ur, skáldið, kemst svo snildarlega áð
orði.
Úr þessu raknaði þó víðast lrvar
furðu fljótt og alls staðar þar, sem
jarðvegur var hentugur til hveitirækt-
ar eins og enn bera vitni um sumar ný-
lendur íslenzkra landnema og bújarð-
irnar gróðursælu og vel hýstu, er
numdar voru fram yfir síðustu alda-
mót eins og hveitiræktar nýlendur
þeirra í Saskatchewan-fylki, sem í heild
sinni er stærsta bújarða nýlenda Is-
lendinga, sem var að byggjast frá 1891
til 1909, og liggur um 400 mílur norð-
vestnr af Winnipeg, sem er miðpúnkt-
ur Canada frá austri til vesturs.
Hér að framan var drepið á bágar
ástæður Islendinga í Kinmount, er að
heiman komu 1874. Er ómögulegt að
gizka á hver örlög þeirra hefðu orðið
þar undir handarjaðri Canadastjórnar
og umboðsmanns hennar ef ekki hefði
ljúfur leiðarengill birtst þeim þar í
holdi og blóði Englendingsins og ágæt-
ismannsins trúarsterka, John Taylors,
þá á sjötugs aldri, er fékk því fram-
gengt við Canadastjórn í Ottawa, að
landskoðun yrði hafin vestur í Rauðár-
dal og nýlenda numin þar handa Is-
lendingum, ef hagkvæm fyndist. Var
sú för farin af honum, Sigtrygg Jónas-
syni og fleirum, og landspilda mikil
valin sunnarlega á vesturströnd Winni-
pegs-vatns, sem landar alment nefna
enn í dag Nýja Island. Fluttu Islend-
ingar þangað vestur frá Kinmount, og
ýmsum öðrum stöðum þar eystra, seint
um haustið, 1875, og komu um vetur-
nætur til þess staðar, er þeir síðar
nefndu Gimli, og það nafn ber land-
nám þeirra hjá Canada mönnum og
raunar mikið stærri fláki.
Nýja Island átti að verða aðal-ný-
lenda Islendinga vestan hafs, þótt það
tækist ekki, því hún átti langt í land
að taka út vöxtinn. En hún varð líka
mjög snemma á árum móðir tveggja
farsælla nýlenda: Dakota-byggðar í
Bandaríkjunum 1878 og Argyle-bygðar
í Manitoba 1881. Var mikill útflutn-
ingur úr Nýja Islandi á þeim árum,
sem kipti mikið úr vexti hennar uffl
langt skeið, þótt nú sé það bygðarlag
orðið að öllu samanlögðu ein farsæl-
asta nýlendan, sem Islendingar námu,
er engu síður má þakka veiðinni í
Winnipegvatni en afurðum jarðanna
auk betri vega og járnbrauta, sem ekki
fengust þó fyrr en seint og síðar meir,
nýlendubúum til stórkostlegs hnekkis
nokkuð fram yfir síðustu aldamót.
Ef til vill mætti einnig bæta því við,
að Islendingar í Nýja Islandi hafi auk